Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 14
Skipulagsstofnun
segir að auglýsing um úthlutun á
byggingarrétti fyrir um 650 íbúðir
í Vatnsendahlíð í Kópavogi byggi
á röngum forsendum.
„Í auglýsingunni og á vefsíðunni
kopavogurlodir.is, lítur út sem
svæðið sé skipulagt fyrir íbúða-
byggð. Svo er ekki þar sem svæðið
er skipulagt sem vatnsverndar-
svæði,“ segir í tilkynningu sem
Skipulagsstofnun sendi frá sér í
gær „með hagsmuni almennings
að leiðarljósi“ eins og það er
orðað.
Skipulagsstofnun segist hafa
gert formlega athugasemd við
Kópavogsbæ hinn 18. september.
„Þar sem Kópavogsbær hefur að
engu haft þær athugasemdir sér
Skipulagsstofnun sig knúna til að
vekja athygli á málinu og upplýsa
umsækjendur um að byggingar-
réttur sem nú er til úthlutunar og
sölu í Vatnsendahlíð á sér ekki
nauðsynlega lagastoð í skipulagi,“
segir stofnunin
og bendir á að
fyrir þennan stað
sé í gildi svæðis-
skipulag sem háð
sé samþykki ann-
arra sveitarfé-
laga á höfuð-
borgarsvæðinu.
Af hálfu Kópa-
vogsbæjar er
bent á að í
umrædddri aug-
lýsingu sé tekið fram að bygging-
arrétti á þessum lóðum verði
úthlutað með fyrirvara um að
deiliskipulag verði samþykkt.
„Svo sem Skipulagsstofnun er
kunnugt eru fjölmörg fordæmi
fyrir því að sveitarfélög auglýsi
úthlutun á byggingarrétti með
slíkum fyrirvara. Er því vandséð
að Skipulagsstofnun hafi yfirlýsta
hagsmuni almennings að leiðar-
ljósi þegar hún sendir út fréttatil-
kynningu fáeinum klukkustund-
um áður en umsóknarfrestur um
úthlutun rennur út um að bygg-
ingarétt í Vatnsendahlíð skorti
nauðsynlega lagastoð í skipulagi,“
segir í tilkynningu Kópavogsbæj-
ar.
Einnig segir Kópavogsbær að
Skipulagsstofnun sé kunnugt um
að unnið hafi verið að því undan-
farin ár að aflétta vatnsvernd á
svæðinu og sé færsla vatnsvernd-
arlínu á lokastigi: „Fréttatilkynn-
ing Skipulagsstofnunar er villandi
vegna þess að með henni er gefið
til kynna að vakin sé athygli á
nýjum upplýsingum umfram þær
sem fram koma í auglýsingum
Kópavogsbæjar. Svo er aftur á
móti ekki.“
Umsóknarfrestur um lóðirnar
rann út á föstudag. Að sögn Þórs
Jónssonar, forstöðumanns
almannatengsla hjá Kópavogsbæ,
virtust umsóknir vera rúmlega sjö
hundruð.
Vara við lóðum á
vatnsverndarsvæði
Skipulagsstofnun segir ekki víst að lóðir sem Kópavogsbær auglýsti á Vatnsenda
standist lög. Kópavogsbær segir fyrirvara vera um það í skilmálunum.
Ian Blair,
lögreglustjóri í London,
vill að breska lögreglan
fái að halda grunuðum
hryðjuverkamönnum
lengur en 28 daga í fang-
elsi án þess að ákæra
verði lögð fram. Þetta
segir hann nauðsynlegt
vegna þess að hryðju-
verkaógnin fari nú hratt
vaxandi.
„Fjöldi samsæra, fjöldi
þeirra sem standa að þessum
samsærum, og umfang metnaðar
þeirra – að því er varðar eyði-
leggingu og manntjón – er að auk-
ast og hefur verið að
aukast ár frá ári,“ sagði
Blair á fundi þing-
nefndar, sem íhugar
hvort breyta eigi lögum
um gæsluvarðhald
grunaðra hryðjuverka-
manna.
Mannréttindasam-
tök hafa þó gagnrýnt
þessi áform og segja
Blair engan veginn
hafa fært sönnur á
nauðsyn þess að lengja varð-
haldsheimildir. Stjórnarandstæð-
ingar í Bretlandi taka undir þá
gagnrýni.
Vill geta haft fanga
lengur í varðhaldi Ísraelsk kona og ítalskur maður eru á batavegi
eftir að hafa verið skipreika í átta
daga í Arabíuflóa, að því er
indverska landhelgisgæslan
greindi frá í gær.
