Fréttablaðið - 04.10.2007, Blaðsíða 31
Kísilvandamál er víða þekkt á Íslandi og vefst það oft fyrir fólki hvernig
skuli losna við þetta vandamál. Allt í drasli mælir með efni sem heitir
Sparcreme, ræstikremi með plastkornum sem fæst í Besta, Ármúla 23.
Hristið brúsann vel sprautið litlu magni af kreminu í einu á þurran flöt-
inn og nuddið vel með Vileda-teflonsvampi þar til efnið verður að dufti.
Strjúkið síðan yfir með þurrum klút til að fá gljáann.
Hristið brúsann vel, sprautið litlu magni í einu á þurran flötinn og nudd-
ið með þurrum bleiuklút þar til kremið verður að dufti. Þá hverfa öll
dropaför af krómi og gleri.
Hristið brúsann vel, sprautið litlu magni í einu á þurran flötinn og nudd-
ið með Vileda-baðsvampi.
Uppsöfnuð fita, sót og önnur erfið óhreinindi geta verið til vandræða.
Allt í drasli hefur lausn á því. Speedball-krafthreinsir ræður vel við fitu,
sót, túss, skósvertu og mörg önnur erfið óhreinindi.
Úðið efninu á innréttinguna og strjúkið yfir með þurrum klút. Ef fastir
blettir eru til staðar er gott að láta efnið liggja á í um 2 mínútur. Varist
að nota efnið á vatnsmálningu þar sem efnið getur deyft litinn í málning-
unni. Speedball-krafthreinsirinn fæst í Besta í Ármúla
F U L L M Ó T A Ð U
P E R S Ó N U L E I K A
H E I M I L I S I N S
H Ö N N U N - R Á Ð G J Ö F - Þ J Ó N U S T A
Mímisvegur 2006
Síðumúla 35 108 Reykjavík Sími 517 0200 heild@heild.is www.heild.is