Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 62

Fréttablaðið - 04.10.2007, Side 62
„Framhaldið lítur mjög vel út enda hafa margir sýnt Astrópíu áhuga. Nokkur fyrirtæki í Hollywood hafa meðal annars skoðað mynd- ina með þann möguleika fyrir augum að gera einhvers konar endurgerð en maður veit aldrei hvað verður úr slíkum pælingum,“ segir Gunnar Björn Guðmunds- son, leikstjóri kvikmyndarinnar Astrópíu. Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að kvikmyndarisar á borð við Warner Brothers hafi sýnt áhuga og að helstu aðstand- endur myndarinnar muni halda utan hinn 19. október til funda- halda. Myndin hefur fengið góða dóma hérlendis og yfir 40 þúsund Íslendingar hafa lagt leið sína í kvikmyndahús landsins til að sjá hana. „Það er auðvitað frábært og enn er mjög mikil aðsókn í alla sal- ina. Þessa dagana er verið að stilla upp plani fyrir kvikmyndahátíðir sem myndin fer á og fleira í þeim dúr. Fókusinn var upphaflega bara á að hafa hana í bíó og sinna því vel.“ Frumburður Gunnars og kær- ustu hans Láru Hafberg fæddist sem kunnugt er á sömu mínútu og frumsýning Astrópíu hófst. Stelp- an er því orðin um eins og hálfs mánaðar gömul en Gunnar hefur unnið heima við frá því hún fædd- ist. „Ég hef mestmegnis unnið heima sem er mjög hentugt. Ég er bæði að skrifa kvikmyndahandrit að Gauragangi ásamt Ottó Geir Borg og að semja einleik með Önnu Svövu Knútsdóttur. Þetta er grínleikrit sem við vinnum saman og við erum um það bil hálfnuð.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Oftast fæ ég mér Weetabix með rúsínum en ef það er lúxus fæ ég mér egg og beikon, bý til tómatmauk og hef grænmeti með. Ég lærði þetta í Dan- mörku að leggja svolítið upp úr morgunmatnum. Síðan finnst mér kertaljós alveg ómissandi á morgnana.“ Hollywood sýnir Astrópíu áhuga „Þetta er eina málið af þessu tagi sem hefur komið upp hjá okkur,“ segir Þröstur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Just-Eat keðjunn- ar, en síðasta sumar komst upp um mann sem hafði svikið út mat- arúttektir hjá fyrirtækinu fyrir tæplega hundrað og þrjátíu þús- und krónur. Svikarinn notaði til þess stolið kreditkort og kynnti sig sem Auðun Blöndal í viðskipt- unum. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál því stúlkan sem átti kreditkortið hefur verið í miklum viðskiptum við okkur. En sem betur fer komst þetta upp,“ bætir Þröstur við og segir að þau eigi eflaust eftir að fá í magann ef einhver hringir og kynnir sig sem Auðun Blöndal. Auðunn, sem stjórnar sjón- varpsþættinum Tekinn, þótti auð- vitað mjög leiðinlegt að nafn hans skyldi vera dregið inn í þetta mál en um leið hálf grátbroslegt, sér- staklega í ljósi þáttarins þar sem fólk er hrekkt úti um borg og bí. Hann tók jafnframt fram að fórn- arlambið væri í raun ekki hann heldur afi hans og alnafni sem skemmtikrafturinn er skírður í höfuðið á. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver gömul bakarísskuld af Króknum,“ segir Auðunn og hlær og bætir því síðan við að hann hafi nú reyndar pantað mat frá Just-Eat nokkrum sinnum. „En ætli ég muni ekki hugsa mig tvisvar um núna,“ segir Auðunn. Auðunn Blöndal fórnarlamb svikara „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári,“ upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fót- inn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólun- um eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í hinum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðum vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O‘Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars feng- ið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöf- undarins Dr. Seuss og leist fram- leiðendum verksins svo vel á hug- myndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika per- sónuna en reiknað er með að sýn- ingin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway,“ segir Stefán og hlær. „Þessi O‘Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrulega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk,“ segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrulega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyr- irsæta og það hjálpaði mér vissu- lega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi.“ En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Banda- ríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta er orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskr- uðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur,“ segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjöru- tíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóð- endur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref,“ segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera rétt- ur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.