Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 57
Mannauður er af mörgum talinn ein
verðmætasta auðlind
fyrirtækis. Þegar hlúð er
að starfsfólki hefur það
áhrif á líðan og ánægju
og getur aukið afköst og
trúnað og minnkað starfs-
mannaveltu fyrirtækja.
Vaxandi áhersla er hér á landi
og víða erlendis á að nýta náms-
og starfsráðgjöf í aðgerðum til að
auka menntun og þjálfun starfs-
fólks og þar með auka samkeppnis-
hæfi fyrirtækja og þjóðar. Í
tengslum við verkefnið Náms- og
starfsráðgjöf á vinnustað
(sjá mimir.is) býðst fyrir-
tækjum og stofnunum
að fá ráðgjafa í heim-
sókn, þeim að kostnaðar-
lausu. Markmiðið er að
hvetja fólk til virkrar
símenntunar og efla
færni sína, veita upplýs-
ingar um námsframboð
og aðstoða það við að
finna nám við hæfi.
Mörg fyrirtæki sinna fræðslu-
málum mjög vel og bjóða starfs-
mönnum upp á ýmiss konar
fræðslu á vinnutíma og utan hans.
Til hvers þá að fá náms- og
starfsráðgjafa í heimsókn? Með
því að ræða við náms- og starfs-
ráðgjafa gefst einstaklingum tæki-
færi til að skoða og ræða eigin
stöðu til dæmis áhuga og hæfni,
átta sig á hvaða möguleikar eru í
boði varðandi nám og gera áætlun
um hvert skal stefna. Þannig má
auðvelda fólki að taka ákvörðun
um nám og/eða frekari þróun í
starfi eða sækja nám og námskeið
sem veita hverjum og einum
aukna ánægju í frístundum.
Vandi margra sem vilja auka
menntun sína er að átta sig á þeim
möguleikum sem eru í boði og
finna nám við hæfi. Framboð
skóla, stéttarfélaga, símenntunar-
miðstöðva og ýmissa fræðslufyrir-
tækja á námi hefur aldrei verið
meira en nú. Sem dæmi má nefna
að hægt er að stunda nám á
ýmsum starfstengdum náms-
brautum framhaldsskóla í kvöld-
og fjarnámi. Þá eru í boði ýmsar
lengri óformlegar námsleiðir á
símenntunarmiðstöðvum, til
dæmis verslunarfagnám fyrir
starfsfólk í verslun og þjónustu
og Landnemaskólinn fyrir innflytj-
endur. Margir skólar og fyrirtæki
bjóða að auki upp á styttri nám-
skeið svo sem tölvu- og tungumála-
nám.
Fleiri þættir s.s. tímaskortur
eða vandi tengdur lestri eða ritun
getur verið hindrun fyrir einstakl-
inga í að taka ákvörðun um nám. Í
því sambandi má nefna námsleiðir
eins og Aftur í nám sem er ætluð
fólki sem komið er af unglingsaldri
sem glímir við lestrar- og skriftar-
örðugleika. Tilgangur námsins er
að þjálfa nemendur í lestri og
skrift, auka hæfni til náms og
starfa og stuðla að jákvæðu við-
horfi til frekara náms.
Með því að veita starfsmönnum
svigrúm til að taka þátt í verk-
efninu Náms- og starfsráðgjöf á
vinnustað eru fyrirtæki að bjóða
upp á þjónustu sem hingað til
hefur ekki verið í boði fyrir fólk á
vinnumarkaði. Ávinningur fyrir-
tækis ætti meðal annars að felast
í aukinni færni, starfsánægju og
almennri lífsánægju starfsmanna.
Styrkur starfsmanna er styrkur
fyrirtækis.
Höfundur er náms- og
starfsráðgjafi hjá Mími –
símenntun.
Styrkur starfsmanna er styrkur fyrirtækis
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d:
Ál
fe
lg
ur
www.peugeot.is
Vatnagörðum 24 - 26 Sími 520 1100
www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn,Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Það er lúxus að geta fengið allt sem Peugeot 407 býður sem staðalbúnað á kr. 2.470.000.
Það er ennþá meiri lúxus að njóta þess að aka Peugeot á götum borgarinnar. Láttu lúxus-
inn leika við þig – veldu Peugeot 407.
og spólvörn
2.470.000
PEUGEOT
407