Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 2
Höskuldur Daði Magnússon hefur verið ráðinn frétta- stjóri á Fréttablaðinu. Hann mun hafa umsjón með dægurmála- hluta blaðsins. Höskuldur hefur starfað á Fréttablaðinu síðan á vordögum 2006. Aðrir fréttastjórar eru Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson og Kristján Hjálmarsson. Nýr fréttastjóri Unnur, er þetta mikill höfuðverkur? Vladimír Pútín Rúss- landsforseti tók vel á móti frönsk- um starfsbróður sínum, Nicolas Sarkozy, sem heimsótti hann í gær. „Frakkland hefur verið, og verð- ur vonandi eitt helsta samstarfs- ríki okkar í Evrópu og í heiminum. Samskipti okkar þróast vel,“ sagði Pútín þegar Sarkozy kom á aðset- ur Pútíns skammt fyrir utan Moskvu. Sarkozy hefur undanfarið sakað Rússa um hörku og hefur einnig gagnrýnt stefnu Rússa gagnvart Íran. Sarkozy segist staðráðinn í að refsa Írönum fyrir kjarnorkuá- form þeirra, en Pútín ætlar innan fárra daga að halda til Írans þar sem Rússar eru að byggja kjarn- orkuofn. „Rússar eru komnir aftur fram á sjónarsvið heimsmálanna,“ sagði Sarkozy í viðtali við rúss- neska dagblaðið Rossiskaja Gaz- eta, sem birtist í gær. Hann sagði hins vegar að Rússar ættu taka á sig þá ábyrgð sem „fylgir rétt- mætum metnaði þeirra til að vera stórveldi.“ Sarkozy er fyrsti vestræni þjóð- arleiðtoginn sem hittir Pútín eftir að hann lýsti því yfir í síðustu viku að hann hyggðist bjóða sig fram til þings, sem gerir Pútín kleift að verða forsætisráðherra þegar hann lætur af forsetaembættinu á næsta ári. Sarkozy ætlar að hitta Pútín aftur í dag til frekari við- ræðna. Hyggjast styrkja sambandið Maður særðist alvar- lega þegar að sprengja sprakk í borginni Bilbao í Baskalandi á Spáni. Maðurinn er lífvörður stjórnmálamanns úr flokki forsætisráðherrans. Enginn lýsti sprengingunni á hendur sér en grunur beindist strax að ETA, aðskilnaðarsamtök- um Baska. Samtökin aflýstu vopnahléi í ágúst og hafa staðið fyrir nokkrum árásum síðan. Stuttu fyrir árásina lýsti innanríkisráðherrann Alfredo Perez Rubalcaba yfir hertum öryggisaðgerðum vegna ótta við árásir frá ETA á föstudag, þjóðhátíðardegi Spánar. Lífvörður særð- ist alvarlega Björninn sem drap sænskan veiðimann í Norður- Svíþjóð á mánudaginn var felldur í gær að því er talið er. „Við erum 99 prósent vissir um að þetta sé rétti björninn,“ sagði Björn Svanberg í samtali við fréttavef Dagens nyheter en hann og bróðir hans Lars felldu björninn sem vó yfir 200 kíló. Í gærmorgun söfnuðust nokkrir veiðimenn saman við hús mannsins sem björninn drap og skömmu síðar fundu þeir björninn í kílómetra fjarlægð frá húsinu. Erfðaefni björnsins verður kannað til að skera ótvírætt úr um hvort þetta sé drápsbjörninn. Drápsbjörninn felldur í gær Menntaskólinn Hraðbraut má ekki spyrja út í persónulega hagi umsækjenda á eyðublaði, eins og hvort viðkomandi eigi við lestrarörðugleika eða hegðunarvandamál að stríða. Samkvæmt úrskurði Persónuverndar, sem birtur var í gær, er forsvars- mönnum skólans gert að breyta eyðublaðinu. Á eyðublaðinu er meðal annars spurt: „Átt þú við einhver líkamleg veikindi að stríða?“ og „Hefur þú leitað læknisaðstoðar vegna sálrænna vandamála?“. Sérstaklega er tekið fram að rangt svar við spurn- ingunum geti varðað brottvísun úr skólanum. Umsækjendur eldri en átján ára eru látnir fylla út eyðublaðið. „Reynslan hefur sýnt okkur að nemandi sem á við lestrarerfiðleika að stríða, ofvirkni, [...], sálræn vandamál, áfengis- eða vímuefnavandamál er oft ekki líklegur til að fóta sig í því kröfuharða námi sem hér fer fram,“ segir orðrétt í svari skólans við fyrir- spurn Persónuverndar. „Þannig viljum við með tiltækum ráðum forðast að taka inn umsækjendur sem greiða hér 190.000 króna skólagjöld og eiga enga von um að ná árangri vegna atriða sem sjá má fyrirfram.