Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 46
Skáldið yrkir í fyrstu persónu ein- tölu, ég er rödd skáldsins og aðal- persónan í öllum ljóðunum. Auka- persónurnar eru tvær; þú og náttúran. Þessir þrír meginstreng- ir mynda fléttu bókarinnar og þótt persónurnar séu þar vissulega veraldlegar og tilfinningarnar persónulegar, og þótt ljóðin geri ekki strangt tilkall til frekari túlk- unar, er fólgið í þeim annað merk- ingarsvið þar sem ég er „utan vegar, innantómur“ maðurinn, þú ert almættið og birtingarmynd þess í náttúrunni „lind á heiði“, og náttúran (jörðin) er himinninn og hafið sem skolaði þeim saman og skildi þá að, skaparann og mann- inn hans. Liðin tíð. „Sagan“ er einföld og falleg; þú er minning úr fortíð, líf og dauði í senn, horfin ást, veröld sem var; fegurð, kærleikur, hlýja, hug- hreysting, uppspretta, óður, ástríða ... „síðan fórst þú“ (7) „þá hvarfst þú“ (25) „hafið skilur okkur að“ (9 - 43) og æ síðan „feta ég myrka mannheima“ (42) – til- veran er „vægðarlaust myrkur“ (7), „nótt í hjarta“ (44), nýróman- tísk angist, áþján í „sálarkima“; einsemd, sársauki, tár, söknuður og sorg. Varla von. Saga um aðskilnað, mjög sára burtför, djúp tilfinning og prýðilegur skáld- skapur. Trúverðug tjáning á „hausti í hjarta“, „neyðarkalli“ einmana sálar – þar sem skáldið opnar líka strax í upphafi rifu til frekari vídda og gefur lesanda sínum færi á tvíræðri og/eða tvö- faldri merkingu, t.d. með „sefi“ í upphafsbæninni (5) og gullfallegu ljóði (lykilljóði?) þar strax á eftir (6) með hringlaga heimstákni (jörðin er rétt) og stígum til stjarna (blóðugum bakvið orðin) – uppúr svartnættinu og sálarkvöl- inni á yfirborðinu. Sýn skáldsins á náttúruna er næstum tegundarhrein hjarð- rómantík, óendurskoðaður Rouss- eau og siðavönd íslensk (norræn) sveitasæla; sköpunarverkið er grallaralaust, viðmiðun án hlið- stæðu; fegurð, friður, samræmi, ilmur, næring, vöxtur – gagnvart náttúrunni stendur maðurinn „töfraður“ (18) en einnig „illur“ (17) og „tómur“ (35) og reynir í vanmætti að apa eftir með „ópum tómlætis og trega“ (30). En náttúr- an er hreinn lífskraftur og nándin frjóvgar manninn; tómleikinn býr við „götunnar gný“ (28), „fíflskap- ur torga fóstrar mig“ (29) and- varpar skáldið og stynur á hörðu malbikinu. Enginn óskapnaður í sveitinni, Ó tempóra! í borginni. „Höfug sólin signir daginn“ (37), „hylurinn er tær“ (39), „blámyrk nóttin ber sinn galdur“ (34), „úðinn vekur líf“ (27); lindin streymir þolinmóð og brynnir hinu eilífa smáblómi allt til hafs – og skáldið þráir að fanga samræmið, þráir að gera söng hafsins að sínum, óskar sér afródízkrar endurfæðingar og samruna við femínískt flæði móður jarðar (12-13). Glittir jafn- vel í gömul tákn um lóðrétta og lárétta kynorku, strauminn sem líður og breytist og ógnar (kvk) andspænis hörðu og óhagganlegu efni sem stendur vörð um stig- veldið og vísdóm keðjunnar (kk). Eða bara ég og þú og blessað land- ið baðað sólu og fossi í „heiðblá- um“ mýrdal. Arfur liðinna alda eða eldi frá uppvexti skáldsins? Ugglaust hvort tveggja. Höfundur er orð- var, myndmálið einkennist af sparsemi og hófi (til samræmis við aðsjálni móður jarðar) – ásamt heiðarleika gagnvart dauðadjúp- um söknuði sem kallar á sterkari liti og djarfari líkingar en gáruð lindin ein getur látið í té. En þótt skáldamálið sé ekki frumlegt (til samræmis við forna mynd af móður jörð) og ímyndunaraflið jarðbundið (þótt bragurinn sé frjáls) er röddin trúverðug og bókin heilsteypt. Lotningin er ekta. Vægðarlaust myrkur Ákveðið hefur verið að auka enn hlut Klais-orgelsins stóra í helgihaldinu við Hallgrímskirkju með því að bjóða upp á orgel- andakt í Hallgrímskirkju fyrsta laugardag hvers mánaðar. Klais-orgelið hefur skipað veigamikinn þátt í reglulegu helgihaldi við kirkjuna frá því það var vígt í desember 1992 og er óhætt að fullyrða að koma þess hafi verið vendipunktur í íslenskri kirkjutónlistarsögu. Orgelandaktin fer þannig fram að leikið er á Klais-orgelið auk þess sem lesið úr ritningunni og er efni tónleikanna tengt tímabili kirkjuársins hverju sinni. Umsjón með þessum stundum hefur Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Hallgrímskirkju. Björn Steinar segir formið á tónleikunum vera þekkt. „Svona tónleikastundir eru haldnar í kirkjum víða um heim og því þótti okkur upplagt að taka það upp hér í Hallgrímskirkju til þess að auka enn á aðgengi þeirra sem vilja hlýða á orgeltónlist.“ Fyrsta orgelandaktin verður næstkomandi laugardag kl. 12. Þar mun Björn Steinar leika verk eftir Johann Sebastian Bach og Sigfried Karg-Elert, sem er þýskt tónskáld frá rómantíska tímabil- inu. Ókeypis er á hverja orge- landakt og eru allir velkomnir. Orgelandakt MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200 KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLÖÐVER F A B R I K A N FRUMSÝNING Í KVÖLD AÐRIR SÝNINGARDAGAR: 6., 10., 12., 14. OG 19. OKTÓBER á K r i ng l u k r ánn i f ö s t u d a g i n n 5 . o k t ó b e r o g l a u g a r d a g i n n 6 . o k t ó b e r E y j a s t uð . . . f r á V e s t m a n n a e y j u mLogar E i n e l s t a og mes t a r o k kh l j óms ve i t l a nd s i n s Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.