Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 22
[Hlutabréf]
Stjórnendur tveggja erlendra fjár-
málafyrirtækja hafa sýnt áhuga á
að kaupa búlgarska bankann
EIBank, sem er að stærstum hluta
í eigu Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar. Ásgeir Friðgeirsson, tals-
maður Björgólfs, segir marga vera
áhugasama um EIBank, meðal ann-
ars eftir að Búlgaría gerðist aðili
að Evrópusambandinu. Ekki sé um
neinar formlegar viðræður að
ræða og ekkert söluferli farið af
stað. Þetta sé hins vegar í fyrsta
skipti sem hlustað sé á hugmyndir
hugsanlegra fjárfesta.
Fyrirtækin tvö sem hafa sýnt
EIBank áhuga eru belgíska fjár-
málafyrirtækið KBC og spænski
bankinn La Caixa. Búlgarskir fjöl-
miðlar hafa haldið því fram að nið-
urstaða liggi fyrir um næstu mán-
aðamót.
Björgólfur Thor jók hlut sinn í
EIBank, Economic and Investment
Bank, um 14,6 prósent í febrúar á
þessu ári. Samtals á félag hans,
Novator Finance Bulgaria, 48,6
prósent í bankanum. Markaðs-
verðmæti EIBank stóð í rúmum 62
milljörðum króna í gær. Hefur
gengi félagsins hækkað í kjölfar
sögusagna um yfirtöku.
Vilja kaupa EIBank
Gjaldeyrismarkaður heldur áfram
gífurlegum vexti á komandi árum,
segir í nýrri spá Saxo Bank í Dan-
mörku. Spáin er gerð í kjölfar
útgáfu skýrslu Bank for Inter-
national Settlement (BIS) þar sem
teknar eru saman upplýsingar um
gjaldeyrisviðskipti frá 54 seðla-
bönkum víðs vegar um heim, auk
annarra fjármálayfirvalda. Skýrsla
BIS kemur út þriðja hvert ár.
Í skýrslu BIS kemur fram að
hefðbundið magn viðskipta hefur
aukist úr 1,9 billjónum dala á dag
árið 2004 í 3,2 billjónir dala á dag í
apríl 2007. Ein billjón jafngildir
eitt þúsund milljörðum og því
nemur magn gjaldeyrisviðskipta á
dag í apríl síðastliðnum um og yfir
195 þúsundum milljarða króna,
samanborið við tæplega 116 þús-
und milljarða árið 2004. „Aukning-
in, sem er upp á 70 prósent, er lík-
lega sú mesta síðan mælingar
hófust,“ segir Claus Nielsen, fram-
kvæmdastjóri á sviði miðlunar og
nýmarkaða hjá Saxo Bank. „En við
spáum áframhaldandi vexti gjald-
eyrisviðskipta og að smásöluvelta
á gjaldeyrismarkaði sé jafnframt
líkleg til að halda áfram að aukast
á jafnvel enn meiri hraða.“ Hann
segir að eftir því sem þekking
aukist á eðli þessara viðskipta
komi áhugi á þeim til með að auk-
ast enn meira.
Gjaldeyrisviðskipti hafa
stóraukist á þremur árum
Frá árinu 2004 hefur dagvelta gjaldeyris aukist um 70
prósent. Velta nemur nú 195 þúsund milljörðum króna.
Peningaskápurinn ...
Hlutur FL Group í AMR
er kominn í 9,14 prósent. Í
tilkynningu frá félaginu er
þrýst á um breytingar til
að auka virði AMR. Gengi
bréfa AMR hefur lækkað
um 47 prósent frá því í jan-
úar. FL Group kennir meðal
annars um slælegri upplýs-
ingagjöf.
FL Group hefur sent stjórn flugfé-
lagsins AMR í Bandaríkjunum bréf
og óskað eftir því að hún leiti nýrra
leiða til að auka virði félagsins. FL
Group er meðal þriggja stærstu
hluthafa AMR, sem er einnig er
móðurfélag American Airlines, og
á í félaginu 9,14 prósenta hlut. Í
bréfi FL Group til stjórnar AMR er
raunar tiltekinn 8,3 prósenta hlut-
ur, en í gegn gengu kaup eftir send-
ingu þess.
