Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 56
Spenna fram á lokamínútuna
Bjarni Guðjónsson, fyrir-
liði Skagamanna, er besti leikmað-
ur 18. umferðar Landsbankadeild-
ar karla að mati Fréttablaðsins.
Bjarni skoraði eitt mark og lagði
upp annað í 3-3 jafntefli í Keflavík
þar sem allra augu beindust að
þessum 28 ára miðjumanni sem
hafði skorað afar umdeilt mark í
fyrri leik liðanna.
Bjarni lét atvikið í fyrri leikn-
um ekki hafa áhrif á sig.
„Ég hafði engar áhyggjur af
þessu máli fyrir leikinn. Maður
leitar ekki eftir leiðindum og ef
maður getur sleppt þeim þá er það
mjög þægilegt. Það var engin
hugsun hjá okkur nema sú að ef
það yrðu læti gagnvart einum leik-
manni, sérstaklega þá mér, þá yrði
litið á það sem leiðindi við allt
liðið,“ segir Bjarni. Dómarinn
Kristinn Jakobsson átti sinn þátt í
að stoppa leiðindin í fæðingu.
„Þeir ætluðu greinilega ekki að
heilsa mér og við vorum búnir að
frétta af því. Það var ákveðið
innan liðsins að ef þeir ætluðu
ekki að taka í höndina á mér, þar
sem ég var fyrstur í röðinni, þá
myndum við allir snúa við. Ég sá
að þeir ætluðu ekki að heilsa mér
þannig að ég sneri bara við en þá
skipaði Kristinn Jakobsson dóm-
ari þeim að heilsa mér,“ lýsir
Bjarni.
Skagamenn skoruðu 34 mörk í
sumar og sendu gagnrýni á sig til
föðurhúsanna. „Það er alveg sama
við hvern þú talar í Skagaliðinu
eða þá stuðningsmennina hjá ÍA ef
þú berð saman tímabilið í ár og í
fyrra. Í fyrra vorum við að spila
mjög skemmtilegan sóknarfót-
bolta en alveg arfaslakan varnar-
fótbolta enda vorum við í ströggli.
Það myndu allir taka tímabilið í ár
fram yfir það í fyrra,“ segir Bjarni
sem er ánægður með uppskeru
sumarsins.
„Þetta er framar öllum vonum
hjá okkur. Þetta var eins og í Skot-
landi þar sem liðin keppa um 3.
sætið þar sem Celtic og Rangers
taka alltaf fyrsta og annað sætið.
Okkur leið hálfpartinn eins og við
hefðum orðið meistarar,“ segir
Bjarni en Skagamenn tóku meðal
annars fjögur stig af Íslandsmeist-
urum Vals, unnu þá 2-1 uppi á
Skaga og gerðu 2-2 jafntefli í Laug-
ardalnum.
„Við erum eina liðið sem Valur
nær ekki að vinna í sumar og þá
var hörkuleikur hjá okkur við FH
upp á Skaga,“ segir Bjarni sem vill
ekki gefa út neinar yfirlýsingar
um næsta sumar.
„Nú erum við komnir með mjög
góðan grunn og það fer alveg eftir
því hvernig verður byggt ofan á
hann hvernig árangurinn í fram-
tíðinni verður. Ég trúi ekki öðru en
að það komi vonandi nýir leikmenn
og ef þeir leikmenn eru góðir, þá
getum við metið stöðuna og von-
andi farið að blanda okkur meira í
toppbaráttuna.“
Bjarni Guðjónsson lék vel með ÍA í Keflavík og var valinn besti leikmaður loka-
umferðar Landsbankadeildar karla þrátt fyrir að spila við erfiðar og einstakar
aðstæður þökk sé atburðunum í fyrri leik liðanna uppi á Skaga.
Framarinn Jónas Grani
Garðarsson tryggði sér ekki bara
gullskóinn um helgina heldur einn-
ig metið yfir að vera elsti marka-
kóngurinn í sögu liða tíu liða efstu
deildar.
Jónas Grani, sem er 34 ára gam-
all síðan í mars, bætti met Matt-
híasar Hallgrímssonar frá árinu
1980. Matthías sem spilaði mestan
hluta ferils síns með ÍA, skoraði 1
mark í 11 leikjum með Skagamönn-
um sumarið 1979 og flestir voru
búnir að afskrifa hann. Hann
breytti til, fór í Val og varð bæði
Íslandsmeistari og markakóngur
sumarið 1980.
