Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 45
mikið af sjúklegum gaurum þarna,“ segir hún hlæjandi. Ertu með bíladellu? „Já, ég verð að viðurkenna það, þótt ég passi alltaf upp á dömuna í sjálfri mér og fari helst ekki út úr húsi án þess að vera vel til höfð í pinnahæl- um. Ég á það þó til að detta í grodd- ann. Þegar ég var unglingur keyptu pabbi og bróðir minn tvo Mustang Mach cvv1 bíla og bjuggu til einn feg- ursta bíl sem ég hef augum litið. Ég fylgdist með þessu ferli af miklum áhuga. Seinna seldi bróðir minn bíl- inn en ég sé alltaf hrikalega eftir honum.“ Addú er þó ekki bara með bíladellu því þegar hún var unglingur ferðaðist hún um á vespu. Og oft mátti sjá hálf- an vinkonuflotann aftan á hjólinu. Núna keyrir hún um á mótorhjóli og fílar sig vel. Mögnuð sjónvarpsvinna! Þegar Addú var unglingur ætlaði hún að verða hárgreiðslukona en svo flosnaði hún upp úr námi því hún var orðin svo peningaþyrst. Þetta þróað- ist þannig að síðustu ár hefur hún unnið „freelance“ í auglýsingabrans- anum og við kvikmyndir og sjón- varpsþætti. Þar á undan stafaði hún sem viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni, á Kaffibarnum, i Sautján svo eitthvað sem nefnt. Einnig starfaði hún við kvikmyndirnar Bjólfskviðu og Flags of Our Fathers. Síðast var hún fram- kvæmdastjóri Næturvaktarinnar en einnig þriðju seríu af Stelpunum. En báðir þesir þættir eru sýndir á Stöð 2 um þessar mundir. „Þetta á vel við mig því ég er svo mikill Roger í mér og elska að redda hlutum og láta allt funkera. Það var mjög spes að vinna að Næturvaktinni því þættirnir voru teknir upp á næt- urnar. Í þessu verkefni sá ég hvað næt- urvinna getur haft svaðaleg áhrif á fólk. Álagið er svo mikið þegar þú snýrð sólarhringnum við í 6 vikur, reyndar slapp ég vel því ég vann frá hádegi til miðnættis svo ég gæti sinnt skrifstofustörfum.“ Hvernig þá, getur þú nefnt eitthvað atriði? „Þessir snillingar unnu baki brotnu til að láta hvern dag ganga upp. Meðan á tökum stóð gengu nokkrar flensur og einhvern tímann voru læknar kallaðir á bensínstöðina til að bjarga málunum. En allir stóðu sína plikt og rúlluðu þessu upp. Ég dáist mikið að þessu fólki enda eru forrétt- indi að fá að vinna með þeim.“ Hvernig er þinn húmor? „Hann er frekar svartur og kald- hæðinn og ég kýs að gera frekar grín að sjálfri mér en öðru fólki.“ Addú vann líka við gerð þáttanna um Strákana þar sem Auddi, Sveppi og Pétur Jóhann fóru á kostum. Þar var hún aðstoðarkona Kristófers Dignus í þriðju seríu af Strákunum. Eitt af aðalstarfi Addúar við Strákana var að redda hlutum og fá áskoranir til að virka. „Þetta var magnað, hef sjaldan þurft að framkvæma aðra eins vitl- eysu. Mér er mjög minnisstætt þegar ég hringdi í múrara til að spyrja hann hvort hann væri til í að múra Auðun Blöndal og spyrja hann: „Er í lagi þótt hann verði ber í steypunni?“ Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Eitt sinn hringdi ég í allar snyrtistofur á Íslandi sem buðu upp á vaxmeðferðir því það átti að vaxa pung í þættinum. Það var ekki nokkur snyrtifræðingur til í þetta enda getur það verið stór- hættulegt að vaxa punga. Á endanum náði ég að redda vaxgræjum og við enduðum á að gera þetta sjálf inni á skrifstofunni. Þetta var hrikalega fyndið,“ segir Addú og ljómar öll af endurminningunum og bætir við: „Einu sinni átti Pétur Jóhann að taka þeirri áskorun að drekka blóð. Ég brunaði upp í SS og fékk einn lítra af frosnu kindablóði í landabrúsa. Það versnaði þó í því þegar ég komst að því að það ætti að taka atriðið upp hálf- tíma síðar. Ég fór með blóðið inn í eld- hús og lét buna heitt vatn á brúsann. Það sem ég vissi ekki var að blóð hleyp- ur í kekki ef það er þítt með þessum hætti. Það var ekki geðsleg sjón sem blasti við Pétri Jóhanni þegar hann ætlaði að hella blóðinu í vínglas og fá sér sopa því blóðið var allt í kekkjum. Hann náði að fá sér sopa en atriðið endaði á því að hann ældi af viðbjóði. En hann stóðst áskorunina.“ Núna er Addú á krossgötum. Hún er komin með nóg af óreglulegum vinnutíma og þyrstir í að breyta til. „Mér finnst ég vera búin að gera svo margt og nú langar mig að prófa eitt- hvað nýtt á öðrum vettvangi. Ég verð samt að vera í lifandi starfi þar sem er skemmtilegt fólk og mikið um að vera. Það hefur líka alltaf blundað í mér að læra að sauma og það kæmi mér ekki á óvart þótt ég myndi fram- kvæma það núna.“ Það liggur beint við enda hefur hún alltaf haft bull- andi áhuga á tísku . „Ég myndi samt ekki segja að ég væri neitt tískufórnarlamb því ég þori alveg að fara ótroðnar slóðir.“ Þegar hún er spurð að því hvað sé heitast í vetrartískunni 2007 nefnir hún selsskinnskó. Hún er örugglega ekki að tala um bomsur, þeir hljóta að vera með pinnahæl! martamaria@frettabladid.is ALLTAF JAFN SMART! Þegar Addú var yngri fékk hún hálfa Reykjavík til að drekka ógrynni af eplaediki í megrunarskini. MYND/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.