Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 60
„Ég vildi að ég væri sú
sem fann upp kynlífið.
Kynlíf er númer eitt.“
Um þessar mundir halda Vestmanna-
eyingar upp á hundrað ára afmæli
Bæjarbryggjunnar sem var tekin í
notkun árið 1907. Frá náttúrunnar
hendi hefur þó verið höfn í Eyjum frá
landnámstíma.
„Eins og frægt er orðið var fyrsta
kirkjan á Íslandi reist við höfnina í
Vestmannaeyjum þegar kristnitakan
átti sér stað árið 1000. Svo liðu ald-
irnar og árin og alltaf var útgerð frá
Eyjum, enda er þar ein af elstu ver-
stöðvum Norður-Atlantshafs,“ segir
Arnar Sigurmundsson, formaður
framkvæmda- og hafnarráðs Vest-
mannaeyja.
„Fyrsta bryggjan var svo reist þegar
vélbátar hófu að koma til landsins og
til að sinna þeim betur réðist þetta litla
sveitarfélag í að byggja hana. Fljótlega
fékk hún nafnið Bæjarbryggjan og í
ár minnumst við Vestmannaeyingar
þessara tímamóta,“ segir Arnar.
Nokkrum árum síðar, eða árið 1911,
var bryggjan stækkuð og endanlega
mynd fékk hún árið 1925. Nú er hins
vegar verið að vinna í að endurgera
þessa aldargömlu bryggju og er stefnt
að því að hún fái eins upprunalegt útlit
og kostur er enda höfðar slíkt bæði til
heima- og ferðamanna.
„Höfnin í Vestmannaeyjum hefur
alltaf verið talin mjög góð og eftir
gosið varð hún enn betri því við það
þrengdist innsiglingin. Við höfum
um tvo kílómetra af bryggjuplássi
en það er svo mikil vegalengd að
allir eyjarskeggjar gætu raðað sér
upp á bryggjunni og myndað óslitna
röð á bryggjukantinum,“ segir Arnar
svolítið stoltur og bætir því við að
íbúar eyjarinnar séu rúmlega fjögur
þúsund í dag.
„Skipum hefur fækkað með árunum,
en á móti hafa þau stækkað svo við
höfum virkilega þörf fyrir allt þetta
pláss og jafnframt góða þjónustu
við skipin. Bæði skemmtiferða-
og farskip. Menningartengd ferða-
þjónusta er líka stöðugt að sækja í
sig veðrið og í okkar tilfelli er þetta
einstakt því það er svo margt við
menninguna í Eyjum sem tengist
höfninni. Stafkirkjan er til dæmis
hérna við höfnina og húsið Landlyst,
sem er fyrsta fæðingarstofnunin
sem reist var á landinu og svo er
náttúrlega umhverfið við höfnina, sem
er stórskorið og einstaklega fallegt,“
segir Arnar og tekur um leið fram að
daglega sé mikið líf við þessa höfn.
„Herjólfur siglir til og frá landi
tvisvar sinnum á dag og þá eru
ónefnd fiski-, flutninga- og skemmti-
ferðaskipin. Því er um að gera að búa
svo um að hér séu allar aðstæður til
fyrirmyndar svo að hafnarlífið haldi
áfram að blómstra eins og það hefur
gert undanfarnar aldir,“ segir Vest-
mannaeyingurinn Arnar Sigurmunds-
son.
AFMÆLI
Bítlarnir slá nýtt met
Útgerðarfélagið Hjallasandur á Rifi keypti nýlega bátinn
Arneyju HU 136 frá Blönduósi sem heitir nú Bára SH 27.
Bára er rúmlega 29 brúttótonn sem er nokkuð minni en
sá sem útgerðin seldi nýlega. Að sögn Arnar Arnarsonar,
útgerðarmanns og skipstjóra, er það bein afleiðing af niður-
skurði aflaheimilda. Nýi báturinn sé betur til þess fallinn
að ná afla upp í þær heimildir sem útgerðin hefur yfir að
ráða. www.skessuhorn.is
Bára á Rifi
Elskulega eiginkona mín
Kristrún Eiríksdóttir
Álfatúni 17, Kópavogi,
er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Árni Stefánsson
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
Páls Sigurðssonar
fyrrverandi skrifstofumanns,
Hæðargarði 35, Reykjavík.
Þorsteinn Pálsson Ingibjörg Rafnar
Valgeir Pálsson Margrét Magnúsdóttir
70 ára afmæli
Ása Sigríður
Ólafsdóttir
Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi er 70 ára
í dag. Ása, Valur og börn bjóða frændfólki
og vinum að gleðjast með sér í tilefni
afmælisins laugardaginn 29. september nk.
í félagsheimilinu Miðgarði, Innri
Akraneshreppi, kl. 15.00.
60 ára afmæli
Gunnar I. Birgisson
bæjarstjóri Kópavogs
mun halda upp á sextugsafmæli sitt
laugardaginn 29. september næstkomandi
klukkan 20.00 í Glaðheimum, reiðhöll Gusts
í Kópavogi að Álalind 3 í Kópavogi. Vinir
og vandamenn eru hjartanlega velkomnir
til að samgleðjast Gunnari á þessum
tímamótum.
Blóm og g jafir eru vinsamlega afþökkuð.
Að öðrum kosti þætti Gunnari vænt um að
r
andvirði g jafar myndi renna til Dvalar, athvarf fyrir fólk með
geðraskanir. Reikningsnúmer er 0132-26-00098,
kennitala 601098-3269
Ástkær dóttir, eiginkona, móðir og amma,
Lísa Björk Steingrímsdóttir
Raftahlíð 28, 550 Sauðárkróki,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
21. september síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00.
Kári Gunnarsson
Steingrímur Garðarsson Baldvina Þorvaldsdóttir
Atli Kárason
Sif Káradóttir Ámundi Rúnar Sveinsson
systkini og barnabörn.
Seglagerðar - SESSA - sæta
Ég ELSKA þig!
Gæinn á svarta Benzanum
Ps. Feiti rostungurinn sem og
ljóti ítalski nef-apinn biðja að heilsa!