Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 74
Eftir frekar brösugan
fyrri hálfleik þar sem markvörð-
urinn Arpad Sterbik hélt Ciudad
Real á floti gegn Flensburg setti
spænska liðið í gírinn og hreinlega
kaffærði þýska liðið. Lokatölur
urðu 26-34 í skemmtilegum leik.
Aðeins einn Íslendingur hóf
leikinn í gær og það var Alexander
Petersson. Einar sat á bekknum
sem fyrr hjá Flensburg en Ólafur
er vanur að spila síðustu 15
mínúturnar af hvorum hálfleik.
Einar fékk aftur á móti mjög
óvænt tækifæri eftir sjö mínútur
þegar Pólverjinn Lijewski fékk að
hvíla sig í 2 mínútur. Það mátti sjá
á Einari hann ætlaði svo sannar-
lega að nýta sér sjaldséð tækifæri
því hann var fljótur að láta til sín
taka.
Fyrsta skotið var þröngvað og
auðveldlega varið af hinum frá-
bæra Sterbik sem varði 14 skot í
fyrri hálfleik. Einar lét það ekki
slá sig út af laginu og skoraði tvö
mjög góð mörk áður en hann var
aftur tekinn af velli.
Ólafur skoraði tvö mörk í röð
þegar hann kom inn á og við það
komst Ciudad yfir í eina skiptið í
fyrri hálfleik, 7-8. Annars var
Flensburg alltaf skrefi á undan og
leiddi með einu marki í leikhléi,
14-13.
Síðari hálfleik verður best lýst
með einu orði – aftaka. Það var
lyginni líkast að fylgjast með stór-
kostlegu liði Ciudad Real brjóta
hið sterka Flensburgar-lið niður í
öreindir. Ciudad skoraði fjögur
fyrstu mörk hálfleiksins og leit
aldrei til baka eftir það. Um miðj-
an hálfleikinn var staðan orðin 17-
26 eða 3 mörk Flensburg gegn 13
mörkum spænska liðsins í seinni
hálfleik.
Það voru fyrst og fremst frábær
varnarleikur og vel útfærð hraða-
upphlaup sem skiluðu þessu lygi-
lega forskoti. Ólafur var í essinu
sínu, lagði upp hvert markið á
fætur öðru og spilaði þess utan
frábæran varnarleik.
Einar kom af bekknum á ný
þegar 20 mínútur voru eftir en
hann fann sig ekki frekar en aðrir
leikmenn Flensburg. Áfallið dundi
svo yfir þegar átta mínútur lifðu
leiks er Einar féll í gólfið sárkval-
inn. Hann var borinn á brott á
sjúkrabörum undir dynjandi lófa-
klappi áhorfenda sem sýndu stuðn-
ing sinn við hann. Vonandi eru
meiðsli hans ekki í samræmi við
kvalirnar.
Alexander náði aldrei að sýna
sitt rétta andlit enda var horna-
spilið ekkert hjá Flensburg og
Alex náði ekki takti frekar en Lars
Christiansen.
Ciudad Real sýndi mátt sinn í síðari hálfleik gegn Flensburg í gær. Þá litu þýsku leikmennirnir út fyrir að
vera áhugamenn við hliðina á gríðarsterku og vel skipulögðu liði Spánverjanna.
Meistaradeildin í handbolta
Ólafur Stefánsson lék
listir sínar á fjölum Campushalle
og arftakar hans í landsliðinu –
Alexander Petersson og Einar
Hólmgeirsson – lærðu vonandi af
landsliðsfyrirliðanum.
Ólafur var brattur þegar
Fréttablaðið hitti á hann eftir leik
en hann varð fyrst að hlusta á
vænta messu frá Dujshebaev
þjálfara áður en hann mátti koma
í viðtöl. Spænski þjálfarinn var
óvenju hávær miðað við stórsigur
síns liðs.
„Hann var bara að fara yfir
hlutina. Hann vill gera það
kallinn,“ sagði Ólafur léttur en
hann var sáttur við leik síns liðs í
síðari hálfleik. „Vörnin var frábær
sem og hraðaupphlaup.
Sóknarleikurinn var líka flottur.
Það var gott að hanga í þeim í
fyrri hálfleik.“
Eins og áður segir var Ólafur að
leika vel sem fyrr og hann var
nokkuð sáttur við eigið framlag.
„Smá varnarmistök í upphafi
fyrri hálfleiks en svo kom þetta.
Ég þarf að læra að maður þarf að
koma strax af bekknum og vera
hress,“ sagði Ólafur en hvernig
finnst honum að mæta félögum
sínum í landsliðinu? „Það er alltaf
gaman að hitta strákana og svo
skiptir máli hvort þeir spili vörn á
móti manni. Þeir voru passlega
langt frá mér strákarnir í dag.
Þetta er öðruvísi og skárra en
þegar Patti var að lemja á manni í
gamla daga. Það var alltaf heiður
og gaman að mæta Patta,“ sagði
Ólafur og glotti í kampinn.
Skárra en þegar Patti var að lemja á mér
Það var erfitt að horfa
upp á Breiðhyltinginn Einar
Hólmgeirsson verða fyrir þriðja
áfallinu á einu ári þegar hann
meiddist í leiknum á móti Ciudad
Real í Campushalle í gær.
Einar hefur lítið sem ekkert
spilað með Flensburg í vetur en
hann fékk langþráð tækifæri í
gær. Hann náði þó ekki að klára
leikinn því hann hneig niður átta
mínútum fyrir leikslok og var
sárþjáður.
„Ég var í loftinu og lendi eitt-
hvað illa og svo finn ég þennan
svakalega sársauka í innanverðu
lærinu og þeir halda að vöðvinn
sé rifinn í tvennt,” sagði Einar en
hann trúði því vart að hann væri
að lenda í enn einu áfallinu.
Á þessari stundu er alls óvíst
hversu alvarleg meiðslin eru en
Einar gæti verið frá í nokkrar
vikur eða mánuði.
„Þetta kemur betur í ljós í
rannsóknum á morgun í [dag] en
ég vil helst ekkert spá í hvað ég
verð lengi frá. Þetta lítur í það
minnsta ekki vel út. Þetta eru
þriðju alvarlegu meiðslin á einu
ári og ég er alveg búinn að fá nóg
af þessu,“ sagði Einar áður en
hann fór á hækjum út í bíl.
Líklega með rifinn lærvöðva
Alexander Petersson
var ekki nema skugginn af
sjálfum sér í gær og lék langt
undir getu. Hann var ekki par
sáttur eftir leik.
„Ég fann mig aldrei í leiknum
og á stundum fannst mér ég
hreinlega vera einhvers staðar
annars staðar. Þetta var fyrsti
leikurinn minn í Meistaradeild-
inni og það gegn stóru liði. Þetta
var svolítið erfitt og ég var ekki
alveg með sjálfum mér,“ sagði
Alexander, sem var ekki síður
ósáttur við síðari hálfleikinn.
„Fyrri hálfleikur var fínn en
þeir voru mun ákveðnari en við í
seinni og kaffærðu okkur
hreinlega á örfáum mínútum. Við
svekkjum okkur ekkert á þessu
enda verðum við sáttir við annað
sætið í riðlinum. Það er mikil-
vægari leikur um næstu helgi í
deildinni gegn Hamburg og við
byrjum að hugsa um hann núna,“
sagði Alex að lokum.
Fann mig aldrei