Fréttablaðið - 28.09.2007, Qupperneq 75
Brasilía tryggði sér sæti
í úrslitaleik HM í knattspyrnu
kvenna á móti Evrópumeisturum
Þýskalands með því að vinna 4-0
stórsigur á bandaríska lands-
liðinu.
Þær bandarísku lentu 2-0 undir
og spiluðu síðan allan seinni
hálfleikinn manni færri. Besta
knattspyrnukona heims, Marta,
skoraði tvö frábær mörk í
leiknum en hún er nú markahæst
í keppninni með sjö mörk í fimm
leikjum.
Þetta var fyrsta tap bandaríska
landsliðsins í þrjú ár og 51 leik en
með þessum sigri komst brasil-
íska liðið í sinn fyrsta úrslitaleik í
HM kvenna frá upphafi.
Brasilía burst-
aði Bandaríkin
Mikið hefur verið spáð
í hvort Svíinn Kent-Harry
Anderson verði áfram með
Flensburg eftir núverandi leiktíð
eða hvort honum verði skipt út
fyrir nýjan mann þegar
samningur hans rennur út næsta
sumar.
Þær vangaveltur verða
væntanlega senn á enda því flest
bendir til þess að Kent-Harry
verði áfram næstu tvö árin. Þetta
staðfesti Anders-Dahl Nielsen,
íþróttastjóri Flensburg, við
Fréttablaðið í gær.
„Við erum mjög ánægðir með
Kent-Harry og viljum endilega
halda honum áfram. Við erum í
samningaviðræðum við hann sem
stendur og vonandi getum við
gefið það út fljótlega að hann sé
búinn að skrifa undir nýjan
samning við félagið,“ sagði
Anders-Dahl við Fréttablaðið en
Svíinn hefur jafnað sig á þeim
veikindum sem plöguðu hann á
síðustu leiktíð.
Vilja hafa Kent-
Harry áfram
N1-deild karla í handbotla
Allir velkomni
r!
Þátttakendur á Vísindavöku
Stjörnu-Oddi Össur Hjartavernd ReykjavíkurAkademían MIRRA - Miðstöð innflytjendarannsókna Vísindahátíðin í Perugia
ORF Líftækni Hexia.net Hafrannsóknastofnun Orkustofnun Náttúrufræðistofnun Actavis Veðurstofa Íslands Háskólinn á Akureyri Háskólinn í Reykjavík
MATÍS Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA Stoð stoðtækjasmíði Landbúnaðarháskóli Íslands Nýsköpunarmiðstöð Íslands Marel Kíne Íslenskar orkurannsóknir
HÍ félagsvísindi - sálfræði HÍ raunvísindi - Jarðvísindastofnun HÍ félagsvísindi - mannfræði HÍ Rannsóknasetur um barna- og fjölskylduvernd HÍ Rannsóknastofa í næringarfræði
HÍ félagsvísindi - mannfræði HÍ verkfræði HÍ hugvísindi - japanska HÍ hugvísindi Vísindavefurinn HÍ lögfræði HÍ félagsvísindi - Þþjóðfræði HÍ hugvísindi - Asíufræði
Stofnun Árna Magnússonar HÍ Háskóli unga fólksins HÍ raunvísindi - sjávarlíffræði HÍ Evrópukeppnin Ungir vísindamenn Kennaraháskóli Íslands
Og sérstaklega fyrir káta krakka: Stjörnufræði, stjörnuskoðun o.fl.
MENNTAMÁLA
RÁÐUNEYTIÐ
IÐNAÐAR
RÁÐUNEYTIÐ
Fjölskylduhátíð í Listasafni Reykjavíkur 28. september
VÍSINDINVIÐ
STEFNUMÓT
VÍSINDAVAKA 2007
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Í DAG
KL. 17:00 - 21:0
0
Fram og Haukar gerðu
jafntefli 29-29 í hörkuleik í N1-
deild karla í Framhúsinu í gær-
kvöld, en fyrir leikinn voru bæði
lið búin að vinna fyrstu tvo leiki
sína í deildinni.
Leikurinn var mjög hraður og
skemmtilegur og það var lið Fram
sem var alltaf skrefinu á undan
Haukum þangað til í lok fyrri hálf-
leiks þegar lið Hauka náði í fyrsta
skipti forystu í leiknum og staðan
13-14 Haukum í vil í hálfleik.
Í seinni hálfleik voru það Fram-
arar sem fyrr sem leiddu leikinn
og var það ekki síst fyrir frábæra
frammistöðu Björgvins Páls í
markinu. Allt leit út fyrir sigur
Fram og liðið leiddi 29-27 þegar
lítið var eftir, en Haukar náðu á
einhvern ótrúlegan hátt að jafn
leikinn. Síðasta mark leiksins kom
með lokaskoti leiksins, þegar
Sigurbergur sveinsson stökk hátt í
loft upp og negldi boltanum
framhjá Björgvini í markinu. Loka-
tölur því 29-29 í ótrúlega spennandi
leik í Safamýrinni.
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, var að vonum sáttur með
jafnteflið úr því sem komið var.
„Þetta var mjög hraður leikur,
hátt tempó í sóknarleiknum og
skemmtanagildið mikið. Miðað við
hvernig síðustu mínúturnar
þróuðust er ég auðvitað sáttur
með jafnteflið og ef maður tekur
leikinn í heild sinni þá er jafntefli
kannski sanngjörn úrslit,“ sagði
Aron að lokum. -
Sigurbergur tryggði Haukum eitt stig