Fréttablaðið - 08.10.2007, Side 36

Fréttablaðið - 08.10.2007, Side 36
Í nýjasta tölublaði tónlistartíma- ritsins Waxpoetics er að finna grein um básúnuleikarann Samúel Jón Samúelsson og aðra plötu hans sem ber nafnið Fnykur. Platan kom út fyrr á þessu ári en á henni stjórnar Samúel 18 manna stór- sveit. Greinarhöfundur er augljós- lega hrifinn og fer mikinn í lýsing- um sínum sem birtast undir fyrirsögninni „Cold Chillin´ – Ice- land´s Samúel Jón Samúelsson translates big band into funk“. Hann hefur greinina á að segja að tónlist stórsveita sé sjaldan frumleg heldur einungis endur- tekning á því sem þegar hefur verið gert. Hins vegar sé undan- tekninguna að finna á Íslandi, landinu sem ól af sér Björk og Sigur Rós. Hann segir framlag Íslands til nútímatónlistar vera talsvert miðað við höfðatölu og að Samúel hafi sannarlega lagt sitt í púkkið. Umfjöllunin endar á þessum orðum: „Kvenfólkið er heims- þekkt fyrir útlit sitt og landið heimsþekkt fyrir náttúrufegurð sína, fjölda fossa, jökla og virkra eldfjalla. Stórsveit Samúels er enn ein ástæða fyrir því að heimsækja land sem ég er nokkuð viss um að menn hafi alla tíð ruglað saman við Grænland.“ Sammi vekur athygli erlendis Leikarinn George Clooney segist ekki hafa sagt skilið við akstur mótorhjóla þótt hann hafi lent í árekstri nýverið ásamt kærustunni. George, sem brákaði rifbein þegar slysið varð, segist enn fara um alla Los Angeles-borg á hjólinu sínu. „Ég hef lent í þremur slysum á þeim 30 árum sem ég hef verið á hjóli. Það er ekki svo slæmt. Ég ætla að halda áfram,“ segir hann. Við sama tækifæri sagðist Clooney ekki vilja vera talsmaður málstaðar nema hann gæti algjörlega verið honum trúr. „Annars getur maður hreinlega skaðað málstaðinn. Ég hef verið beðinn um að tala fyrir hönd umhverfis- verndarsinna og er sannarlega hlynntur því að halda umhverfinu hreinu og ómenguðu. Ég á tvo bíla sem ganga fyrir rafmagni en hef líka veikan blett því ég hef flogið í einkaþotum.“ Clooney sagði auk þess frá því að Nicole Kidman og Michelle Pfeiffer hefðu borgað skuld sína við hann, jafn- gildi rúmlega 600 þúsund íslenskra króna, en stöllurnar veðjuðu við kapp- ann að hann yrði genginn út fyrir fer- tugt. „Ég vann og þær borguðu. Nicole sendi ávísun. Ég sendi hana til baka og sagði henni að gefa peningana til góðgerðamála.“ Clooney ekki hættur að hjóla Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík var slitið við formlega athöfn í aðalhúsi Landsbankans í Austurstræti á laugardags- kvöld. Mikill fjöldi var samankominn þegar tilkynnt var um verðlaun hátíðarinnar en það var ungverska kvikmyndin Ferð Isku eftir Csaba Bollók sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Hal Hartley, formaður dómnefndar- innar, tilkynnti þetta en leikstjór- inn átti ekki heimangengt og gat því ekki veitt þeim viðtökum. Danska kvikmyndin Listin að gráta í kór var sigursæl á hátíð- inni en hún fékk sérstök verðlaun FIPRESCI, alþjóðlegra samtaka gagnrýnenda, auk þess sem hún hreppti hin svokölluðu kirkjuverð- laun sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhenti. Áhorfenda- verðlaunin féllu í skaut myndar- innar Stjórn eftir Anton Corbijn en hún fjallar um ævi söngvara Joy Division, Ian Curtis, sem stytti sér aldur aðeins 23 ára. Að lokum fékk El Ejido eða Lögmál hagnaðarins sérstök mannréttindaverðlaun Amnesty International en hún greinir frá skelfilegum aðbúnaði innflytjenda á Suður-Spáni sem vinna við framleiðslu matvæla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.