Snekkja parsins sökk 24.
september í óveðri og komust þau
í gúmbjörgunarbát sem var um
borð. Það varð þeim til lífs að þau
höfðu með sér neyðarbirgðir af
mat og vatni.
Skipsáhöfnum á svæðinu hafði
verið sagt að fylgjast með
skipreika fólki eftir að samband
rofnaði við snekkjuna og varð
belgískur dráttarbátur var við
björgunarbátinn 3. október.
Parið var meðhöndlað við
ofþornun og sólbruna.
Skipreika í átta
daga á hafi úti
Koma á til móts við
manneklu í umönnunarstörfum í
Reykjavíkurborg með aðgerðum til
að efla atvinnuþátttöku meðal eldri
borgara. Hátt á annað hundrað
störf bjóðast fólki yfir sextugu.
Verkefnisstjóri aðgerðarinnar
kemur úr hópi eldri borgara og
mun hann sjá um að koma á tengsl-
um milli eldri borgara og borgar-
innar.
„Ég þekki engan sem fór að vinna
eftir að fólki yfir sjötugu var gert
kleift að afla 300.000 króna á ári án
þess að það kæmi til skerðingar á
tryggingabótum. Það sem vantar er
aðstoð við að finna hentuga vinnu
enda ekki margir sem ráða fólk til
starfa í svo lágt starfshlutfall. Það
var því tilvalið að koma til móts við
manneklu hjá Reykjavíkurborg
með þessum hætti,“ segir Sesselja
Ásgeirsdóttir, sem mun veita
áhugasömum ráðgjöf og upplýsing-
ar um hentug störf.
Margir eldri borgarar reynast
kvíðnir yfir því að störfin séu þeim
of erfið. Borgaryfirvöld eru að
kanna hvernig hægt sé að minnka
álag í störfunum sem í boði eru og
munu fara fram á starfshæfnis-
vottorð.
Sesselja segir vottorðið geta
virkað hvetjandi á eldra fólk.
„Fólk heldur að það geti ekki
þetta eða hitt, en það getur alveg
unnið. Það er mjög gefandi fyrir
stofnanir að fá eldra fólk inn og
fyrir yngra fólkið að starfa við hlið
eldri borgara.“
Á annað hundrað störf í boði
Skýrslur voru
teknar í gær af fyrrum starfs-
mönnum SIA Nordic Construction
Line sem leitað hafa til Afls
starfsgreinafélags með leiðrétt-
ingu launa sinna vegna starfa
fyrir GT verktaka við Hraunár-
veitu. Búast má við að skýrslutök-
um verði fram haldið í dag.
Sverrir Albertsson, fram-
kvæmdastjóri Afls, segir að
grunur leiki á um að eitt aðalvitn-
ið í máli starfsmannanna erlendu
sé farið úr landi. Það sé annar
tveggja túlka sem sáu um
samskipti GT verktaka við
mennina og komu skilaboðum
áleiðis. Hann hafi átt að mæta í
héraðsdóminn í gærmorgun og
vitað það en ekki svarað í síma
frá því síðdegis á mánudag.
Þá séu átta menn, sem voru í
upphaflega hópnum sem leitaði til
Afls, farnir úr landi.
Eitt aðalvitnið
farið af landinu
Tasmaníuskollum
hefur fækkað um rúm fjörutíu
prósent frá árinu 1990 vegna
útbreiðslu andlits-
krabbameins sem
þekur trýni
dýranna og
veldur því
yfirleitt að þau
svelta til dauða.
Vísindamenn
við háskólann í
Sydney telja sig
hafa uppgötvað
ástæðuna, sem
liggi í ónæmis-
kerfi dýranna.
Skortur á erfðafræðilegum
fjölbreytileika valdi því að
ónæmiskerfið berjist ekki gegn
krabbameininu.
Talið er að krabbameinið eigi
uppruna sinn í frumulínu eins
dýrs og hafi svo smitast áfram
með biti.
Óvirkar varnir
Tasmaníuskolla
Þrír létust og
fimm særðust þegar bygging
sem yfirvöld höfðu lýst óörugga
hrundi í Kaíró, höfuðborg
Egyptalands, í gær.
Fjögurra hæða byggingin var
í lágtekjuhverfi og hafði íbúum
hennar verið skipað að yfirgefa
hana vegna yfirvofandi hruns,
að sögn lögreglu.
Leigukostnaður og uppihald
gera fólki úr lág- og millistétt
erfitt fyrir að finna annað
húsnæði.
Ekki er óalgengt að byggingar
hrynji í Egyptalandi, ýmist
vegna aldurs, skemmda eða
galla.
Þrír fórust þeg-
ar hús hrundi