Fréttablaðið - 08.10.2007, Side 46

Fréttablaðið - 08.10.2007, Side 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég hækka alltaf í útvarpinu þegar það kemur Led Zeppelin eða Pixies. Þess á milli er það bara Villi Vill og Hemmi Gunn. Maður kemst alltaf í gott skap að hlusta á Einn dans við mig.“ Akureyringurinn Baldvin Esra Einarsson hefur stofnað fyrirtækið Afkimi ehf. sem annast útgáfu og dreifingu á tónlist, auk tónleika- halds og ráðgjafar fyrir íslenskan tónlistariðnað. Útgáfufyrirtæki sem er rekið undir hatti Afkima nefnist Kimi Records. „Þetta er óháð útgáfa og það er engin sérstök tónlistarstefna sem er í gangi. Eina markmiðið er að gefa út tónlist sem mér finnst góð,“ segir Baldvin Esra, sem er 28 ára. Á meðal væntanlegra platna frá Kimi Records er fyrsta breiðskífa Borko sem er gefin út í samvinnu við þýska útgáfufélagið Morr Music og önnur plata Morðingjanna. Baldvin hefur starfað við tón- leikahald undanfarin ár en vildi víkka starfsemina út með stofnun fyrirtækisins. Á næstunni heldur hann tónleika með Jakobínarínu og 20. október verður haldið Airwaves- kvöld á Akureyri. Þar munu Buck 65 og Plants and Animals troða upp. Baldvin býst við því að vera í tón- listarbransanum um ókomin ár. „Í minni nálgun er þetta meira út frá áhuga heldur en að fara að græða peninga. Varðandi framtíðina þá reynir maður bara að taka eitt skref í einu. Maður sér fram á að geta unnið við þetta hvaðan sem er, bæði hér, í Reykjavík eða erlendis. Ég er með ágætis samstarfsaðila sem hugsa svipað og ég og ætla að hjálpa mér að koma þessu á framfæri.“ Ungur athafnamaður á Akureyri „Ég er mjög ánægður með endur- komu Péturs Þórs Gunnarssonar. Aðallega fyrir hönd þeirra sem voru plataðir, þeir geta þá farið með sínar fölsuðu myndir og látið hann selja þær aftur,“ segir Tryggvi Friðriksson í Gallerí Fold. Frétta- blaðið greindi frá því í vikunni að Pétur Þór Gunnarsson hygðist síðar í þessum mánuði opna nýtt gallerí í Skipholti. Pétur Þór var sýknaður í Hæsta- rétti í stóra málverkafölsunarmál- inu ásamt Jónasi Freydal Þorsteins- syni en rannsókn þess máls er með þeim umfangsmestu í sögu Íslands og varð mikið fjölmiðlamál. Margir telja að sá dómur hafi verið klúður og rangur og að Pétur og Jónas hefðu átt að vera fundnir sekir. „Það er enginn titringur í þessum bransa í ljósi þessara tíðinda en mér þykir þetta náttúrlega með ólíkindum. Ef maðurinn hefði verið með byssuverslun en síðan gerst brotlegur við byssulög efast ég um að hann fengi að opna slíka versl- un aftur,“ bætir Tryggvi við og segir að menn séu síður en svo búnir að gleyma málverkafölsun- armálinu mikla og þeim mála- rekstri öllum. Fréttablaðið hafði samband við nokkra aðila í málverkaheiminum og það er ljóst að menn skiptast í tvo hópa hvað endurkomu Péturs varðar. Kristinn Ágúst Halldórsson hjá Listamenn Innrömmun segir að auðvitað séu menn að ræða þetta á kaffistofum. „Einhverjir úti í þjóð- félaginu eru eflaust brjálaðir út í Pétur en frá mínum bæjardyrum séð er þetta allt í lagi enda eru menn búnir að taka út sína refsingu og hafa verið sýknaðir í Hæsta- rétti. Við eigum í það minnsta ekkert sökótt við hann,“ segir Kristinn. Pétur Þór sagðist vissulega hafa haft veður af neikvæðum við- brögðum í skúmaskotum en hann væri eflaust síðasti maðurinn til að heyra eitthvað slíkt. „En menn hafa hringt í mig og óskað mér til ham- ingju með þetta,“ segir hann og bætir því við að hann hafi vissulega gert sér grein fyrir því að þetta yrði rætt á kaffistofunum. „Að mínu mati er þetta hins vegar þröngur hópur og þetta fölnar í samanburði við stóra Randvers- málið,“ segir Pétur en til gamans má geta að fyrsta sýningin í nýja galleríinu verður á verkum eftir Pétur Þór. Þær Berghildur Bernharðsdóttir og Ásta Sól Kristjánsdóttir fylgd- ust með ungri íslenskri stúlku sem er alvarlega veik af átröskun í heimildarmynd sinni Lystin að lifa. „Maður hefur séð hvaða áhrif horaðar fyrirmyndir úr tískuheim- inum og fjölmiðlum hafa á ungt fólk í dag. Þannig kviknaði hug- myndin að myndinni. Okkur lang- aði að segja sögu manneskju sem hefur barist við átröskun á per- sónulegan hátt,“ segir Berghildur. „Við gerðum allt sjálfar frá A-Ö hvað varðar tökur, handrit, hljóð og klippingu. Hvorug okkar hafði gert heimildarmynd áður en báðar höfum við snert á einu og öðru því tengdu.“ Lystin að lifa fjallar um unga íslenska stúlku sem hefur verið með átröskun í langan tíma. Í myndinni fylgjast áhorfendur með hæðum og lægðum í lífi hennar auk þess sem fjölskylda hennar er tekin tali. „Ég held að myndin komi til með að vekja mikla umræðu um þetta vandamál. Við hófum tökur í desember á síðasta ári og erum í raun búnar að vinna jafnt og þétt í myndinni síðan. Við skiluðum henni til RÚV í byrjun september. Það eru endalausir þræðir sem þarf að ganga frá þegar verið er að gera svona heimildarmynd,“ segir Berghildur en myndin verður sýnd í Sjónvarpinu 14. október. „Það eru ofboðslega margir sem glíma við þennan sjúkdóm og þetta er stórt vandamál,“ segir Berg- hildur. „Tölum ber ekki saman um hversu margir en nýlega las ég að níu prósent ungs fólks þjáðist af einhvers konar átröskun. Það má heldur ekki gleyma því að þetta er einn alvarlegasti geðsjúkdómur sem til er þegar fólk er orðið langt leitt.“ Berghildur segir ekki hafa reynst erfitt að finna þátttakanda í myndina. „Við vorum í mjög góðu samstarfi við Forma-samtökin. Þær bentu okkur á þessa stúlku sem var tilbúin að segja sögu sína í forvarnarskyni.“ Gerðu heimildarmynd um átröskun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.