Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 04.10.2007, Page 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Fjölmargar stofnan- ir ríkisins eiga í erfiðleikum með að fylgja fjárlögum, og tólf þeirra voru með samtals 221 milljón króna í yfirdráttarskuld í árslok 2006. Þetta kemur fram í endur- skoðun Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi ársins 2006. Ríkisendurskoðun bendir á að stofnunum sé ekki heimilt að fjár- magna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningum, heldur eigi að færa halla sem tímabundna skuld við ríkissjóð. Árni M. Mathiesen sagði í viðtali við Fréttablaðið nýverið að til stæði að breyta framkvæmd fjár- laga, meðal annars með þeim hætti að stofnanir geti tekið lán hjá ríkis- sjóði til að sleppa við yfirdrátt og dráttarvexti af skuldum. Alls fóru 75 ríkisstofnanir meira en fjögur prósent fram úr fjár- heimildum á árinu 2006, samtals um 14 milljarða króna. Rúmur helmingur stofnana átti meira en fjögur prósent heimilda ónýtt. Stofnanir ríkisins eru um 450. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að taka eigi af festu á þeim stofnunum sem fari meira en fjög- ur prósent fram úr heimildum, annaðhvort með því að ganga eftir því að þær dragi úr útgjöldum eða með því að hækka heimildir. Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur batnað verulega undanfarin tvö ár vegna mikils afgangs sem verið hefur á rekstri hans, segir í skýrsl- unni. Með 221 milljón í yfirdrátt George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti neitun- arvaldi sínu í fjórða sinn í gær. Þar með felldi hann frumvarp sem hefði bætt verulega heilbrigðistryggingar barna. Með því að beita neitunarvaldi sínu á frumvarpið gengur Bush gegn vilja beggja flokka, bæði andstæðinga í Demókrata- flokknum og samherja í Rep- úblikanaflokknum. Bush reyndi að vekja sem minnsta athygli á málinu, boðaði til dæmis ekki til blaðamanna- fundar eins og áður þegar hann hefur beitt neitunarvaldi. Beitti neitunar- valdi enn á ný Þrjú þúsund manna evrópskt friðargæslulið kann að verða sent til grannlanda Darfúr-héraðs í Súdan jafnvel strax í næsta mánuði. Frá þessu greindu franskir embættismenn í gær, en Frakkar hafa tekið sér forystuhlutverk í verkefninu. Því er ætlað að veita vernd hundruðum þúsunda flótta- manna og öðrum óbreyttum borgurum sem líða fyrir ástandið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði í síðustu viku blessun sína yfir að evrópskt gæslulið yrði sent til Tsjad og Mið-Afríkulýðveldisins. Sam- kvæmt reglum SÞ mun liðið hafa umboð til að „grípa til aðgerða gegn öllum vopnuðum hópum ... sem ógna óbreyttum borgurum,“ sagði franskur erindreki. Senda evrópskt friðargæslulið 64,5 prósent vilja að Ólafur Ragnar Grímsson haldi áfram sem forseti þegar kjör- tímabili hans lýkur á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. 35,5 prósent sögðust vilja fá nýjan forseta. Samkvæmt könnuninni vilja fleiri karlar en konur fá nýjan forseta þegar kjörtímabili Ólafs lýkur næsta ár. 37,3 prósent karla vilja nýjan forseta og 33,7 pró- sent kvenna. Þá eru aðeins fleiri sem búa á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu sem vilja að Ólafur Ragnar haldi áfram, en munur- inn eftir búsetu er lítill. 65,8 pró- sent íbúa á landsbyggðinni vilja að hann haldi áfram en 63,7 pró- sent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur munur er á afstöðu fólks til þess hvort Ólafur Ragnar eigi að halda áfram eftir stjórn- málaskoðunum, en hafa verður í huga að misjafn fjöldi liggur að baki hvers flokks og skekkju- mörk því misjöfn. Kjósendur Vinstri grænna eru þeir sem helst vilja að Ólafur Ragnar haldi áfram, en 76,8 pró- sent þeirra sem segjast kjósa þann flokk vilja ekki að Ólafur hætti. Þá segjast 70,7 prósent þeirra sem ekki gefa upp stjórn- málaflokk og 70,2 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna vilja að Ólafur sitji sem forseti fjórða kjörtímabilið. 65,0 prósent kjós- enda Frjálslynda flokksins og 50,0 prósent kjósenda Framsókn- arflokksins vilja Ólaf sem for- seta næsta kjörtímabil. Ólafur hefur minnstan stuðning meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 48,8 prósent þeirra vilja að Ólafur sitji áfram á Bessastöð- um. Meirihluti þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn vill því nýjan forseta samkvæmt þessu, en munurinn er afar tæpur. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 29. sept- ember. Spurt var; Þriðja kjörtíma- bili Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýkur á næsta ári. Viltu að hann sækist eftir því fjórða, eða viltu fá nýjan forseta? 86,6 pró- sent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Þá var spurt; Hver viltu að verði næsti forseti ef Ólafur Ragnar Grímsson býður sig ekki fram? Einungis 15 pró- sent tóku afstöðu til þeirrar spurn- ingar og eru því tölulegar upplýs- ingar ekki birtar og nöfnum þeirra sem oftast voru nefnd er raðað í stafrófsröð. Helmingur hægri- manna styður Ólaf Tæplega 65 prósent vilja að Ólafur Ragnar Grímson verði forseti íslenska lýð- veldisins fjórða kjörtímabilið í röð. Tæplega 36 prósent vilja fá nýjan forseta. Heldur fleiri konur en karlar vilja að Ólafur verði áfram á Bessastöðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.