“ Persónuvernd hafnaði rökum skólans, meðal ann- ars á þeim forsendum að í lögum um framhaldsskóla sé ekki mælt fyrir um heimild til að gera rétt svör við spurningum um heilsufarsatriði að skilyrði inngöngu í framhaldsskóla. Skólinn skuli því breyta eyðublað- inu. Ekki náðist í Ólaf Hauk Johnson skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Maður og kona um tvítugt hefur verið úrskurðað í gæsluvarðhald fram á föstudag eftir að þau voru stöðvuð í tollinum í Leifsstöð með um 300 grömm af kókaíni í fórum sínum. Fólkið var að koma frá Amster- dam á laugardaginn þegar þau voru stöðvuð tollinum. Bæði földu kókaínið í umbúðum innvortis. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en ekki vegna alvarlegra brota. Rannsókn málsins er á frum- stigi samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum en hún verst frekari frétta af málinu að svo stöddu. Tveir smyglarar í gæsluvarðhaldi Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri segir að kaupi Orkuveita Reykjavíkur (OR) hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja (HS) þá komi ekki til greina að sá hlutur renni inn í Reykjavík Energy Invest (REI). Þetta er þvert á orð Hjörleifs Kvar- an, forstjóra OR. Formleg tilkynn- ing um sameiningu REI og Geysir Green Energy (GGE) hefur ekki borist hluthöfum í HS þrátt fyrir að þeir eigi forkaupsrétt á tæplega helmings hlut REI í fyrirtækinu. Þeir útiloka ekki að nýta forkaups- réttinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að ef OR kaupi hlut Hafnarfjarðar í HS, þá verði sá hlutur í eigu OR. „Það hefur staðið til að við keyptum meira af Hafnarfirði og það sam- komulag stendur. Hafnfirðingarnir hafa ekkert gefið uppi um hvað þeir ætla sér en ef við keyptum þann hlut, þá færi hann ekki í REI. Það er ekki í myndinni, alls ekki.” Hjör- leifur Kvaran getur ekki skýrt þessi orð borgarstjóra en segir ljóst að eignarhlutur Hafnarfjarðar renni inn í REI því það standi í sameining- arsamningi REI og GGE. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það koma til greina að nýta forkaupsrétt í HS. „Ef það reynist verða áhugaverð- ur kostur þá skoðum við það að nýta rétt okkar. En það eru stórir eignaraðilar þar inni sem við verð- um að vita hvað eru að hugsa. Við vinnum út frá forsendum hlut- hafasamkomulags sem var gert í sumar.“ Lúðvík segir að möguleg sala hlutar Hafnarfjarðar til OR verði rædd á mánudag og lýsir jafnframt furðu sinni á því að formleg tilkynning um samein- ingu hafi ekki borist. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir málið ekki þannig vaxið að það sé hægt að svara því hreint út hvort forkaups- réttur verður nýttur. „Við teljum mögulegt að finna lausn í sam- starfi við ríkisstjórn, sem eru að skoða skipulag orkumála, og einkaaðila. Við eigum hins vegar alltaf, ef okkur líkar ekki útkom- an, þann kost að nýta forkaupsrétt okkar.“ Árni segir að ekkert í lögum segi hvenær formleg til- kynning um sameiningu skuli ber- ast. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri REI, telur að þrátt fyrir að forkaupsréttur sveitarfélaganna sé í gildi næstu tvo mánuðina þá setji það ekki sameiningu REI og GGE í uppnám. „Ég sé ekki að sveitarfélögin fari í svo grimma aðgerð að kaupa allt sem þeir geta. Ég trúi ekki öðru en það finnst lausn sem allir geta sætt sig við.“ Ósammála um inni- hald samningsins Borgarstjóri er ósammála forstjóra Orkuveitunnar um hvað verður gert við hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja, kaupi Orkuveitan hlutinn. Í sameiningar- samningi REI segir að hluturinn eigi að renna inn í fyrirtækið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.