Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 04.10.2007, Qupperneq 49
Eitt af því skemmtilega við kvik- myndahátíð er að ramba inn á eitt- hvað fyrir forvitnissakir. Það er hins vegar minna gaman þegar myndin sem maður lendir á er „Andlit fíkjutrésins“. Þetta er frumraun leikstjórans Kaori Momoi, og ber það mjög með sér. Litir eru bjartir og allt er frekar krúttkynslóðarlegt og meinlaust og manni liggur við að segja tilgangslaust. Hlutir eru látnir gerast „af því bara“, án þess að hægt sé að sjá hvers vegna eða hvað þeir eiga að tákna. Symból- ismi er vandmeðfarið fyrirbæri, maður treystir því að Bergman sé að reyna að segja manni eitthvað, en oftar er hætta á að bak við tákn- in leynist ekki neitt. Það sem er enn verra er að myndin bregst varðandi þá grundvallarkröfu sem maður hlýtur að gera til bíómynda, að þær séu skemmtilegar að horfa á. Í sýningarskrá er mikið gert úr hinum talandi maurum, sem bregður fyrir í örskamma stund og virðast ekkert hafa til málanna að leggja annað en að blóta. Rétt eins og mannfólkið. En jafnvel þetta er rúið merkingu. Vilji fólk sjá mynd sem notar absúrdisma og tákn til að koma boðskap á framfæri og tekst að vera skemmtileg um leið mæli ég með hinni írönsku Eigið þér annað epli?, sem er mun betri frumraun og er sýnd á fimmtudaginn í Tjarn- arbíói. Andlit fíkjutrésins gerir lítið annað en að ýta undir þá mýtu að „listrænar kvikmyndir“ hljóti að vera leiðinlegar. Japanskt krútt Allan seinni helming 20. aldar voru Bandaríkin heimsveldi sem gnæfði yfir heimsbyggðina alla. Nú, þegar fjármagn flæðir frá New York til nýrra og gamalla fjármálamiðstöðva í Evrópu og Austur-Asíu meðan Bandaríkjaher blæðir út í Írak, er hægt að fara að skoða þetta tímabil í sögulegu samhengi. Og þó að það sé ekki endilega ætlun myndarinnar Shadow Company má þó ýmislegt úr henni lesa. Fjallar hún um málaliða í Írak í dag, en um einn af hverjum tíu hermönnum þar ku vera í þjón- ustu einkafyrirtækis. Tekin eru viðtöl við fjölmarga þeirra, og kemur þar meðal annars í ljós mikill menningarmunur á banda- rískum hermönnum annars vegar og breskum og öðrum evrópskum hins vegar. Eru Bretarnir taldir aðlagast betur breyttum aðstæð- um og eiga auðveldara með að vinna með íbúum og átta sig á aðstæðum, meðan Bandaríkja- mennirnir flytja menningu sína með sér og eiga erfitt með að skilja hugarfar annarra þjóða. Líklega hafa Bandaríkin alltaf verið illa til þess fallin að gegna heimsveldishlutverkinu, enda ekki nema um 13% þjóðarinnar með vegabréf og þekking almenn- ings þar á umheiminum almennt lítil. Og niðurstaðan er sú, hvort sem það er í Víetnam eða Sómalíu og nú í Írak, að sama hver ásetn- ingurinn er tekst þeim yfirleitt að fá alla upp á móti sér. Eitt af því áhugaverðasta í mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, var að sýna hvernig fólk það væri sem gengi í bandaríska herinn, og er sama mynd dregin upp hér. Það er sagt hreint út að flestir málalið- arnir myndu varla teljast hæfir til að afgreiða á McDonald’s í heima- högunum. Flestir eru annaðhvort „snoðklipptir stormsveitarmenn“ eða Vítisenglar með skegg og tagl sem hafa gaman af að bera vopn og eru alltaf gráir fyrir járnum, jafnvel þó þeir séu aðeins að fara í hádegismat. Til samanburðar má benda á heimildarmynd Leni Riefenstahl, Olympiu, sem fjallar um Ólympíuleikana í Þýskalandi árið 1936. Þar eru skyttur Banda- ríkjahers fríðar og hreint og beint hetjulegar að sjá, bornar saman við útsendara hinna gömlu heims- velda Evrópu. Í dag minna þeir meira á barbaraheri Rómaveldis á síðustu áratugum þess. Myndin er samt á margan hátt merkilega hlutlaus. Ekki er geng- ið út frá því að fordæma málaliða í sjálfu sér. Sumir segja jafnvel að þeir hafi verið til góðs frekar en ills í svæðum eins og Síerra Leóne, en til samanburðar má benda á myndina Blood Diamond þar sem Leonardo DiCaprio lék málaliða í því stríði. Helsta markmið mynd- arinnar er að benda á þá merki- legu þróun að rétturinn til að beita valdi, sem á síðustu öld var í hönd- um þjóðríkja, er nú óðum að fær- ast yfir á einkafyrirtæki. Og segir hún þannig líklega meira um þró- unina í samtímanum en margar aðrar. Skuggalegir stormsveitarmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.