Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 10
Ég hef löngum dáðst að Matt-híasi Johannessen, ritstjóra
Morgunblaðsins, fyrir viðtalsbók
hans við Þórberg Þórðarson sem
hefur fylgt mér alla tíð og sömu-
leiðis finnst mér rökstuðningur
hans fyrir því að Sturla Þórðarson
sé höfundur Njálu ákaflega skyn-
samlegur og sannfærandi.
Nú er Matthías sestur í helgan
stein og farinn að birta dagbækur
sínar á netinu. Í þeim er margt
athyglisvert að finna. Mér þótti
merkilegt að rekast á staðfestingu
á því sem ég og margir fleiri viss-
um hér í eina tíð – en gátum ekki
sannað með skriflegum gögnum –
sem sé að miskunnarlaust kalt
stríð væri í landinu og samsæri
um að berja á fólki fyrir að hafa
rangar skoðanir.
Það var ljótur leikur. Níðings-
verk.
Annars vegar samsærismenn
og ritstjóri Morgunblaðsins eitil-
harðir í því heilaga ætlunarverki
sínu að klekkja á andstæðingum
Sjálfstæðisflokksins – en þó með
snyrtilegri aðferðum en nasistar
notuðu við Gyðinga þótt hatrið og
hugarfarið væri það sama. Hina
ofsóttu átti að svelta með „Berufs-
verbot“, atvinnubanni.
Hinum megin voru grunlaus og
tvístruð fórnarlömbin sem höfðu
unnið sér það eitt til óhelgi að játa
ekki trú á Morgunblaðið
og Sjálfstæðisflokkinn.
Gefum Matthíasi
Johannessen orðið (engu
orði hefur verið vikið við,
stafsetning og greinar-
merkjasetning er hans):
„Maí 1974 – ódagssett
Hef fengið dálítið íhug-
unarvert bréf frá Hrafni
Gunnlaugssyni,kvik-
myndastjóra, sem nú er í
Stokkhólmi.
Hann segir að fóstbróðir sinn,
Davíð Oddsson, hafi sagt sér í bréfi
nýlega að mér hafi sárnað „fljót-
færnisbréf það er ég skrifaði þér í
febrúar“ og hefði ég trúlega verið
sjálfum mér líkur, skrifað út frá
eigin hugrenningum án útskýringa
eða samhengis, þannig að mestu
spekingar hefðu fengið allt annað
út úr bréfinu en til var stofnað, þó
þeir hafi verið allir af vilja gerðir
að sjá það í réttu ljósi.“
Síðan segist Hrafn nú einu sinni
vera „voðalegur egóisti“ og er
montinn af því, þó hann viti hvaða
hættum slíkt býður heim.
Maður eigi að vera egóisti í sköp-
uninni, andanum, trúnni. – Eigin-
girni er allt annað.
Og þá snýr hann sér að ástand-
inu hér á Íslandi og segir:
„En hvað er þá að gerast á
Íslandi spyr maður sjálfan sig. Jú,
við áttum útvarpsráðsmeirihluta í
áratugi, á meðan varð útvarpið
rautt – við erum í minnihluta í dag,
þá er útvarpið orðið eld-
rautt. Allt virðist stefna í
sömu átt og í Svíþjóð. Við
leyfum eyðileggingaröfl-
unum að vaða uppi til að
kaupa okkur smá frið.
En höfum við hugfast:
þeir vinna stöðugt af
okkur land og hafa ekki
tapað einum fermetra,
frekar en Björninn bak
við járntjaldið.
Því miður virðist ríkja
algjört sinnuleysi í okkar röðum,
ef þú og örfáir menn á Mbl. eru
undanskildir, okkar menn líta á
útvarpsráð sem bitling, Þjóðleik-
húsráð sem snobb, en skilja ekki
að þeir eru í útvarðsstöðu, þar sem
baráttan á að vera hörðust og þar
sem úrvalsliðið á að stöðva fjand-
manninn.
