Fréttablaðið - 28.09.2007, Page 78
Þórhallur Gunnarsson, dag-
skrárstjóri RÚV, sýndi starfs-
mönnum sínum á miðvikudaginn
að hann er fær í flestan sjó.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
sem er þaulreynd fimleikakona,
skoraði á yfirmann sinn um
hvort þeirra gæti gengið lengra
á höndum um gólfin í Efstaleit-
inu. Og taldi fullvíst að hún væri
með pálmann í höndunum. Sam-
starfsmennirnir horfðu á sjón-
varpskonuna ganga um gólf á
höndunum og voru handvissir
um að Þórhallur gæti engan veg-
inn leikið þetta eftir. Og hvað þá
slegið Ragnhildi við.
En Þórhallur sýndi að hann er
síður en svo dauður úr öllum
æðum, setti hendurnar í gólfið
og gekk ekki eingöngu jafnlangt
heldur helmingi lengra en Ragn-
hildur, heila sex metra,
starfsfólkinu og keppinauti
sínum til mikillar undrunar.
Enda Þórhallur ekki beint þekkt-
ur fyrir að setja sig í fimleika-
stellingar.
Lengi býr hins vegar að fyrstu
gerð því samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins á Þórhallur sér
fortíð úr fimleikum, æfði íþrótt-
ina þegar hann var ellefu ára
með Gerplu og þótti kattliðugur
í leiklistarskólanum á sínum
yngri árum.
Hann vildi hins vegar ekki tjá
sig um málið þegar Fréttablaðið
leitaði eftir því.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Það var engin sérstök þörf fyrir
skóla eins og HA og ég held að
það hafi verið mistök að setja
hann á stofn.“
Þórhallur labbar á höndum
Ívar Guðmundsson og Arnar Grant
tóku upp sjónvarpsauglýsingu fyrir
prótínsúkkulaði sitt, Hreysti, á dög-
unum. Þeir fetuðu nokkuð bókstaf-
lega í fótspor boxhetjunnar Rocky.
„Við vildum endurgera hið ódauð-
lega æfingaprógramm sem Rocky
notaði í myndunum sínum fjórum,“
útskýrði Ívar en þeir félagar þykja
með hrikalegri mönnum á velli og
pössuðu því vel inn í hlutverkin.
Ívar og Arnar hófu leika í Naut-
hólsvíkinni í tveggja stiga hita, þar
sem þeir endurgerðu hlaupaatriði
úr þriðju myndinni um Rocky. „Svo
fórum við í gamla skemmu í Skútu-
vogi. Þar var settur upp boxhring-
ur, aðstaða til að sippa, upphífingar-
slá og fleira,“ útskýrði Ívar, sem
sagði ýmislegt hafa verið gert til að
finna sem Rocky-legust æfingaföt.
Næst ná leiðin í kæligeymslu, þar
sem Ívar og Arnar gengu í skrokk á
nautaskrokki.
„Hann var orðinn mjög meyr og
góður þegar við vorum búnir, við
vorum að spá í að kaupa hann,“
sagði Ívar hlæjandi.
Þrettán tíma tökunum lauk svo
við Flensborgarskólann í Hafnar-
firði, þar sem tökuliðið reyndi að
endurskapa hið víðfræga atriði
þegar Rocky hleypur upp tröppurn-
ar við listasafnið í Philadelphia.
„Það verður að viðurkennast að það
var farið að síga svolítið í okkur
undir lokin. Daginn eftir var eins og
það hefði verið gengið yfir mann,“
sagði Ívar og hló við. Auglýsingin
fer í sýningar á næstu vikum.
Ívar og Arnar Grant munda byssurnar
„Við sáum þarna einfaldlega kær-
komið tækifæri og vildum taka
þátt í því endurreisnarstarfi sem
hefur verið í gangi í Þingholtun-
um,“ segir bæjarfulltrúinn Eyþór
Arnalds en hann og eiginkonan
Dagmar Una Ólafsdóttir keyptu í
sumar hundrað ára gamalt timbur-
hús við Þingholtsstræti 21. Hjónin
hafa sótt um leyfi hjá skipu-
lagsfulltrúa Reykjavíkurborgar
fyrir því sem Eyþór segir vera
„gagngerar endurbætur á húsinu í
anda upphaflegrar hönnunar þess“
en eignin mun stækka töluvert og
verður 420 fermetrar þegar þeim
framkvæmdum er lokið. „Sumir
kaupa sér sumarbústað í sveitinni
en við snúum dæminu við því
þetta verður eiginlega okkar
„bústaður“ í borginni,“ bætir
Eyþór við, sem alla jafna býr í
sveitasælunni í Árborg.
Að sögn Eyþórs var húsið í
hálfgerðri niðurníðslu þegar þau
keyptu það en hjónin ætla að
bretta upp ermarnar við að koma
því aftur í sitt upprunalega horf.
„Við ætlum ekki að ráðast í
einhverja nútímavæðingu og niður-
rifsstarfsemi,“ segir Eyþór.
Hjónin hafa fengið arkitektinn Pál
Bjarnason til liðs við sig en hann á
meðal annars heiðurinn af endur-
reisn Iðnó. „Að rífa ný hús virðist
vera í tísku og kemur sennilega
betur út á Excel-skjali,“ segir
Eyþór.
Bæjarfulltrúinn í Árborg vildi
ekki gefa upp hversu mikið hann
hefði borgað fyrir eignina en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er fermetraverðið í Þingholtunum
með því hæsta í höfuðborginni og
getur farið upp í allt að þrjú
hundruð þúsund. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst er venjan
að óskað sé eftir tilboðum í eignir
á þessu svæði en fastlega má gera
ráð fyrir því að verðið hafi ekki
verið undir 100 milljónum. Með
fyrirhugaðri stækkun verður það
hins vegar ríflega 120 milljóna
króna virði.
Eyþór segist vera lítið smeykur
við meintan miðbæjarskríl í 101
enda séu engir veitingastaðir eða
ölstofur í næsta nágrenni. „Og svo
er fólk náttúrlega svo misjafnt.
Við erum til að mynda ekki mikið
á ferli eftir kvöldmat,“ segir
Eyþór.