Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 1
„Ég er auðvitað bara stoltur af því að þau fyrirtæki sem ég hef stjórnað séu eftir- sóknarverð,“ segir Óskar Magnússon sem vék í gær úr forstjórastóli Tryggingamiðstöðv- arinnar fyrir Sigurði Viðarssyni. Þetta er í fjórða sinn sem Óskar hættir sem forstjóri fyrirtækis eftir að Baugur eignast í þeim beint eða óbeint. Árið 1998 keypti Baugur Hagkaup þar sem Óskar var forstjóri. Hann fór til Þyrpingar sem félag Baugs keypti í árslok 2000. Þaðan fór Óskar til Íslandssíma en hætti eftir að Baugur keypti í því félagi. FL Group, sem Baugur á stóran hlut í, keypti svo nýlega TM þaðan sem Óskar flúði í gær. Óskar segir að í öllum þessum tilvikum hafi orðið samkomulag um að hann hætti. Flýr Baug í fjórða sinn 100 myndir á 2500 krónur í október ® Kringlukastsblaðið kemur á öll heimili í dag 20-50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUMKostir og gallar við opið vinnurými Fimmtán gljáandi, urrandi Harley Davidson- mótorfákar með íslenskum knöpum brunuðu um hlykkjótta sveitavegi austurrísku Alpanna í september. „Mótorhjólaklúbburinn HOG stendur fyrir Harley Owners Group og er stærsti mótorhjólaklúbbur ver- aldar með yfir milljón meðlimi,“ segir Jón Örn Vals- son, framkvæmdastjóri Harley Davidson Íslandi, sem ásamt fimmtán meðlimum í Íslandsdeild HOG gekk frá hjóli sínu í gám til Frankfurt, þaðan sem brunað var á hjólunum niður Móseldalinn í átt til austurrísku Alpanna. „Íslandsdeild HOG fer utan ár hvert, ásamt því að reiða farþega í kringum Tjörnina á menningarnótt til styrktar langveikum börnum. Nú fórum við á Harley- mót til Faak am See, austurrísks fjallaþorps í 550 metra hæð. Alls mættu 50 þú dum er kk aðeins stoppað á bensínstöðvum. Svona ferðalag snýst um hjólaleiðina að áfangastað og til baka, en það er mótorhjóladellan í okkur að vera á góðum hjólum á mismjóum, bugðóttum sveitavegum. Maður upplifir náttúruna beint í æð, eins og alla lykt, hvort sem hún er af nýsleginni töðu eða kúaskít,“ segir Jón Örn hlæj- andi, en að meðaltali ók hópurinn 250 kílómetra leið á dag. „Við áttum einungis bókaða gistingu fyrstu og síð- ustu nótt ferðarinnar. Því var ekkert stress að keyra á milli náttstaða heldur létum við hvern dag ráðast og stoppuðum í hvert sinn sem eitthvað freistaði,“ segir Jón Örn sem eignaðist sína fyrstu skellinöðru tólf ára gamall. „Gamla ímynd mótorhjólamannsins er á hröðu und- anhaldi, en lengi þótti annars flokks að hjóli og ógleyma l Á Harley-fáknum í austurrísku Ölpunum skrifstofanMIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2007 Kostir og gallar við opið vinnurýmiMiklu skiptir um hvernig vinnustað er að ræða þegarmetið er hvort opið vinnu-rými henti starfsemi. BLS. 4 Söngleikurinn Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson verður frumsýndur í Seúl í Suður-Kóreu í desember á næsta ári. „Þeir ætla að fá kóresk- ar sjónvarpsstjörnur til að syngja þetta allt saman. Þetta er mjög ánægjulegt og mjög framandi,“ segir Gísli Örn. „Það verður mjög fyndið að sjá þetta á kóresku.“ Fyrirtækið Acom International í Seúl hefur keypt réttinn að verk- inu af Vesturporti og Artbox. Starfsmaður á vegum Acom kom hingað til lands í vor og upp úr því hófust viðræður um að verkið yrði sett upp í Seúl. Íslenskur söng- leikur í Seúl Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í ein- angrun vegna gruns um stór- fellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarð- haldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsis- málastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla- Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsis- málastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangr- unarklefarnir utan við afplánun- arkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi Tuttugu og sex sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi, þar af nítján í einangrun. Fjöldinn hefur ekki mikil áhrif á biðlista í afplánun, segir fangelsismálastjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir það alls ekki inni í myndinni að hlutur Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS) renni inn í Reykjavík Energy Invest (REI) fari svo að Orkuveita Reykja- víkur kaupi hlutinn. Þetta er á skjön við samning sem gerður var við samruna REI og Geysis Green Energy (GGE) í síðustu viku, þar sem kveðið er á um að hluturinn fari inn í REI. „Ef við keyptum þann hlut, þá færi hann ekki í REI. Það er ekki í myndinni, alls ekki,“ segir Vilhjálmur. Orkuveitan lagði fram kauptil- boð í hlut Hafnarfjarðar í HS fyrir þremur mánuðum en Hafnarfjarð- arbær hefur ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Fari svo að hann renni til REI, þá mun REI eiga 64 prósent í HS. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa átt forkaupsrétt í hluti GGE og Orkuveitunnar í HS síðan í sumar samkvæmt hluthafasam- komulagi. Sá réttur er nú virkur eftir aðilaskipti á hlutunum. Bæj- arstjórar Hafnarfjarðar og Reykja- nesbæjar, segja báðir að skoðað verði hvort forkaupsrétturinn skuli nýttur. Hluturinn rynni alls ekki til REI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.