Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 26

Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 26
greinar@frettabladid.is MARKAÐURINN á www.visir alla daga F ramlag talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra bar vott um ágæta snerpu. Hins vegar má ekki líta á þá sem eina heild. Staða hvers þeirra um sig er í eðli sínu ólík. Stjórnarflokkarnir hafa tvo þriðju hluta kjósenda á bak við sig. Þegar af þeirri ástæðu er fullkomlega óraunhæft að andstöðuflokkarnir myndi bandalag með það markmið að taka við af stjórninni. Þessi staða setur andstöðunni nokkrar skorður. Að auki eru flokkarnir málefnalega ólíkir. Á síðasta kjörtímabili höfðu stjórnarandstöðuflokkarnir raunhæfan möguleika á að ná meiri- hluta. Þrátt fyrir það gerðu þeir ekki formlegt bandalag þannig að kjósendur gætu valið milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hefði þó getað verið sterkur leikur; en vitaskuld áhættusamur fyrir Samfylkinguna. Reynslan leiddi þá áhættu í ljós. Við ríkjandi aðstæður verður ekki séð að nokkur tilgangur sé í pólitísku bandalagi milli stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir hljóta hver með sínu lagi að freista þess að reka fleyg á milli stjórnar- flokkanna. Að sama skapi þarf það að gerast með lagni þannig að samstarfsdyr lokist ekki. Andstöðuflokkarnir eiga einfaldlega ekki annarra kosta völ um markmið en að opna á möguleika til samstarfs við annan hvorn stjórnarflokkanna í framtíðinni. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er sterki aðilinn í andstöð- unni eins og málflutningur Steingríms Sigfússonar bar vott um við stefnuumræðuna. Á síðasta kjörtímabili hélt flokkurinn sig of langt til vinstri til þess að vera fýsilegur samstarfskostur fyrir meginhluta Samfylkingarinnar. Ætli flokkurinn að opna þessa stöðu þarf hann að færa sig nær miðju en um leið að ala á óánægju í vinstra armi Samfylkingarinnar með samstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn. Þetta er ekki vafningalaus pólitísk hernaðarlist. Framsóknarflokkurinn er í sýnu meiri vanda. Hann þarf að færa sönnur á að hann hafi hlutverk og tilgang í framtíðinni. Uppreisnin gegn þeirri skynsamlegu stefnu Halldórs Ásgríms- sonar að móta stefnufastan frjálslyndan flokk hefur skilið flokk- inn eftir í málefnalegu uppnámi. Satt best að segja komu mark- mið eða keppikefli flokksins ekki skýrt fram í umræðunni. Sennilegasta ályktunin sem draga má af málflutningi fram- sóknarmanna í stefnuumræðunni er þó sú að þeir keppi að því að sannfæra kjósendur um að flokkurinn sé nauðsynlegt þriðja hjól undir vinstri stjórn. Vandinn er sá að kjósi þjóðin að fá vinstri stjórn eftir næstu kosningar er eins líklegt að hún telji betra að slík stjórn verði tveggja flokka. Sá möguleiki gæti hugsanlega opnast ef VG færir sig nær miðjunni. Þetta er hættan sem blasir við Framsóknarflokknum. Þó að Frjálslynda flokknum hafi tekist að fá öflugan þingmann kjörinn í Reykjavík er hann eigi að síður í þeirri stöðu á þessu kjörtímabili að þurfa að berjast fyrir framhaldslífi sínu. Umræð- an sýndi að flokkurinn hefur ekki enn fundið fjöl til að standa á í þeirri baráttu. Heildarniðurstaðan er sú að tiltölulega fáliðuð stjórnarand- staða sýndi í stefnuumræðunni að hún getur haldið uppi þrótt- miklum málflutningi. Innan hennar er hins vegar enn margt á huldu um framtíðar pólitísk markmið einstakra flokka. Á hinn veginn er ekki rökrétt að kalla eftir samhljómi í málflutningi þeirra. Markmiðin? Ríkisstjórnir Norður-Kóreu og Kúbu