Fréttablaðið - 04.10.2007, Síða 48
Kvikmyndin The Last
Winter var frumsýnd í vik-
unni hér á landi en hún er
einstök að því leyti að þetta
er ein örfárra erlendra
mynda sem tekin er upp hér
á landi með íslensku töku-
liði eingöngu.
Myndin gerist í óbyggðum Alaska
þegar Bandaríkjamenn eru farnir
að bora eftir olíu í auðninni. Eitt-
hvað fer úrskeiðis þegar kemur í
ljós að það er meira en bara svarta
gullið sem leynist undir íshellunni.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara hinn góðkunni og margverð-
launaði leikari Ron Perlman og
James LeGros sem áhorfendur
Skjás eins gætu kannast við úr
sjónvarpsþáttununum Sleeper
Cell.
Leikstjórinn Larry Fessenden seg-
ist aðallega gera hryllingsmyndir
en hann hefur einnig verið töluvert
fyrir framan myndavélarnar sem
leikari. „Ég er yfirleitt ráðinn út á
útlitið,“ segir Larry. „Oftast fæ ég
hlutverk eiturlyfjasjúklinga,
glæpamanna eða geðsjúklinga af
því að það vantar í mig eina tönn,“
heldur Larry áfram en meðal
mynda þar sem hann hefur sést í
má nefna Bringing Out the Dead
eftir Martin Scorsese þar sem
hann lék kókaínsjúkling.
Larry og félagar ætl-
uðu í fyrstu ekkert að
koma til Íslands heldur
fóru og skoðuðu aðstæð-
ur í Alaska en komust
að því að þar var engin
leið að gera kvikmynd
í fullri lengd. Þaðan
var haldið til Kanada
en Larry leist ekkert á
útlitið þar. „Framleið-
andinn minn þekkti til
Sigurjóns Sighvats-
sonar og stakk upp
á því að halda til
Íslands og sjá hvað landið hefði
upp á að bjóða,“ útskýrir Larry
sem segist lítið hafa þekkt til
Íslands, annað en það sem hann
kallar klisjur, „að hér væru bara
víkingar sem drykkju bjór“.
En leikstjórinn má vart vatni
halda yfir dvöl sinni hér á landi.
Segir það hafa verið stórkostlega
upplifun og að starfsfólkið hafi
verið ótrúlega samvinnuþýtt.
„Myndin krafðist líkamlegs erfiðis
við harðneskjulegar aðstæður en
það heyrðist aldrei múkk frá
Íslendingunum,“ segir Larry. „Í
Bandaríkjunum hefði verið kvart-
að og kveinað en hér voru hlutirnir
bara gerðir. Auk þess skildi ég
aldrei hvað Íslendingarnir voru að
segja. Mér skilst reyndar að allir
Ameríkanarnir hafi verið upp-
nefndir en uppnefnin eru
flest óprenthæf,“ bætir
leikstjórinn við og skelli-
hlær.
Larry segist iðulega fá til-
boð frá Hollywood eftir
hverja kvikmynd en áhug-
inn fjari fljótlega út, endist ekki
nema í eina viku. En það virðist
ekki koma að sök, hann hefur nóg
fyrir stafni og stundum jafnvel
meira en það. „Og þá getur það
bitnað all svakalega á bankabók-
inni,“ segir Larry og hlær.
Og eins og kvikmyndagerð sé
ekki yfirdrifið nóg þá segist Larry
hafa mikla þörf til að bjarga heim-
inum. Leikstjórinn hefur nefnilega
haldið úti vefsíðu sem berst gegn
hlýnun jarðar en þeirri baráttu
hefur hann sinnt síðastliðin sextán
ár. Aðspurður hvort hann væri
ekki hræddur um að þetta væri
allt saman bara plat, eins og marg-
ir vísindamenn vilja halda fram,
sagði hann svo ekki vera. „En ef
það væri svo yrði það mjög gott
fyrir okkur öll og það yrði ekki
erfitt að kyngja þeirri staðreynd,“
segir Larry og talið berst þaðan
yfir í hið pólitíska hlutverk hryll-
ingsmyndanna sem leikstjórinn
segir alls ekki vera nýtt af nálinni.
„Hryllingsmyndir hafa alltaf end-
urspeglað mestu hræðslu áhorf-
enda. Invasion of the Body
Snatchers fjallaði um hræðsluna
við kommúnista og það er kannski
kaldhæðni örlaganna að flestar
bandarískar hryllingsmyndir
fjalla um pyntingar í ljósi umræð-
unnar um pyntingar bandaríska
hersins í Írak og Guantanamo.“
Leikstjórinn Peter Morgan hefur
mikinn hug á því að klára þríleik-
inn um fyrrverandi forsætisráð-
herra Bretlands, Tony Blair.
Fyrsta myndin, The Deal, var
sýnd á Channel 4 árið 2003 en
önnur myndin, The Queen, sló
eftirminnilega í gegn í fyrra og
hlaut Helen Mirren meðal annars
Óskarsverðlaunin sem besta leik-
konan í aðalhlutverki.
Samkvæmt Variety vill Morgan
nú gera þriðju og síðustu myndina
um valdatíð Blairs og á hún að
fjalla um það hvernig samskipti
Bandaríkjanna og Bretlands
breyttust eftir að Bill Clinton lét
af embætti og George W. Bush tók
við. „Morgan sér þarna mjög
mikilvægan þátt í breskri sögu og
langar til að klára þennan þríleik
sinn,“ sagði framleiðandinn Andy
Harries en þeir unnu saman að
gerð The Queen. Talið er líklegt
að Martin Sheen endurtaki leikinn
sem Blair en óvíst er hvort Helen
Mirren birtist aftur í hlutverki
Elísabetar.
Þríleikur um Blair
Vill leika á móti Vigdísi Finnbogadóttur
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.