Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 4
 Fulltrúar Samfylkingar- innar í borgarráði óskuðu eftir því á fundi ráðsins í gær að verðmat Glitnis og Landsbanka Íslands á Gagnaveitu Reykjavíkur yrði lagt fram. Í bókun var því hótað að aflétta trúnaði einhliða. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), móðurfélags Gagnaveit- unnar, ákvað að láta meta verð- mæti Gagnaveitunnar, áður Línu. nets, og að trúnaður skyldi ríkja um niðurstöðurnar. Matið var unnið að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þegar hann gegndi stjórnarformennsku í OR. Í bókun fulltrúa Samfylkingar- innar segir að ekki verði unað við að gögnin séu trúnaðarmál. „Einu hagsmunirnir sem þar er verið að verja eru pólitískir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins en áralangur málflutningur þeirra og gagnrýni á stofnun Gagnaveitu Reykjavíkur er að engu orðinn með ofangreindu verðmati,“ segir í bókuninni. Þar segir enn fremur að hagsmunir eigenda, og þar með almannahagsmunir, séu þeir að virði Gagnaveitunnar verði dregið fram í dagsljósið. Samfylkingin áskilji sér rétt til að kynna verð- matið einhliða komi ekki fram gild rök sem styðji leyndina. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og fulltrúi Framsóknar- flokks í stjórn OR, segir að það sé ekki á valdi borgarráðs að aflétta trúnaði um verðmætamatið. Stjórn OR hafi ákveðið að trúnaður eigi að ríkja um málið, og taka verði breytingar á því upp á stjórnar- fundi þar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði í Fréttablaðinu í gær að skoðun hans um að einkavæða eigi Gagnaveituna væri óbreytt. Björn Ingi segir að ánægjulegt sé að sjá að fyrirtækið sé efnilegt og standi styrkum fótum. Nú sé ekki rétti tíminn til að selja fyrirtækið. Segja trúnað verja pólitíska hagsmuni „Sala á dýrari skotvopn- um hefur aukist hjá okkur,“ segir Ólafur Vigfússon, verslunarmað- ur í Sportbúðinni. Ólafur segir söluna fara eftir efnahagsástandinu í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að góðæri hafi líka ríkt í fyrra er marktæk söluaukn- ing að sögn Ólafs. Hann segir skotveiði ekki dýrt sport og hægt sé að sníða sér stakk eftir vexti. Ólafur segir vandaðar og góðar veiðibyssur kosta á bilinu 100 og 150 þúsund krónur. Dýrasta byssan sem hann er með á lager kostar 250 þúsund krónur. „Ef þú hefur biðlund í nokkra mánuði getum sérpantað fyrir þig byssur upp á milljónir. Það er ekki algengt að menn biðji um þetta en þó er það til.“ Dýr skotvopn vinsæl í góðæri „Við erum að skoða hvernig við getum helst nýtt þann mannauð sem býr í erlendum starfsmönnum. Starfsmannastefna Reykjavíkurborgar er að allir eigi að fá störf við sitt hæfi þannig að þekking og menntun fólks nýtist sem best,“ segir Berglind Bergþórs- dóttir, mannauðsráðgjafi hjá mannauðsskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Starfsmenn af erlendum uppruna sem vinna hjá Reykja- víkurborg var viðfangsefni mastersritgerðar Berglindar í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands en leiðbeinandi hennar var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor. „Reykjavíkurborg er með fjölmarga erlenda starfsmenn í vinnu og það vantaði yfirsýn yfir þennan hóp.“ Berglind segir markmiðið hafa verið að skoða menntun, fjöldann, bakgrunninn, hvaða störfum fólkið sinnir, íslenskufærni og hvaða áhrif hún hefur á stöðu þeirra á vinnustaðnum. „Útgangspunkturinn er fólk af erlendum uppruna. Þá er átt við að foreldrarnir séu báðir útlendingar og móðurmálið annað en íslenska. Sá fjöldi er í kringum 500 manns en í heildina vinna um átta þúsund manns hjá borginni.“ Berglind segir verkefnið lið í að að framfylgja mannréttinda- og starfsmannastefnu Reykjavíkur- borgar. Hún lagði meðal annars fram spurningakönnun til forstöðumanna og stjórnenda hjá borginni þar sem spurt var um ákveðna þætti varðandi hópinn og fékk upplýsingar um 470 manns. „Flestir forstöðumenn og stjórn- endur mátu íslenskukunnáttu starfsmanna sem þokkalega. Þetta mat stjórnenda segir þó ekki alla söguna því dvalartími fólks hefur áhrif á íslenskukunn- áttuna. Menntun og bakgrunnur skiptir máli og færni í íslensku er misjöfn eftir því hvert móðurmál- ið er. Starfsmenn sem koma frá óskyldari tungumálasvæðum virðast eiga erfiðara með að til- einka sér íslensku.“ Berglindi fannst merkilegast að sjá hversu hátt menntunarstigið er. „Skýringarnar á því hvers vegna hluti starfsmanna með háskólagráðu sinnir störfum sem ekki krefjast háskólaprófs eru tengdar tungumálakunnáttu. Það er erfitt að ganga inn í starf sem krefst háskólamenntunar ef tungu- málakunnáttan er ekki góð og við- komandi hefur búið stutt hér á landi.“ Berglind segir að stærsta verk- efnið hjá Reykjavíkurborg sé að finna leiðir til að aðstoða fólk að fá grunn í íslensku til að það geti bjargað sér dagsdaglega bæði til að aðlagast vinnustaðnum og sinna starfi sínu. „Við erum að hrinda úr vör áætlun um íslenskukennslu fyrir alla erlenda starfsmenn. Taka þarf til greina mismunandi menntunarbakgrunn fólksins, hvaðan fólk kemur og hvar það er statt í íslenskunni. Kortlagningin með þessu verkefni er grunnurinn sem við erum að byggja á núna.“ Allir fái starf við sitt hæfi Hjá Reykjavíkurborg starfa um 500 manns af erlendum uppruna. Mikill mannauður í erlendum starfs- mönnum, segir mannauðsráðgjafi hjá borginni. Grunnur í íslensku er stærsta verkefnið. Aleksander Kwasni- ewski, fyrrverandi forseti Póllands, hefur skorað á Jaroslaw Kaczinski forsætisráðherra í sjónvarpseinvígi. „Í gamla daga var skorað á mann í einvígi með sverðum eða byssum,“ voru viðbrögðin frá Kaczynski. „Í dag er skorað á mann í sjónvarpseinvígi. Ég tek þessari áskorun.“ Stutt er í þingkosningar í Póllandi þar sem stjórn Kaczinskis hefur misst meirihluta sinn. Kosningarnar verða haldnar 21. október. Bauð Kaczinski í kappræður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.