Ég er voðalega hræddur um að
við séum aðeins bremsuborðar,
kæri pater, sem slitnum þegar
hjólið snýst. Kannski tekst okkur
að hægja á snúningnum eitt and-
artak með ofboðslegu átaki, en
það er komið á fleygiferð aftur eftir
augnablik. – Við verðum því að
safna liði og hefja sókn. Ég hef
sjálfur reynt að byggja upp tengsl
við góða og hugrakka drengi sem
ég veit að vilja berjast og þora. Þú
manst eflaust enn þegar ég kom
með Davíð Oddsson í fyrsta sinn
upp á skrifstofu til þín, og Baldur
Hermannsson á eftir að reynast
fallbyssupenni þegar fram í sækir.
Rúnar (Gunnarsson, á sjónvarp-
inu) á einnig eftir að fylgja okkur
eftir gegnum þykkt og þunnt,
þannig mætti nefna fleiri, en við
verðum að byggja upp breiðfylk-
ingu og standa saman.
Ég lít á þig sem kjörinn foringja
til að safna liðinu um, en gleymdu
því ekki að berserkir eru oft erfiðir
í liðssveitum, þó þeir séu öllum
mönnum betri í orustu. Sjálfur er
ég þannig skapi farinn að ég rýk
upp með offorsi og hleyp á mig, og
þegar ég er í ham hættir mér til að
tala beint út frá eigin hugrenning-
um. Þegar ég skrifaði þér „bréf-
ið”“þá var ég í öllum ham og fannst
allt á leiðinni norður og niður, og
við standa magnlausir gegn hel-
reið laumukommanna; árangurinn
varð frumhleypt reiðikast. Ég ætla
ekki að útskýra þetta nánar, ég
veit þú skilur það – svona er ég, ég
hef erft þetta og mínir vinir sætta
sig við þennan ókost vegna ann-
arra kosta (vona ég!) – Ég bið þig
að hugleiða þetta og óska að vin-
átta okkar sé einlæg sem áður. Ef
ég hefði einhvern tíma ástæðu til
að efast um sjálfan mig þá væri
slíkt löngu orðið, öðrum eins
óhróðri um þig hafa blóðhundar
kommúnista reynt að ausa á mig.
Staðreyndin er að þeir óttast að
við stöndum saman, því þeir vita
að þar fer herfylking en ekki „the
lonesome rider“.
Sturlunga segir frá því að Guð-
mundur góði missti eitt sinn stjórn
á skapi sínu og bannsöng Arnór
Tumason í offorsbræði. Arnór var
spurður hvað honum þætti um orð
biskups.
Hann svaraði: „Hygg ek þetta
atburð en eigi áhrínisorð.“
Látum bréf mitt hljóta sama
dóm, það var atburður.“
Svo mörg voru þau orð,heit og
einörð.
Og áminnandi,auðvitað (!)
Ég hef svo sannarlega fengið
verra bréf en þetta!
Þegar berserkurinn Hrafn Gunn-
laugsson sækir sér „atburði“ í
nýjar kvikmyndir, þá verður
gaman að fara í bíó og hlusta á
ylhýra málið í nýjum búningi; von-
andi verður það jafnáhrifamikið
fyrir arfleifð okkar og þýðing Odds
Gottskálskssonar á Nýja testa-
mentinu sællar minningar.“
Við lestur þessarar dagbókar-
færslu ritstjóra Morgunblaðsins
frá árinu 1974 verður það skiljan-
legt sem fólki var ætlað að halda
að væri samfelld röð yfirnáttúru-
legra kraftaverka, sem sé sá góði
aðgangur sem Hrafn Gunnlaugs-
son og hans nótar áttu að opinberu
fjármagni frá ríkisstofnunum eins
og Kvikmyndasjóði og Ríkissjón-
varpinu. Þar var „herfylking“ á
ferð en ekki „the lonesome rider“.