Gengi bréfa AMR hefur lækkað
um 47 prósent frá því um miðjan
janúar og kostað hluthafa nálægt
fimm milljörðum dala, segir FL
Group. Tillögur félagsins fela meðal
annars í sér að Vildarklúbbur AMR,
AAdvantage, verði aðskilinn frá
rekstri félagsins, sem og viðhalds-
og viðgerðarþjónusta. Hannes
Smárason, forstjóri FL Group,
bendir á að FL hafi umfangsmikla
reynslu af rekstri flugfélaga og
félagið telji að stjórn AMR beri að
leita nýrra leiða til að auka verð-
mæti félagsins. Með því að aðskilja
Vildarklúbb félagsins sé hægt að
minnka skuldir og auka virði AMR.
Virðisaukning með þeirri breytingu
einni er metin á fjóra milljarða dala,
eða tæplega 250 milljarða króna.
FL Group telur sig ekki hafa
fengið miklar undirtektir við fyrri
ábendingar til stjórnar og kaus því
að gera þær opinberar í gær. Standa
vonir félagsins til þess að þrýsting-
ur kunni að aukast frá öðrum hlut-
höfum um breytingar í framhald-
inu.
Halldór Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group, segir félagið sjá tækifæri
til framtíðar í rekstri AMR, sem
hafi verið ágætur, þótt hann hafi
ekki náð væntingum markaðarins.
„Við teljum að um sé að kenna upp-
lýsingagjöf félagsins og ekki sé
nógu gegnsætt hvaða virði leynist
innan þess. Gegnsæi og upplýsinga-
gjöf þarf að aukast til að stuðla að
eðlilegri verðmyndun á markaði.
Við vonumst til að eiga góð sam-
skipti við stjórn félagsins í fram-
haldinu en ljóst að við viljum sjá
skjót viðbrögð við tillögum okkar,“
segir Halldór.
Ekki þykir hafa blásið gæfulega
fyrir fjárfestingar FL Group núna
á þriðja ársfjórðungi. Slegið hefur
verið á að gengistap FL Group sé
nálægt 20 milljörðum. Þannig hafði
í gær gengi bréfa Commerzbank
lækkað um 19,8 prósent frá lokum
annars ársfjórðungs. Þá var virði
3,24 prósenta eignarhlutar FL
Group 63,8 milljarðar króna, en
hefur síðan lækkað um rúma 12,6
milljarða króna. FL Group hefur
hins vegar litið til tækifæra í lækk-
andi gengi og aukið við hlut sinn í
bankanum.
Í vikunni var frá því greint að
félagið væri orðið næststærsti hlut-
hafi bankans með 4,25 prósenta
hlut.
Miðað við gengi AMR í gær nemur
svo gengistap af hlut FL frá lokum
fyrri ársfjórðungs af þeirri eign um
fimm milljörðum króna, Finnair
hefur lækkað um sem nemur 10 pró-
sentum og gengistap þar nálægt 2,4
milljörðum, og af eign í Glitni um
tveir milljarðar. Ef svo er tekinn inn
í dæmið fjármagns- og rekstr-
arkostnaður á borð við þann sem var
á öðrum ársfjórðungi eykst kostnað-
ur um rúma fjóra milljarða. Á móti
kemur svo hagnaður af Inspired
Gaming Group sem hækkað hefur
um rúm 20 prósent, en var í hálf-
sársuppgjöri metið á um 2,3 millj-
arða króna. Þá er talið að töluverð
dulin verðmæti liggi í eign FL í hol-
lenska drykkjarvörufyrirtækinu
Refresco.
FL Group þrýstir á
breytingar hjá AMR
HVERNIG KOM FJÖ
ÚT Á SÍÐASTA ÁRSFJ