Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 28.09.2007, Síða 48
BLS. 12 | sirkus | 28. SEPTEMBER 2007 Hvað á að gera um helgina? „Ég ætla að læra fyrir próf sem ég þarf að ná til að komast inn í háskóla í Bandaríkjunum. Það á eftir að vera erfitt að sitja heima og læra allan daginn svo ég ætla líka í afmæli í kvöld og kíki örugglega eitthvað út á tjúttið.“ Greta Mjöll Samúelsdóttir, knatt- spyrnu- og tónlistarkona. „Ég er að fara í tvö barnaafmæli svo það verður þokkalegt fjör. Einnig ætla ég að elda gómsæta humarsúpu hjá tengdó svo þetta verður mikil áthelgi. Ég bíð spennt.“ Guðbjörg Hermannsdóttir, fyrrum fegurðardrottning. Hverjir voru hvar TÍSKUFYRIRTÆKIÐ NTC OPNAÐI NÝLEGA DÖMU- OG HERRADEILD Í DEBENHAMS Í SMÁRALIND. SAMKOMA Í SMÁRALIND Sonja Reynisdóttir og Guðný Ævarsdóttir mættu í Debenhams í Smáralind þegar NTC var opnað í versluninni. FJÓRAR FLOTTAR Sunneva Sigurðardóttir, Gerður Ríkharðsdóttir, Svava Johansen og Matthildur Guð- mundsdóttir eru flottar konur. NTC Í DEBENHAMS Þær Anna Karlsdóttir, Sigríður Sigurjóns- dóttir og Brynja Sigurmundsdóttir mættu í opnunina en mörg af flottustu merkjum NTC eru nú komin í Debenhams.. SMART Björn Sveinbjörnson hjá NTC ásamt þeim Trausta Einissyni, rekstarstjóra Zöru, og Herði Magnússyni, rekstrarstjóra Útilífs. TÍSKUTEITI Stella Skúladóttir og Ásta Bjarnadóttir létu sig ekki vanta. GLÆSILEG OPNUN Á FLOTTUSTU MERKJUNUM ELÍTAN Í TÍSKUNNI Svava Johansen, forstjóri NTC, og Björn Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri í góðra vina hópi. OPNUN Í DEBENHAMS Svava og Björn ásamt Gerði Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra sérvörufyrirtækja Haga, Rannveigu Ólafsdóttur, rekstarstjóra NTC, Halldóru Lárusdóttur, rekstrarstjóra Debenhams, og Höllu Rut Sveinbjörnsdóttur. MÆTTI MEÐ DÓTTUR SÍNA Hannes Heimir og Finnur Beck, fyrrum fréttamaður, sem mætti ásamt dóttur sinni. FLOTT SAMAN Jón Bjarni, Dóra Sif Sigurðardóttir og Sæmundur Norðfjörð fögnuðu saman. HRESS OG KÁT Finnur, Þórdís og Vala skemmtu sér vel á haustfagnaði Republik. HINN ÁRLEGI HAUSTFAGNAÐUR REPUBLIK KVIKMYNDAGERÐAR VAR HALDINN Í HÖFUÐSTÖÐVUM FYRIRTÆKISINS UM SÍÐUSTU HELGI. KVIKMYNDAGERÐARMENN FÖGNUÐU HAUSTINU HRESSIR Þeir Elli Cassata, Víðir Sigurðarson og Rúnar Ingi Einarsson voru í góðu stuði. HAUSTFAGNAÐUR REPUBLIK Sigrún Ólafsdóttir, Sigurrós Pálsdóttir og Katrín Oddsdóttir létu sig ekki vanta í fjörið. Sirkusstjórinn ákvað að taka helgina rólega og rækta sinn innri mann. Hann gerði sér nefnilega grein fyrir því hvað það er auðvelt að verða frústreraður og nánast andsetinn á því að eyða of miklum tíma á börunum. Hans fyrsta verk var að hringsóla um húsgagna- verslanir borgarinnar í leit að innri frið. Á ferðum sínum áttaði hann sig á því að pallíettupúðalaus tilvera væri ígildi andlegrar stöðnunar. Hann labbaði teinréttur inn í IKEA í leit að veraldlegu góssi. Hann var þó ekki sá eini sem vildi flikka upp á heimilið því í IKEA var stjörnurit- höfundurinn Hallgrímur Helgason og kona hans, Oddný Sturludóttir, með börnin. Þegar hann kom heim gerði hann nokkrar jógaæfingar, staupaði sig í eplaediki og lét hugann reika á fjarlægar sólarstrandir í suðurhöfum. Daginn eftir frétti hann af því að mesta stuðið um helgina hefði verið á Akureyri. Þar voru til dæmis Villi naglbítur, Heiða, Rúnar, Hulda Karlotta og Guðrún Lár hjá Nikita og Hanna Stína innanhússhönn- uður. Hann frétti líka að Friðrik fimmti væri heitasti staðurinn. Á meðan Sirkusstjórinn náði sér í innri frið voru Anna Rakel og Ragnheiður Guðfinna að dansa á Óliver og nýkjörin stjórn SUS skvetti úr klaufunum á Ölstofunni. Á Organ voru líka Jóní Jóns úr Gjörningaklúbb- num, Anna verslunarstjori í Kronkron, Daníel Ágúst og hin fagra Agnieszka ofurstílisti. Sirkusstjórinn frétti að hann hefði misst af geðveikustu helgi haustsins en hann lét það ekki koma sér úr jafnvægi því hann veit að innri friður er gulli betri. HERRA SAGA FILM Jón Þór Hannesson og Finnur Jóhannsson voru í góðum gír. MYND/RÓSA Hverjir voru hvar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.