Fleiri en þeir vesalings einstakl-
ingar sem Hrafn telur upp í bréfi
sínu komu að góðu gagni í kross-
ferð herfylkingarinnar gegn and-
stæðingum Flokksins. Mála sinn
hafa þeir/þær vonandi fengið
greiddan og nöfnin koma í ljós
þegar fræðimenn fara að róta í
sorpinu sem þeir skilja eftir sig.
Nú verða íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn sem ekki sóru Sjálf-
stæðisflokknum trúnað og sættu
fyrir það miskunnarlausum
ofsóknum varla lengur vændir um
ofsóknarbrjálæði.
Sjónvarpsverkefni hjá Ríkis-
sjónvarpinu – það er að segja hjá
fyrrnefndum Rúnari Gunnarssyni
hvers tryggð og fylgispekt „gegn-
um þykkt og þunnt“ Hrafn rómaði
í bréfinu til síns „kæra patris“
(föður) á Morgunblaðinu) – hafa
ekki boðist mér síðan ég fram-
leiddi sjónvarpsþáttaröðina
SIGLA HIMINFLEY sem fékk
68% áhorf á sínum tíma og frá-
bærar viðtökur.
Að setja fólk í atvinnubann
vegna stjórnmálaskoðana heitir á
alþjóðamáli „Berufsverbot“ og er
stjórntæki sem fasistar og fjand-
menn lýðræðis nota á andstæð-
inga sína. Sama gildir um meðferð
Kvikmyndasjóðs á fjölmörgum
umsóknum mínum. Árangurinn af
„Berufsverbot“ var að lokum sá
að ég hrökklaðist úr kvikmynda-
gerð – að sjálfsögðu án þess að
menntamálaráðuneytið keypti af
mér rétt til að sýna myndir mínar
í skólum landsins en þær eru þrátt
fyrir vinsældir, verðlaun og viður-
kenningar sennilega ekki eins
hollar ungu fólki og myndir inn-
vígðra berserkja.
Ég skal ekki neita því að meðan
samsærisberserkirnir voru hér
ásum og upsum og manían var
mest hvarflaði stundum að mér að
leita að réttlæti og vinnufriði í
öðrum löndum. Þeim tókst þó
aðeins að flæma mig úr kvik-
myndagerðinni en ekki af landinu
– nema í tæp þrjú ár.
Að sjálfsögðu standa þeir „kæri
pater“ á Morgunblaðinu og ber-
serkir hans og Hrafn Gunnlaugs-
son og fóstbróðir hans uppi sem
sigurvegarar í þessu boðaða stríði
lítilmennskunnar sem með myrku
og miskunnarlausa hugarfari
skyldi háð gegn þeim listamönn-
um sem ekki vildu þylja trúarjátn-
ingu Moggans og Sjálfstæðis-
flokksins eða láðist að lýsa yfir
skriflegum stuðningi við Davíð
Oddsson þegar hann bauð sig fram
til þess að verða borgarstjóri í
Reykjavík. Þeirra var mátturinn
og dýrðin, Mogginn og hið pólit-
íska heiftarvald Bláu handarinnar.
Það eru fleiri íslenskir listamenn
en ég sem líður eins og þolendum
kerfisbundinna nauðgana af hálfu
berserkja kalda stríðsins.
Að endingu þetta: Kalda stríð-
inu er lokið víðast hvar nema á
Íslandi þar sem enn er bannað að
ræða um fyrirlitningu voldugra
manna á leikreglum lýðræðis.
Það hlægir mig að þetta lítil-
mannlega samsæri sem var á
margra vitorði en enginn þorði að
afhjúpa – skuli nú vera skjalfest –
með þessum hætti!
Þótt náttúran sé lamin með lurk
leitar hún út um síðir.
Heimild: www.matthias.is
Þráinn Bertelsson rithöfundur
og fyrrverandi
kvikmyndagerðarmaður.
Kæri pater og berserkirnir