Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 4
„Frábært, æðislegt,“ sagði
Bítillinn Ringo Starr um leið og
hann gekk nánast aftur á bak niður
að snekkjunni, sem flutti hann og
Yoko Ono frá Viðey í gærkvöldi.
Ringo lék á als oddi við tendrun
Friðarsúlu Yoko í Viðey. Svalur
vindur hafði leikið um gesti í
nokkra stund og Skólakór Kárs-
ness sungið í um hálftíma þegar
Yoko, í fylgd sonar síns, Sean
Lennon, auk Ringo og ekkju Bítils-
ins George Harrison, Oliviu,
mættu að Friðarsúlunni.
„Þetta er gjöf til heimsins frá
John og Yoko og íslensku þjóðinni,“
sagði Yoko og kvað okkur öll standa
saman í dögun nýrrar aldar.
„Sum okkar eru hér á staðnum,
önnur eru með okkur í anda, sum
eru fangelsuð, pyntuð og niður í
þeim þaggað. En þau eru hér líka
með okkur í dag. Sum okkar hafa
farið burt áður en þau gátu notið
nýrrar aldar af ást og friði. En þau
standa hér öll saman í dag í von.
Ljósið er ljós visku, heilunar og
krafts,“ sagði Yoko Ono.
Ringo Starr, Yoko, Olivia Harris-
son og Sean Lennon skoðuðu Frið-
arsúluna í krók og kring. Ringo
tók hressilega undir í laginu Ima-
gine eftir John Lennon, hrósaði
verkinu í hástert og óskaði síðan
gestum ástar og friðar áður en
hópurinn gekk á braut.
„Takk fyrir alla hjálpina og
ást ykkar á verkefninu,“ sagði Yoko
Ono á blaðamannafundi áður en
Friðarsúla hennar var tendruð í
Viðey í gær.
„Ég er mjög, mjög hamingjusöm,
þetta er frábært,“ sagði Yoko sem
einnig taldi að eiginmaður hennar
heitinn, John Lennon, væri ánægð-
ur með Friðarsúluna, sem helguð
er minningu hans og var tendruð
þegar nákvæmlega 67 ára voru
liðin frá fæðingu hans. Ljósin eiga
að loga til 9. desember sem er sá
dagur sem Lennon var myrtur að
Yoko ásjáandi í New York árið 1980.
Yoko sat í gær fyrir svörum alþjóð-
legs liðs blaðamanna sem sumir
hafa fylgst með henni og Bítlunum
í marga áratugi.
Spurð um staðarvalið fyrir Frið-
arsúluna sagði Yoko ótal ástæður
fyrir því. Ein skýringin væri hnatt-
ræn lega Íslands. „Norðrið er þar
sem krafturinn og viskan er,“ sagði
listakonan sem kvaðst vilja að úr
norðrinu yrði boðskap friðarins
dreift um heim allan. Aðrar ástæður
fyrir staðarvalinu sagði Yoko vera
hreinar orkulindir og náttúru
Íslands.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri þakkaði Yoko fyrir hönd
allra Íslendinga fyrir hina frábæru
hugmynd sem nú væri orðin að
veruleika. „Reykjavíkurborg er
stolt og heiður sýndur að hafa orðið
fyrir valinu fyrir þetta friðartákn,“
sagði borgarstjórinn.
Þegar Yoko var spurð um það
hvort til greina kæmi að reistar
yrðu friðarsúlur á öðrum stöðum í
heiminum svaraði Yoko því til að
hún stýrði ekki því sem aðrir gera.
„Fyrir mig þá dugar þessi alveg,“
sagði hún.
Að sögn Yoko á unga kynslóðin í
dag betri möguleika á að koma á
friði en ungt fólk átti á sjöunda
áratugnum. Þá hafi ýmsar gildrur
verið í veginum og dæmið ekki
alveg gengið upp. En ekki aðeins
væru möguleikarnir nú betri til að
ná fram friði heldur væri það ein-
faldlega knýjandi nauðsyn. „Við
verðum bara að gera það. Vegna
þess að ef við gerum það ekki þá
verðum við ekki hér,“ sagði hún.
