Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 6
 Verðmæti allra þeirra virkjunarkosta sem ekki hafa verið virkjaðir hér á landi, bæði fallvatna og jarðvarma, nema hundruðum milljarða króna, segir Egill Benedikt Hreinsson, próf- essor í verkfræði við Háskóla Íslands. „Menn hafa verið að tala um að virkjunarréttindi í jarðvarma og vatni séu mikils virði, og þá er auðvitað æskilegt að reyna að meta verðmætið nánar,“ segir Egill. Hann átti sæti í matsnefnd sem lagði mat á verðmæti vatnsrétt- inda vegna Kárahjúka. Egill skil- aði sératkvæði í nefndinni, og vildi reikna út svokallaða auðlindar- entu til að ákvarða bætur til vatns- réttarhafa. Auðlindarentu má skilgreina sem markaðsvirði afurðarinnar, í þessu tilviki raforkuverð á mark- aði, að frádregnum nýtingarkostn- aðinum, þeim kostnaði sem felst í að koma afurðinni í söluhæft horf. Egill hefur nú beitt þessari aðferð við að reikna gróflega út verðmæti ónýttra vatnsréttinda hér á landi. „Það er erfitt að nefna nákvæm- lega upphæðina, þar sem forsend- urnar geta verið umdeilanlegar. Ég valdi að finna núvirðið, sem mælist í einhverjum hundruðum milljóna króna,“ segir Egill. Hann segir að einnig megi skoða verðið á ársgrundvelli, og þá sé það mælanlegt í tugum milljarða króna. Í raun sé æskilegra að meta verðmætið á ársgrundvelli því aðstæður breytist ár frá ári, og slíkt mat því nákvæmara. Hann metur eingöngu verðmæti réttinda sem ekki hafa verið virkjuð, en segir augljóst út frá þeim tölum að miklum verð- mætum hafi þegar verið ráðstaf- að með virkjunum. Þeir sem hafi fengið rétt til að virkja jarð- varma eða vatn hafi þar með fengið mikil verðmæti. Egill mat ekki sérstaklega mögulegt aukið verðmæti vegna þess að um vistvæna orku er að ræða. Sá eiginleiki getur þá enn aukið verðmætið þegar fram líða stundir. Virði vatnsréttinda hundruð milljarða Verðmæti vatnsréttinda sem ekki hafa verið virkjuð hér á landi nema tugum milljarða á hverju ári að mati verkfræðiprófessors við Háskóla Íslands. Hann telur augljóst að miklum verðmætum hafi þegar verið ráðstafað vegna virkjana. Finnst þér ástandið í miðborg- inni betra eftir átak lögregl- unnar? Á að taka upp tvítyngda stjórn- sýslu hér á landi? Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til Færeyja á mánudag. Clinton ætlar að flytja ræðu um alþjóða- væðingu á ráðstefnu sem haldin verður í Norðurlandahúsinu. Einnig flytur Hans Blix, fyrrverandi yfir- maður Alþjóðakjarnorkustofnunar- innar, ræðu á þessari ráðstefnu. „Þetta er stór viðburður í Færeyj- um,“ segir Tórun Ellingsgard, sem hefur séð um fjölmiðlakynningu fyrir þennan viðburð. Það er Vinnuveitendasambandið í Færeyjum sem efnir til ráðstefn- unnar. Ráðstefna af þessu tagi hefur reyndar verið árlegur viðburður í Færeyjum, og sú hefð hefur skapast að jafnan eru fengnir þekktir ein- staklingar til að flytja fyrirlestur. Á síðasta ári kom upp sú hug- mynd í lok ráðstefnunnar að næst ættu menn að fá einhvern virkilega stóran til að tala. „Einhver úti í sal sagði þá í gríni að við ættum bara að fá Clinton,“ segir Tórun. „En þetta var bara brandari fyrst.“ Brandarinn varð síðan að alvöru þegar í ljós kom að Clinton væri fáanlegur til verksins. Þegar hann frétti af þessu sagðist hann „alltaf hafa langað að koma til Færeyja“. Upphaflega stóð til að hann kæmi í vor, en af persónulegum ástæðum þurfti hann að fresta ferðinni þá. Nú er hins vegar komið að því, Clinton er á leiðinni til Færeyja. Clinton kemur til Færeyja Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Rýmum fyrir 2008 línunni AFSL ÁTTU R AL LT AÐ 600. 000 KR. Nú er tækifæri til að kaupa draumahjólhýsið á gjafverði. Við bjóðum 2007 árgerðina með 200–600 þúsund kr. afslætti og geymum hýsið til vors, þér að kostnaðarlausu. Stjórn Eignar- haldsfélagsins Fasteignar hf. íhugar nú hvort vænlegt sé að skrá félagið á markað. Í bréfi til sveitarfélaga sem eiga hlut í Fasteign segir að ef af yrði þá værisérstaklega gætt að því aðstaða eða kjör sveitarfélaganna yrði jafngóð eða betri en nú sé. Hugmyndir eru um að aðgreina hlutabréf í félaginu í A-flokk og B-flokk þar sem eigendur A-bréfa réðu yfir félaginu en eigendur B- bréf hluta hefðu svokallaða markaðshluta án yfirráða. Í eigu Fasteignar eru til dæmis skólar, gæsluvellir, íþróttahús, sundlaug- ar og bankar. Skráning á markað skoðuð „Þetta er klárt bort á jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna og ég er fullviss um að Skipulags- stofnun er þetta ekki heimilt,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Skipulagsstofnun hefur hafnað ósk Hveragerðis- bæjar um að fá helming af þeim skipulagsgjöldum sem stofnunin innheimtir vegna nýrra íbúða í sveitarfélaginu. „Sum sveitarfélög fá helming innheimtra skipu- lagsgjalda í sinn vasa. Það á til dæmis við um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Akranes og Akureyri. Önnur sveitarfélög, þar á meðal við, höfum hingað til eingöngu fengið framlag vegna kostnaðar við aðalskipulagsgerð,“ segir bæjar- stjórinn. Aldís bendir á að í Hveragerði standi fyrir dyrum skipulagning svokallaðs Eyktarsvæðis með meira en 850 íbúðum. Þar geti munað tugum milljóna króna fyrir bæjarsjóð eftir því hvorri aðferðinni Skipu- lagsstofnun beitir. „Þar sem mikið er byggt er það klárlega miklu meiri hagur fyrir sveitarfélagið að fá hlutdeild í skipulagsgjaldinu heldur en framlag til a ðalskipulagsgerðarinnar,“ segir hún. Hveragerðisbær hyggst að sögn Aldísar ekki fara dómstólaleiðina heldur treysta á að Alþingi taki málið upp við yfirstandandi endurskoðun á skipu- lagslögum. „Við viljum ekki fara dómstólaleiðina en okkur finnst þetta einfaldlega réttlætismál sem vert er að vekja athygli á,“ segir bæjarstjórinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.