Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 68
Næst...
...þegar þú ætlar að baka blauta
súkkulaðiköku fyrir matargesti,
splæstu þá í gæða-
súkkulaði.
Eftirréttur-
inn verður
ógleyman-
legur.
Vinsældir vefsíðunnar hvaderimatinn.is hafa farið
vaxandi síðan hún fór fyrst í loftið í febrúar
síðastliðnum. Notendur hennar er nú orðnir rúmlega
tvö þúsund, að sögn Felix Gylfasonar verkefna-
stjóra.
Hvaderimatinn.is þjónar hagsmunum þeirra ófáu
Íslendinga sem vinna mikið og hafa lítinn tíma til að
hugsa um hvað þeir eigi að bera á borð í kvöldmatn-
um. „Fólk getur skráð sig hjá okkur. Það velur
innihaldið í því sem það vill hafa yfir vikuna, hversu
oft það vill hafa fisk eða kjúkling, til dæmis, og svo
velur það erfiðleikastig á matseldinni. Þá setur síðan
upp matseðil fyrir heilan mánuð fyrir fólk,“ útskýrir
Felix. Innkaupalista dagsins er annaðhvort hægt að
prenta út af netinu, eða fá sendan með SMS-
skilaboðum, en hægt er að aðlaga uppskriftir að
fjölda matargesta. „Fyrir meðlimi bendum við líka
oft á vín sem henta vel með hverjum og einum
rétti,“ bæir Felix við.
Betrumbætt útgáfa af síðunni fer í loftið á næstu
vikum, þar sem notendum bjóðast enn fleiri
möguleikar. „Við ætlum að bæta við ítarlegri
leitarmöguleikum og setja inn matseðla fyrir
veislur, partí og saumaklúbba,“ segir Felix. „Það
verður líka hægt að vista uppskriftir og búa til sína
eigin uppskriftabók, gefa einkunnir og fleira,“
bendir hann á. Í framtíðinni verður notendum boðið
upp á ýmiss konar tilboð og afslátt, enda vilja
aðstandendur síðunnar hafa hana neytendavæna.
„Hún á að vera lifandi og skemmtilegur vefur,“
segir Felix.
Matseðill fyrir mánuðinn
Döðlur eru hvað ferskastar á þess-
um árstíma, svo nú er um að gera
að gæða sér á þessu náttúrulega
sælgæti. Döðlur hafa verið hluti
af miðausturlenskri matargerð
svo árþúsundum skiptir, og eru
góðar bæði beint úr lófanum og
sem hluti af matarréttum.
Ferskar döðlur geymast í allt að
tvær vikur í ísskáp, en þurrkaðar í
allt að ár. Sætleiki þeirra gerir að
verkum að þær geta auðveldlega
hlaupið í skarðið fyrir súkkulaði,
þegar sykurþörfin gerir vart við
sig. Þær má einnig saxa og nota í
brauð, eftirrétti eða hvað annað
sem hugurinn girnist.
Ferskar döðlur
Öll góð matreiðsla hefst og endar á smjöri
Ostakökur njóta mikilla
vinsælda um heim allan.
Þær eru ekki jafn erfiðar
við að eiga og margir halda,
að sögn Dómhildar Sigfús-
dóttur.
Ostakökur eiga ættir sínar að rekja
til Bandaríkjanna. Þar eru þær til í
óteljandi útgáfum, en rjómaost-
urinn er bæði upphafið og endir-
inn á ostakökunum. Dómhildi Sig-
fúsdóttur má með réttu kalla
ostakökusérfræðing, en hún starf-
aði hjá Osta- og smjörsölunni í 28
ár. Nú rekur hún sitt eigið upp-
skrifta- og tilraunaeldhús, sem býr
til dæmis yfir ábendingum um
ostakökur.
„Ostakökur eru ýmist bakaðar,
hleyptar eða þykktar með eggjum
og rjóma,“ útskýrði Dómhildur.
„Tegundirnar eru samt mjög ólík-
ar, þær bökuðu eru til dæmis mun
þyngri en hinar,“ benti Dómhildur
á, en hún segir hina raunverulegu
ostaköku vera bakaða.
Dómhildur segir lítið mál að
gera ostakökur, sama hvaða aðferð
er notuð. „Það eina sem þarf að
varast ef maður bakar kökuna er
að þær þola ekki blástursofn,“
bendir hún á. Þá þarf að gefa
kökunni tíma til að kólna áður en
hún er tekin úr forminu.
„Ostakökur geymast alveg í
tvær vikur í ísskáp og eru bestar
eftir svona tvo til fjóra daga. Ef
þær eru notaðar nýjar er botninn
oft svo þurr, sérstaklega á þeim
hleyptu,“ bendir Dómhildur á.
„Hins vegar má ekki geyma þær í
forminu, því það er fljótt að ryðga,“
segir hún.
Þeir eru margir sem á haustin
íhuga að koma mataræði í nýtt og
betra lag. Fyrir fólk í þeim hug-
leiðingum er úr mörgu að velja, og
ýmiss konar námskeið í boði.
Maður lifandi stendur reglulega
fyrir matreiðslunámskeiðum þar
sem hollusta og heilnæmt hráefni
er í fyrirrúmi. Undir yfirskrift-
inni Heilsukostur eru matreiðslu-
námskeið og námskeið um kökur
og eftirrétti. Einnig bjóðast nám-
skeið um hráfæði og um jurta-
notkun fyrir börn.
Í október stendur Ebba Guðný
Guðmundsdóttir fyrir námskeiði
um hvernig á að útbúa einfaldan
en næringarríkan mat fyrir börn í
Heilsuhúsinu í Lágmúla. Hún mun
fara yfir á hvaða fæðutegundum
er gott að byrja og hvenær, ásamt
mörgum öðrum atriðum.
Hildur Guðmundsdóttir hjá
Yggdrasli mun halda námskeið
um mataræði og holla næringu
fyrir börn. Þau eru þegar hafin, en
verða haldin reglulega. Hildur
verður þar að auki með framhalds-
námskeið í október.
Áhugasamir geta nálgast frek-
ari upplýsingar um námskeiðin á
umræddum stöðum, eða á heima-
síðum þeirra: madurlifandi.is,
heilsa.is og yggdrasill.is.
Kennt á mataræði
LR HENNING VIRKAR!!