Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 16
fréttir og fróðleikur
Undarlegur
þjófnaður
Loftslagsmál í brennidepli á 62. þingi
Herforingjastjórnin í
Búrma hefur látið til
skarar skríða gegn öldu
mótmæla, sem hófst í ágúst
síðastliðnum og hefur vaxið
dag frá degi. Allt bendir til
að sagan frá 1988 ætli að
endurtaka sig.
Munkarnir í Búrma hafa áður
gegnt lykilhlutverki í mótmælum
og andspyrnu gegn ógnarstjórnum
í landinu, bæði gegn bresku
nýlendustjórninni á fjórða og
fimmta áratug síðustu aldar, og
síðar gegn herforingjastjórninni.
Þeir áttu meðal annars stóran hlut
að andófshreyfingunni árið 1988,
sem var barin niður af mikilli
hörku.
Tímaritið Economist upplýsir að
búddamunkar í Búrma séu líklega
um það bil 400 þúsund talsins, eða
álíka margir og hermennirnir sem
stjórnin hefur yfir að ráða. Munk-
arnir njóta stuðnings almennings,
en hermennirnir hafa vopnavaldið.
Herforingjastjórn hefur verið við
völd í Búrma allar götur frá árinu
1962. Búrma var nýlenda Breta í
rúmlega 60 ár, eða frá 1886 til 1948.
Eftir að sjálfstæði fékkst ríkti þar
lýðræði í nærri hálfan annan ára-
tug, en þá framdi herinn valdarán
undir forystu hershöfðingjans Ne
Win. Allar götur síðan hefur herinn
jafnan barið allar andófstilraunir
lýðræðissinna niður af fullri
hörku.
Fyrst urðu almenn mótmæli árið
1974 þegar gerð var útför U Thant,
Búrmamannsins sem um áratug
var framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna. Næst fór fjöldahreyfing
af stað árið 1988 og krafðist lýð-
ræðis en herinn braut þá hreyfingu
á bak aftur með vopnavaldi. Meira
en þrjú þúsund manns týndu þá
lífinu.
Herstjórnin lofaði þó að efna til
kosninga, og stóð við það loforð
árið 1990. Lýðræðishreyfing undir
forystu andófskonunnar Aung San
Suu Kyi vann þá yfirburðasigur,
hlaut 392 þingsæti af 489, en herinn
tók ekki mark á þeim úrslitum og
setti Suu Kyi í stofufangelsi frekar
en að sætta sig við að hún yrði for-
sætisráðherra.
Mótmælaaldan nú í haust hófst
upp úr miðjum ágúst eftir að
herforingjastjórnin hækkaði verð
á eldsneyti skyndilega upp úr öllu
valdi. Herinn beitti strax vopnum
gegn mótmælendum, en ekki létu
allir það stöðva sig og mótmælin
héldu áfram, smá í sniðum fyrst í
stað en síðan jafnt og þétt
vaxandi.
Upp úr sauð síðan þegar herinn
réðst til atlögu gegn munkum sem
efndu til mótmæla í bænum
Pakkoko. Nokkrir munkanna urðu
fyrir barsmíðum og skotið var úr
byssum yfir höfuð þeirra. Eftir
þetta fóru munkar landsins af
alvöru að mótmæla, kröfðust
afsökunarbeiðni frá stjórninni og
héldu síðan daglega út á götur
helstu borga landsins eftir að sú
afsökunarbeiðni barst ekki.
Herinn lét mótmælagöngur
munkanna afskiptalausar að mestu
til að byrja með og smám saman
bættist í hópinn. Æ fleiri munkar
tóku þátt og æ fleiri íbúar landsins
gengu til liðs við þá. Á mánudaginn
er talið að hundrað þúsund manns
hafi krafist lýðræðis á götum
Rangún, og voru mótmælin þá
orðin stærri og fjölmennari en
þekkst hefur í sögu landsins allt frá
árinu 1988.
Daginn eftir lét herforingja-
stjórnin þau boð út ganga að
herlög væru gengin í gildi. Sam-
komur eru bannaðar og algert
útgöngubann er að næturlagi. Á
miðvikudag mætti herinn og skaut
aðvörunarskotum að mann-
fjöldanum og í gær réðust her-
menn inn í fjölda klaustra, brutu
þar og brömluðu, börðu munka og
handtóku hundruð þeirra. Á annan
tug manna hefur misst lífið.
Ekki er annað að sjá en að her-
foringjastjórnin ætli nú að berja
niður mótmælin af fullri hörku,
rétt eins og gert var árið 1988.
Spurningin snýst um það hvort
andstaða almennings við stjórnina
sé orðin það sterk að valdbeiting
hersins nægi ekki til að stöðva
öldu mótmælanna. Væntanlega
kemur það smám saman í ljós
næstu vikur og mánuði.
Vopnavaldi beitt gegn munkum
Avant hf., kt. 561205-1750, hefur gefi› út l‡singar vegna
skráningar víxla sem OMX Nordic Exchange Iceland hf.
hefur samflykkt og gert a›gengilega almenningi frá og
me› 28. september 2007.
Eftirfarandi víxlaflokkar hafa veri› gefnir út:
• Víxlaflokkur a› fjárhæ› kr. 2.000.000.000 var gefinn út
flann 27. júní sl. og er au›kenni flokksins í OMX Nordic
Exchange Iceland hf. AVAN 07 1002. Víxlarnir eru
vaxtalaus eingrei›slubréf sem skulu endurgrei›ast
flann 2. október 2007. Víxlarnir ver›a skrá›ir í OMX
Nordic Exchange Iceland hf. flann 28. september 2007.
• Víxlaflokkur a› fjárhæ› kr. 660.000.000 var gefinn út
flann 14. ágúst sl. og er au›kenni flokksins í OMX
Nordic Exchange Iceland hf. AVAN 08 0814. Víxlarnir
eru vaxtalaus eingrei›slubréf sem skulu endurgrei›ast
flann 14. ágúst 2008. Víxlarnir ver›a skrá›ir í OMX
Nordic Exchange Iceland hf. flann 28. september
2007.
L‡singar flessar er hægt a› nálgast hjá útgefanda Avant hf.,
Su›urlandsbraut 12, 108 Reykjavík í eitt ár frá birtingu
l‡singanna. L‡singarnar er einnig hægt a› nálgast vefsetri
útgefanda Avant, www.avant.is. Umsjónara›ili skráningarinnar
er Kaupfling banki hf.
Reykjavík 28 september 2007