Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 31
Hátískuhönnuðurinn Valentino Garavani kvaddi tísku-
heiminn með sýningu sinni í París á dögunum. Hann
tilkynnti í september að hann hygðist sleppa tökunum
á tískuhúsinu sem ber nafn hans og snúa sér að öðrum
verkefnum. Síðustu sýningu hans var því beðið með mikilli
eftirvæntingu, og var það mál manna að honum hefði, eins
og svo oft áður, tekist einkar vel upp. Að sjálfsögðu var eft-
irlætislitur hönnuðarins, hárauður, með í för á pöllunum,
en þar gaf að líta stórkostlega kjóla, hver öðrum fegurri.
Leikarinn Mark Wahlberg er
þegar búinn að æfa sig í eitt ár
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
The Fighter, þrátt fyrir að tökur
hefjist ekki
fyrr en eftir sex
til átta mánuði.
Wahlberg er
um þessar
mundir að taka
upp myndina
The Happening.
Vaknar hann
klukkan fjögur
á hverjum
morgni til að
æfa sig áður en
hann fer í tökur.
The Fighter
fjallar um ævi
hnefaleikakapp-
ans Mickey
„Irish“ Ward og
vill Wahlberg
líta eins
raunverulega út og mögulegt er í
hlutverkinu. „Við hlaupum, við
horfum á bardaga og síðan er ég
með hnefaleikahring heima hjá
mér,“ sagði Wahlberg, sem tekur
hlutverkið greinilega mjög
alvarlega.
Stífar æf-
ingar hjá
Wahlberg