eiga sitthvað sameigin- legt, þar á meðal þetta: önnur hefur hangið við völd með ofbeldi um margra áratuga skeið og ríghaldið fólkinu í ólýsanlegri fátækt fyrir velvild Kínverja, hin fyrir óvild Bandaríkjastjórnar. Búrma er annað mál. Herfor- ingjastjórnin þar situr að vísu í skjóli Kínverja og hefur gert það síðan 1962, en þeir halda henni samt ekki uppi, enda er ekki til að dreifa nánu sögulegu sambandi milli landanna líkt og milli Kína og Kóreu. Búrma stóð fyrir sínu fyrir miðbik síðustu aldar, landið var þá helzti hrísgrjónaútflytjandi heimsins í tonnum talið og þótti standa feti framar en Taíland á næsta bæ við. Búrma hafði háð þrjár styrjaldir við Breta á nítjándu öld og féll undir brezk yfirráð 1885. Bretar stjórnuðu Búrmu líkt og Indlandi, bæði vel og illa, svo að fólkið í Búrmu brauzt að endingu undan veldi þeirra 1948 meðal annars fyrir tilstilli munka, sem hafa frá fornu fari notið mikillar virðingar meðal fólksins og haldið sig frá stjórnmálum. Lýðræðið stóð ekki lengi. Herinn rændi völdum í Búrmu 1962 og hefur hangið á þeim æ síðan eins og hundur á roði. Herforingjastjórnin þjóðnýtti helminginn af hagkerfinu, þjarmaði að fólki og fyrirtækjum á alla lund og einangraði landið frá umheimin- um. Herforingjarnir lýstu göngu sinni – og lýsa henni enn! – sem „sigurgöngu til sósíalisma“. Fram yfir 1970 héldu margir þeirra, sem fylgdust með Búrmu úr fjarlægð, að allt væri með felldu. Þá vissu menn minna um eyðilegg- ingarmátt áætlunarbúskapar í andstöðumerkingu við blandaðan markaðsbúskap. Á þeim árum stóðu margir hagfræðingar í þeirri trú, að til langs tíma litið gæti miðstýr- ing leitt til meiri hagvaxtar en markaðsbúskapur, ekki sízt í fátækum löndum, en flestir viðurkenndu þó, að mannréttindum væri áfátt í sósíalistaríkjum. Þjóðhagsreikningar virtust renna stoðum undir þessa skoðun: vöxtur Búrmu virtist viðunandi og sambærilegur við Taíland. Menn hefðu þó átt að heyra viðvörunar- bjöllur hringja, þegar þess varð vart, að útflutningur frá Taílandi óx hröðum skrefum og utanríkisvið- skipti Búrmu drógust saman ár frá ári. Smám saman byrjuðu vísbend- ingarnar um hnignun Búrmu að hrannast upp. Munurinn á Búrmu og Taílandi varð sífellt áþekkari þeim mun, sem blasti við ferða- mönnum á landamærum Sovétríkj- anna og Finnlands: að snúa aftur til Bangkok frá Rangún var eins og að koma heim og fá ferskt loft í lungun. Þannig leið mér, þegar ég sneri aftur til Bangkok að lokinni tveggja vikna vist í Rangún í embættis- erindum vorið 1978. Búrmversku embættismennirnir, sem ég vann með, voru fyrsta flokks, fágaðir, flinkir og vel menntaðir í brezkum háskólum, en herforingjarnir, yfirboðarar þeirra – ég hitti nokkra – virtust ekki hafa neitt til brunns að bera annað en óheflað yfirbragð (og vopn). Landið var í hraðvaxandi niðurníðslu. Á bezta hótelinu í borginni voru sporðdrekar í rúmun- um og rottur í lyftunum. Mig dauðlangaði í mangó á morgnana, því að morgunverðurinn var óætur, en á matseðlinum voru engir ávextir, þótt greinar trjáanna fyrir utan gluggann á matsalnum svignuðu undan safaríkum þunga ávaxtanna. Ég benti þjónunum á trén, en þeir sáu ekki samhengið. Búrmu fór aftur, Taíland brunaði áfram, og bilið hélt áfram að breikka. Utanríkisviðskipti Búrmu héldu áfram að drabbast niður og einnig fjárfesting, þveröfugt við Taíland. Svipaða sögu er að segja af menntamálum. Tiltölulega fleiri sækja nú háskóla í Taílandi (43 prósent af hverjum árgangi) en framhaldsskóla í Búrmu (40 prósent). Háskólarnir í Búrmu hafa staðið lokaðir