Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 27
Hólmfríður Anna Baldursdóttir lét hanna
Mischu Barton-kjól á sig í Víetnam.
Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi
Unicef á Íslandi, skellti sér í sumarfrí til Víetnams í
fyrra. Þar kom hún meðal annars við í bænum Hoi
An og gerði kostakaup þegar hún lét sauma á sig
silkikjól í anda leikkonunnar Mischu Barton.
„Þessi bær er svolítið sérstakur þar sem maður
getur ekki keypt neitt nema sérsniðin föt, skó eða
skartgripi,“ útskýrir Hólmfríður, eða Anna eins og
hún er kölluð. „Þú getur til dæmis ekki bent á eitt-
hvað í búðarglugga og fengið það, heldur verður
maður fyrst að láta taka málin af sér og láta svo sér-
gera hlutinn.“
Anna var síðan einhverju sinni stödd í verslun
einni þar sem hún blaðaði í tískutímaritum á meðan
hún beið eftir fatnaði, þegar hún rak augun í silkikjól
sem hún bara varð að eignast. „Mischa Barton var í
kjólnum á einni forsíðunni og hann var í einu orði
sagt fullkominn, hvort sem það var litasamsetningin
á silkinu, dúkkulegt sniðið, mittisborðinn eða v-laga
hálsmálið. Þetta var ást við fyrstu sýn. Ég spurði
klæðskerann í hvelli hvort hægt væri að gera svona
kjól og það reyndist ekkert mál. Svo var allt til í
hann, meira að segja silki í sama lit. Hann varð alveg
eins og fyrirmyndin og smellpassaði á mig.“
Anna hafði kjólinn með sér heim til Íslands og
hefur klæðst honum við fjölmörg tækifæri og vekur
hann jafnan athygli þótt hingað til hafi enginn ruglað
henni saman við Mischu Barton. Enda vill Anna fyrir
enga muni líkjast leikkonunni og segir aðdáun sína á
henni ekki ná lengra en til fatasmekksins, þótt vissu-
lega sé hún snoppufríð snót.
Ást við fyrstu sýn
Kynnig í dag í Ou
tlett Faxafeni 10
Auglýsingasími
– Mest lesið