Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.10.2007, Qupperneq 4
 Starfsgreinasam- bandið ætlar að lýsa kröfum sínum og væntingum í kjaramálum í lýs- ingarorðum, ekki í tölustöfum. „Við ákváðum að nota lýsingarorð eins og „verulegt“ og „mikið“ og festa okkur ekki við hundrað þús- und kalla,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, og viðurkennir að það sé afstætt hvað sé mikið. Þing sambandsins var haldið fyrir helgi. „Tilfinningaþrungnar og heitar umræður urðu um kjaramálin en menn komu standandi niður,“ segir Kristján. „Þetta fer í frekari mótun hjá samninganefndunum. Strax eftir helgina ætlum við að ganga frá viðræðuáætlunum með dag- setningum um hvenær við ætlum að birta kröfur. Það er heilmikil vinna framundan,“ segir hann. Þingið samþykkti ályktanir í atvinnumálum, um húsaleigu- markað og um að kanna aðild að ESB og upptöku evru auk ályktun- ar um að fullgilda lágmarksrétt- indi við uppsögn úr starfi og nýjan áfallatryggingasjóð. „Við fögnum þeim hugmyndum og hvetjum aðildarfélögin til að styðja nánari útfærslu. Niður- staðan er sú að miklu fleiri vilja skoða þetta áfram en auðvitað er nokkrum spurningum enn ósvarað. Stærsti fyrirvarinn er um það hver aðkoma stjórnvalda verður,“ segir Kristján. Stjórn Starfsgreinasambands- ins var einróma endurkjörin. Kröfum lýst í lýsingarorðum Megn óánægja er meðal áhugaljósmyndara með að toll- verðir á Keflavíkurflugvelli krefjist kvittana eða ábyrgðar- skírteina fyrir tölvum og mynda- vélum sem komið er með til lands- ins. Margir áhugaljósmyndarar telja að tollurinn sé að „glæpa- kenna alla farþega sem koma til landsins og teljast þeir smyglarar nema þeir geti sannað að þeir séu ekki að smygla,“ segir Sigurður Geirsson áhugaljósmyndari. Heit umræða hefur verið um starfsaðferðir tollsins á vefnum ljósmyndakeppni.is. Sigurður telur að sönnunarbyrðinni hafi verið snúið við; menn séu taldir sekir nema þeir geti sannað sak- leysi sitt. Mörgum finnist þetta nálgast valdníðslu, segir hann. Sigurður spyr meðal annars hvernig einstaklingur, sem hefur fengið ljósmyndabúnað að gjöf, eigi að framvísa kvittun, hvort starfsmaður fyrirtækis eigi að fá kvittun úr bókhaldi fyrirtækisins til að sýna fram á í tollinum, hvernig sýna eigi fram á greiðslu aðflutningsgjalda þegar búnaður hafi verið keyptur notaður og hvort kvittun geti verið sönnun um viðskipti þegar ekkert rað- númer sé skráð á hana og auðvelt að breyta henni í tölvu. Hann spyr einnig hvort tollur- inn geti krafið fólk um kvittanir þegar einstaklingar séu ekki bók- haldsskyldir og hvort menn geti ekki átt á hættu að vera vændir um skjalafals þar sem margir geti notað sömu kvittanir og auðvelt sé að breyta þeim í tölvu. „Í tilfellum þar sem tollurinn tekur búnað af saklausu fólki má það hafa fyrir því að finna þessar kvittanir og koma þeim til Kefla- víkur með tilheyrandi vinnutapi og kostnaði sem tollurinn tekur ekki þátt í, hvað þá að endur- greiða,“ segir Sigurður og telur að tollurinn eigi að hafa upplýsingar um allar vörur sem keyptar hafi verið hér á landi og fluttar löglega inn. Sigurður veit dæmi þess að tveggja ára myndavél hafi verið tekin af atvinnuljósmyndara því að hann hafi ekki haft kvittanir meðferðis. Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, kannast ekki við að þetta sé vandamál. Hann segir að ekkert muni um að vera með tækjatrygg- ingu og tækjalista í vasanum en þetta mál verði rætt á næsta stjórnarfundi. Tollverðir hafa samkvæmt lögum ríkar heimildir til að fylgjast með því sem komið er með inn í landið. ...má það hafa fyrir því að finna þessar kvittanir og koma þeim til Keflavíkur með til- heyrandi vinnutapi og kostnaði. Stöðvaðir í tollinum með myndavélarnar Áhugaljósmyndarar eru æfir vegna þess að tollverðir taka myndavélar af sak- lausum komufarþegum og krefjast kvittana. Einstaklingar verða fyrir vinnu- tapi og kostnaði meðan búnaður þeirra er í vörslu tollsins á Keflavíkurflugvelli. Anna Pála Sverrisdóttir tók við formennsku Ungra jafnaðarmanna á landsþingi þeirra í gær. Fráfarandi formaður er Einar Már Guðmundsson. Á þinginu tóku ungir jafnaðar- menn skýra stefnu í umhverfis- málum og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Í henni var áframhaldandi byggingu stóriðju hafnað og hvatt til þess að fyrirhugaðar álvers- framkvæmdir í Helguvík og Bakka yrðu stöðvaðar. Áherslu ætti að leggja á örvun nýsköpunar og bættar aðstæður sprotafyrir- tækja og hátækniiðnaðar. Samkvæmt Önnu Pálu var rík áhersla lögð á að stórhækka laun kvennastétta í opinberri þjónustu. Auk þess var hvatt til inngöngu í Evrópusambandið og að almanna- tryggingakerfi yrði bætt. Samstaða um umhverfismál Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði í þriðju skák einvígis síns og Hallgerðar Helgu Þorsteins- dóttur sem fram fór í gær. Með því tryggði hún sér sinn sjötta Íslandsmeistara- titil í skák. Guðlaug varð fyrst Íslands- meistari 1975 þegar mótið var haldið í fyrsta sinn. Hallgerður, sem er aðeins 14 ára, verður því að bíða eitthvað lengur eftir sínum fyrsta titli en í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að frammistaða hennar á Íslandsmótinu hafi vakið mikla athygli þar sem hún hafi slegið mörgum þrautreynd- um landsliðskonum við. Þrátt fyrir mikla leikni náði hún þó ekki að skáka Guðlaugu í þetta skipti. Íslandsmeistari í sjötta sinn Súdanskar hersveitir hafa jafnað bæinn Haskanita í Darfúrhéraði við jörðu til að jafna sakirnar við uppreisnar- menn sem ráðist höfðu á herstöð skammt frá bænum. Bærinn var brenndur til grunna að undan- skildum nokkrum húsum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Ekki liggur fyrir hvort mannfall varð. Hjálparstarfs- menn efast um fullyrðingar uppreisnarleiðtoga þess efnis að hundrað manns hafi farist. Friðargæsluliði sem kannaði svæðið sagði um fimmtán þúsund manns á flótta á svæðinu. Brenndu heilan bæ til grunna Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, var í gær viðstaddur undirritun samninga milli líftæknifyrirtækisins ORF og stærsta lyfjafyrirtækis Kína, Sinopharm. Kínverska fyrirtækið mun nýta sér prótín sem ORF framleiðir úr byggi en sú aðferð opnar nýja möguleika í lyfjafram- leiðslu og þróun lyfja. Forsetinn sagði samninginn fela í sér mikla viðurkenningu fyrir vísindasamfélagið á Íslandi, rannsóknir íslenskra háskóla- manna og árangursríkt samstarf íslenskra sérfræðinga við alþjóðleg rannsóknarsetur. Nýtir prótín úr byggi í lyf

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.