Matthías var 33 ára, 9 mánaða og
1 dags gamall í lokaleik mótsins en
Jónas Grani bætti það met um
rúma níu mánuði. Alls hafa aðeins
sex af 37 markakóngum í sögu tíu
liða efstu deildar verið komnir á
fertugsaldurinn en 70 prósent af
markakóngum deildarinnar 1977-
2007 hafa verið á bilinu 20 til 26 ára
gamlir.
Aðalkeppinautur Jónasar Grana
um markakóngstitilinn, Helgi Sig-
urðsson, er einu ári yngri en Jónas
Grani og hefði orðið þriðji elsti
markakóngurinn í tíu liða deild frá
upphafi hefði hann náð að tryggja
sér gullskóinn. Aðeins Matthías og
Sören Hermansen sem varð marka-
kóngur með Þrótti 2003 hefðu verið
eldri.
Jónas Grani er elsti markakóngurinn
Ólafur Þórðarson
staðfesti við Fréttablaðið í gær að
hann hefði fullan hug á því að
stýra Fram næsta sumar.
Samningur Ólafs við Fram er með
endurskoðunarákvæði til 15.
október og Framarar hafa ekki
viljað gefa neitt út með þjálfara-
málin enn sem komið er.
„Ég veit ekki betur en að ég
verði áfram með liðið. Við erum
aðeins búnir að ræða málin og ég
gat ekki heyrt á þeim að það
stæði til að láta mig fara. Þvert á
móti vilja þeir að ég bæti á mig
fleiri verkefnum. Það er fínt því
ég hef fullan hug á því að vera
áfram,“ sagði Ólafur sem segir
mikið verk óunnið hjá félaginu.
„Grunnurinn eftir tímabilið er
góður og ég tel mig vera kominn
á þokkalegt ról með liðið. Við
getum svo byggt á þennan
grunn,“ sagði Ólafur.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að ekki sé einhugur um
að halda Ólafi innan stjórnar
Fram. Hvorki náðist í fram-
kvæmdastjóra Fram né formann
meistaraflokksráðs í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Vill stýra Fram
næsta sumar
Körfuknattleikssam-
band Íslands og Iceland Express
skrifuðu í gær undir nýjan og
glæsilegan fjögurra ára samning
sem hleypur á tugum milljóna
króna. Í gildi hefur verið samn-
ingur milli þessara aðila síðustu
tvö ár en nýi samningurinn er til
og með keppnistímabilinu 2010-
2011. Þetta er stærsti og lengsti
samningur sem hefur verið
gerður í sögu KKÍ.
Kynningarstarfið verður eflt til
muna á samningstímanum. Auk
þess verður framvegis hafður
auglýsingaborði á heimasíðu KKÍ
þar sem félagsmenn körfubolta-
liða geta bókað flug hjá Iceland
Express. Þá rennur hluti far-
gjaldsins til viðkomandi félags.
Svo fá Íslandsmeistarar Iceland
Express-deilda karla og kvenna
nú 700 þúsund krónur í verð-
launafé.
„Körfuboltinn er og hefur verið
í gríðarlegri sókn. Það er mikil
ánægja innan fyrirtækisins
hvernig körfuboltanum hefur
vegnað vel. Umfjöllun í fjölmiðl-
um hefur verið mikil og aðsókn-
armet slegin,“ sagði Matthías
Imsland, framkvæmdastjóri
Iceland Express.
Meistararnir fá
verðlaunafé
Tímabilið er ekki búið
hjá Kristni Jakobssyni því hann
mun dæma nokkra Evrópuleiki í
haust.
Kristinn verður í eldlínunni í
kvöld þegar hann dæmir leik
Rennes frá Frakklandi og
Lokomotiv Sofia frá Búlgaríu í
UEFA-bikarnum.
Aðstoðardómarar hans verða
Gunnar Gylfason og Sigurður Óli
Þorleifsson og fjórði dómari er
síðan Jóhannes Valgeirsson.
Franska liðið vann fyrri leikinn 3-
1 á heimavelli Lokomotiv í
Búlgaríu og er því mun sigur-
stranglegra í kvöld.
Dæmir í Frakk-
landi í kvöld
Leifur Garðarsson,
þjálfari Fylkis, hefur gert nýjan
langtímasamning við félagið sem
þýðir að ef allt gengur að óskum
mun hann stýra Árbæjarliðinu
næstu fimm árin. „Mikil ánægja
hefur verið með störf þjálfara
meistaraflokks á nýliðnu tímabili.
Árangurinn er ágætur þó að
þriðja sætið hafi gengið okkur úr
greipum,“ sagði í yfirlýsingu á
heimasíðu Fylkis.
Jón Þórir Sveinsson, aðstoðar-
þjálfari liðsins, samdi einnig við
liðið til fimm ára. -
Samdi við Fylki
til ársins 2012