Fréttablaðið - 08.10.2007, Síða 8
Góð ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins
Þegar þú ráðstafar lífeyrissparnaði þínum er mikilvægt að hafa í huga að góð ávöxtun
er lykilþáttur í verðmætamyndun hans. Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum getur þú verið
viss um að sparnaðurinn er í góðum höndum reyndra starfsmanna og nýtur góðrar
ávöxtunar hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma.
Hafðu samband við ráðgjafa okkar í 410 4040 og fáðu nánari upplýsingar um
Íslenska lífeyrissjóðinn.
G
O
TT
FÓ
LK
20%
18%
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
Líf I
16 - 44 ára
Líf II
45 - 54 ára
Líf III
56 - 64 ára
Líf IV
65 ára og eldri
Nafnávöxtun sl. 5 ár
Nafnávöxtun sl. 12 mán.
Nafnávöxtun á ársgrundvelli miðast við 31. júlí 2007.
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
Stjórnmál í Pakistan
voru í uppnámi í gær, daginn eftir
að Pervez Musharraf var endur-
kjörinn forseti með yfirgnæfandi
meirihluta í atkvæðagreiðslu á
þingi, en úrskurðar hæstaréttar
landsins er beðið um það hvort
Musharraf hafi verið löglega
kjörgengur.
Atkvæðagreiðsluna á laugar-
dag sniðgengu margir þingmenn
stjórnarandstöðunnar í mótmæla-
skyni við að Musharraf skyldi
ekki hafa orðið við kröfum um að
segja fyrst af sér sem yfirmaður
hersins áður en forsetakjörið
færi fram.
Minnst tíu dagar eru sagðir í að
hæstiréttur kveði upp úrskurð
sinn í málinu og annað hvort stað-
festi kjör Musharrafs eða lýsi
kjör hans ógilt.
Margir stjórnmálaskýrendur
kveðast efast um að dómararnir
muni dirfast að dæma hershöfð-
ingjann frá völdum. En í dagblað-
inu The Nation, sem gefið er út í
Lahore, segir í leiðara að ríkis-
stjórnin geti ekki gefið sér að
dómstólarnir fari að vilja hennar.
Hæstiréttur hafði áður vísað
frá ýmsum andmælum gegn kjör-
gengi Musharrafs, sem flest
byggðu á tilvísun í stjórnarskrár-
ákvæði sem útilokar embættis-
menn ríkisins frá framboði í opin-
ber embætti sem kosið er í. En
þótt dómstóllinn hefði nýjar
kærur til umfjöllunar úrskurðaði
hann á föstudag að kosningunum
skyldi ekki frestað. Ekki yrði þó
hægt að lýsa niðurstöðuna gilda
fyrr en úrskurðað hefði verið í
nýjustu kærumálunum.
Bandamenn Musharrafs á þingi
hugguðu sig þó við að dómstóllinn
skyldi hafa heimilað að kosningarn-
ar færu fram nú í stað þess að láta
þær bíða fram yfir þingkosningar
í janúar, en víst þykir að í þeim
vinni andstæðingar Musharrafs
mikið á. Musharraf hefur reynt að
tryggja völd sín eftir þann tíma
með samningum við útlæga leið-
toga stjórnarandstöðunnar, fyrr-
verandi forsætisráðherrana Ben-
azir Bhutto og Nawaz Sharif.
Musharraf, sem rændi völdum
árið 1999, segir það vera hags-
muni þjóðarinnar að hann sitji
áfram sem forseti til að tryggja
friðsamleg skipti yfir í borgara-
lega stjórn og til að hvergi verði
slegið af í baráttunni gegn öfga-
öflum í landinu. Herinn á í stöðug-
um erjum við íslamska öfgamenn,
stuðningsmenn talibana, einkum í
héruðunum næst landamærunum
að Afganistan.
Uppnám í Pakistan
eftir forsetakjör
Pervez Musharraf hershöfðingi var endurkjörinn forseti Pakistans í atkvæða-
greiðslu á þingi um helgina. Þrátt fyrir það er vald hans í uppnámi uns hæsti-
réttur landsins hefur kveðið upp úrskurð um hvort hann hafi verið kjörgengur.
Í hvaða flokki gætir sérstakr-
ar óánægju með framgöngu
Björns Inga Hrafnssonar við
samruna REI og Geysis Green
Energy?
Hvernig ljós kveiktu Húsvík-
ingar í rafmagnsleysi í vikunni?
Hverjir líkjast Eiríki Hauks-
syni söngvara?
Bygging bílskúrs við
Fífuhvamm í Kópavogi hefur verið
stöðvuð af Úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála.
Hjón sem búa í næsta húsi við
manninn sem er að byggja umræddan
bílskúr kærðu Kópavogsbæ fyrir að
veita byggingarleyfi fyrir bílskúrnum
sem á að vera nánast á lóðamörkum
milli húsanna. Í viðtali við Fréttablaðið
10. september sögðu hjónin að þeim liði
eins og að „keyrt hefði verið yfir þau á
trukki“ í málinu. Gagnrýndu þau meðal
annars staðsetningu bílskúrsins og
stærð hans auk þess sem grafið yrði
undan rótarkerfi stórra aspa sem
standa í jaðri lóðar þeirra.
Í bráðabirgðaúrskurði úrskurðar-
nefndarinnar segir að ákvörðun um
að veita leyfi fyrir bílskúrnum hafi
ekki verið byggð á grenndarkynningu
sem gerð hafi verið og að rökstuðn-
ingi byggingarnefndar með tilliti til
trjánna á lóðamörkunum væri
stórlega áfátt. Þá væri ekkert
skjalfest um þá staðhæfingu skipu-
lagsyfirvalda að komið hefði verið á
samkomlag milli nágrannanna.
Veruleg óvissa væri um að byggingar-
leyfið væri lögmætt og framkvæmdir
við skúrinn því stöðvaðar á meðan
úrskurðarnefndin taki málið til
endanlegrar meðferðar. Ennfremur
var lagt fyrir bæjaryfirvöld að
tryggja öryggi á staðnum á meðan
stöðvunin er í gildi.
Nokkur hundruð
stjórnarandstæðingar söfnuðust
saman í Moskvu í gær, er rétt ár
var liðið frá morðinu á blaðakon-
unni Önnu Politkovskaju, sem
hafði bakað sér óvild Kremlverja
með gagnrýnum skrifum. Á sama
tíma fylktu 10.000 liðsmenn
ungliðahreyfingar stjórnar-
flokksins liði til að fagna 55 ára
afmæli Vladimírs Pútín forseta.
Fólkið sem minntist morðsins á
Politkovskaju, umkringt lög-
reglu, kom upp minningarskildi
og lagði blómsveig við inngang-
inn að blokkinni þar sem blaða-
konan bjó og var skotin til bana.
Ár frá morðinu
á Politkovskaju