langtímum saman, þar eð stúdentarnir styðja andóf munkanna gegn herforingjastjórn- inni. Aung San Suu Kyi, sem leiddi Lýðræðisbandalagið til yfirburða- sigurs í almennum þingkosningum 1990, hefur síðan þá setið í stofufangelsi í tólf ár með hléum. Spillingin æðir áfram, hún er miklu meiri en í Taílandi. Búrma er umsvifamikill útflytjandi eiturlyfja, líkast til fyrir milligöngu herforingjastjórnarinn- ar, enda hefur hún alla þræði efnahagslífsins í hendi sér. Sama máli gegnir um ólöglegan útflutn- ing þjóðminja frá Búrmu. Nú er svo komið, að mikill hluti fólksins í Búrmu myndi þakka fyrir að fá að draga fram lífið á einum dollara á dag, því að þjóðartekjur á mann í landinu eru nú ekki nema 175 Bandaríkjadollarar, eftir því sem næst verður komizt, það gerir fimmtíu sent á dag, sem er sextándi partur af tekjum á mann í Taílandi. Herforingjarnir skiptu um nafn á landinu 1989 og skírðu það Mjanmar. Líklegt virðist, að eitt af fyrstu verkum nýrrar lýðræðis- stjórnar verði að taka aftur upp enska nafnið Búrma til að afmá sem allra flest af fingraförum herforingjanna. Munkar og skunkar Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa nú verið kynntar. Það er ótrúlegt hvað einstaka ráðherrar eru ánægðir með þennan gjörning, telja þessar aðgerðir mestu og bestu verk allra tíma í Íslands- sögunni, en fólkið sem þarf á aðstoð að halda má éta það sem úti frýs. Viðhald á opinberum byggingum upp á einn milljarð, bætt fjarskipti, fjármagn í samgöngur, svokölluð flýtimeðferð – þetta er allt einn brandari. 10,5 milljarðar eiga að koma á þremur árum. Auðlindagjald tekið af í að minnsta kosti tvö ár upp á 900 milljónir og á sama tíma geta sægreifar leigt þorskkíló á 240 kr., en geta ekki borgað 90 aura af hverju kílói. Hafnir landsins eiga að fá 750 milljónir. Það hefðu verið alvöru mótvæg- isaðgerðir að setja allan fisk inn á fiskmarkaði, sem hefði gefið hærri hafnargjöld til allra hafna landsins, hærri útsvör til sveitarfélaganna, hærri skatt til ríkisins, laun sjómanna hefðu hækkað um 30-40% og smærri fyrirtæki sem ekki eiga veiði- heimildir eiga þá sömu möguleika og aðgang að auðlindinni, það er að segja fiskinum í sjónum. Það þarf að stunda meiri rannsóknir á hafinu og lífríki þess, það þarf að styrkja tilrauna- veiðar á krabbategundum og ýmsum skeldýrum. Niðurskurður á veiðiheimildum leiðir miklar hörmungar yfir sjávarbyggðir landsins. Sú staðreynd að það eru margir þorskstofnar við landið þýðir að það þarf að stokka upp stjórn fiskveiða alveg frá grunni og við verðum að nýta alla þorskstofna hringinn í kringum landið. Það er ekki hægt að flytja veiðiheimildir milli landshluta, þá er verið að ofveiða sums staðar jafnvel og vannýta aðra stofna. Það verður að breyta þessu brjálaða fiskveiðistjórnunarkerfi. Kvótakerfið hefur ekki byggt upp fiskistofnana – skuldir sjávarútvegsins aldrei verið hærri, eða um 300 milljarðar, og þess verður að geta að útflutnings- tekjur af sjávarútvegi eru ekki nema 130 milljarðar. Það er hægt að ná miklu meiru upp úr hafinu ef stjórnunin er í lagi og nýtingin rétt. Gengismál skipta miklu máli fyrir sjávarútveginn sem og önnur fyrirtæki í landinu. Atvinnulífið þarf stöðugleika í gengismálum og auðvitað þarf að ræða á opinskáan hátt peningamál þjóðarinnar og aðild að ESB. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki ganga í takt í þessum málum frekar en öðrum. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Stokkum upp fiskveiðistjórnun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.