Þá bætti Yoko því við að nú á
dögum væri hugmyndin um góð-
mennsku horfin. „Fólk hugsar
mest núna um að eignast peninga,“
sagði Yoko sem vill breytingar:
„Ef við öllsömul óskuðum friðar
saman og tryðum á hann þá gætum
við breytt heiminum.“
Yoko Ono tendraði
Friðarsúlu Lennons
Listakonan Yoko Ono segir menn verða að koma á friði eða hverfa ella. Hún tel-
ur að John Lennon sé ánægður með friðarsúluna í Viðey og að úr norðri berist
boðskapur friðar um heiminn. Borgarstjórinn sagði Reykvíkinga vera stolta.
www.lyfja.is
- Lifið heil
Bólusetning
gegn inflúensu
– engin bið
Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15–19
Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13–15
Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13–17ÍSLE
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
L
Y
F
3
93
45
0
9/
07
„Ég held að þetta sé vel
heppnað listaverk sem eigi eftir
að vekja athygli,“ segir Hafþór
Yngvason, safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur, sem telur mikinn
feng að Friðarsúlu Yoko Ono í
Viðey. „Þetta er vandlega hugsað
og kemur mjög vel út. Ég held að
þetta verði nýtt kennileiti í
umhverfinu.“
Friðarsúlan verður eftirleiðis á
vegum Listasafns Reykjavíkur.
Við munum annast um verkið svo
það verði alltaf eins og það var
hugsað,“ segir Hafþór.
Súlan vandlega
hugsað listaverk
Ringo sagði súluna æðislega
Frosti Bergsson hefur
gert tilboð í Opin kerfi. Tilboðinu
hefur verið tekið samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins en
kaupverðið er ekki gefið upp.
Kaupin eru gerð með fyrirvara
við útkomu áreiðanleikakönnunar
sem stendur yfir.
Frosti vann að stofnun HP á
Íslandi sem síðar varð að Opnum
kerfum og vann þar í 20 ár.
Árið 2004 var félagið hins
vegar selt til Kögunar, sem er
dótturfélag Teymis. Teymi á nú
um helming í Handsholding sem
skoðar sölu Opinna kerfa til
Frosta.
Kaupir Opin
kerfi aftur
Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu lýsir eftir Huldu
Sólrúnu Aðalsteinsdóttur, fimmtán
ára, sem fór frá
heimili sínu í
Reykjavík
síðastliðinn
miðvikudag.
Hulda Sólrún er
175 sentimetrar
á hæð og
grannvaxin, með
dökkleitt
axlarsítt hár
með ljósum
strípum. Hún er líklega klædd í
svarbrúnan leðurjakka, ljósa
strigaskó, dökkbláar gallabuxur og
ljósa peysu.
Þeir sem vita hvar hún er
niðurkomin eru beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
síma 444-1000.
Lýst eftir stúlku
Skólakór Kársness söng í gær
fyrir gesti við tendrun Friðarsúl-
unnar í Viðey. „Þetta eru 75 krakkar
á aldrinum þrettán til fimmtán ára
sem syngja hér í kvöld,“ sagði
Þórunn Björnsdóttir kórstjóri áður
en hópurinn sté á svið.
„Við hlökkum afar mikið til.
Okkur finnst ofboðslega gaman
að taka þátt í svona skemmtilegu
verkefni. Við reyndum að finna
lög sem passa við athöfnina og
erum að hluta til með efnisskrá
sem hinir erlendu gestir þekkkja.
En við syngjum allt á íslensku,“
sagði Þórunn. Bæði Ringo Starr
og Yoko Ono gáfu sig á tal við
kórinn í lok athafnarinnar.
Sungu fyrir
Yoko og gesti
Kvikmyndafyrirtækið
Pegasus Film hefur myndað Yoko
Ono í heimsóknum hennar á
Íslandi síðustu tvö árin. Listakon-
an réði Pegasus til verksins og
fær allt myndefnið í hendurnar
eftir hverja heimsókn. Ekki er
nákvæmlega vitað til hvers Yoko
ætlar þessar upptökur til annars
en einkanota. Starfsmenn
Pegasus fylgja Yoko ekki eftir
hvert fótmál hér á landi heldur
festa þeir helstu viðburði á filmu.
Voru Pegasus-menn í öndvegi á
vel heppnuðum blaðamannafundi
í Hafnarhúsinu í gær.
Mynda gjörðir
Yoko á Íslandi