Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 34
WEST HAM
BOLTON
W W W. I C E L A N DA I R . I S
3.–5.
NÓVEMBER
52.800KR.
Verð á mann í tvíbýli
Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir
á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan,
s.s. á móti Tottenham, Everton og Manchester United.
+ Nánari upplýsingar:
www.icelandair.is/ithrottaferdir
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde
Hart er barist þessa dag-
ana um framherjann unga, Guðjón
Baldvinsson, en hann hefur klár-
lega leikið sinn síðasta leik fyrir
Stjörnuna í Garðabæ. Flest stóru
liðin hafa verið að bera víurnar í
Guðjón síðustu daga en samkvæmt
mjög áreiðanlegum heimildum
Fréttablaðsins ætlar Guðjón ann-
aðhvort að semja við Íslandsmeist-
ara Vals eða KR.
Guðjón, sem er 21 árs gamall,
reyndi að komast frá Stjörnunni
fyrir síðasta sumar en eftir mikil
læti varð ofan á að hann lék áfram
með Garðabæjarliðinu. Hann
samdi þá við félagið á nýjan leik
og samkvæmt nýja samningnum
var honum frjálst að fara til ann-
ars liðs á ákveðna upphæð færi
svo að Stjarnan kæmist ekki upp í
Landsbankadeildina þar sem Guð-
jón vill spila.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Fréttablaðsins er áðurnefnd
upphæð fjórar milljónir króna og
slík upphæð stendur tæplega í
stórum liðum á borð við Val og KR
sem hafa umtalsverða peninga til
að spila úr. Bæði lið sjá einnig
fram á þann möguleika að selja
Guðjón síðar meir til útlanda fyrir
dágóða upphæð enda Guðjón með
efnilegri framherjum landsins.
Guðjón vildi ekkert gefa upp
um sín mál við Fréttablaðið í gær
þegar eftir því var leitað. Sagði
hann að sín mál myndu vonandi
skýrast fyrir lok mánaðarins.
Guðjón lék mjög vel fyrir
Stjörnuna í 1. deildinni síðasta
sumar og skoraði ein 12 mörk í 16
leikjum. Hann missti af síðustu
leikjum Stjörnunnar vegna
meiðsla en hefði líklega gert
atlögu að markakóngstitlinum í 1.
deild hefði hann verið heill heilsu.
Einn eftirsóttasti knattspyrnumaðurinn á leikmannamarkaðnum er framherj-
inn ungi og efnilegi Guðjón Baldvinsson. Hann er falur fyrir 4 milljónir króna
frá Stjörnunni og mun ganga annaðhvort í raðir Íslandsmeistara Vals eða KR.
Hinn árlegi kynningar-
fundur vegna upphafs Íslands-
móta í Iceland Express-deildum
karla og kvenna í körfubolta fór
fram í gær. KR er spáð sigri í
karlaflokki en Keflavík í kvenna-
flokki.
Benedikt Guðmundsson, þjálf-
ari núverandi Íslandsmeistara í
KR, var kátur með að liði sínu hafi
verið spáð titlinum.
„Mér líst mjög vel á þetta og
vona svo sannarlega að þetta gangi
eftir. Við eigum enn langt í land
með að slípa saman okkar leik og
ég hef sagt það áður að við ætlum
okkur að vera bestir í mars og
apríl þegar mótið fer verulega að
skipta máli og erum því ekkert að
stressa okkur yfir einhverju tapi í
september,“ sagði Benedikt en KR
tapaði á móti liði Snæfells í úrslit-
um Poweradebikarsins í lok sept-
ember.
„Það hefur aldrei þótt vænlegt
að fá það of snemma og við ætlum
að halda í okkur og springa út á
réttum tíma,“ sagði Benedikt að
lokum.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálf-
ari kvennaliðs Keflavíkur, kvaðst
ekki vera hissa á því að liði hans
hafi verið spáð titlinum.
„Þetta var bara það sem ég bjóst
við því eins og staðan er í dag þá
erum við með besta liðið. Þetta er
sterkur hópur hjá okkur og mikil
samstaða innan liðsins og í raun
meiri samkeppni í liðinu í ár held-
ur en í fyrra,“ sagði Jón Halldór
sem telur þó að gleymst hafi í
umræðunni að Keflavík hafi líka
misst leikmenn.
„Mér finnst umræðan svolítið
snúast um að Haukar hafi misst
hina og þessa leikmenn og við
fengum auðvitað hina geysisterku
Pálínu Gunnlaugsdóttur frá Hauk-
um og hún er auðvitað frábær við-
bót við liðið hjá okkur. En mér
finnst allt í lagi að það komi fram
að Keflavík hefur líka orðið fyrir
blóðtöku. Við höfum byrjað vel og
því vill það gleymast að við höfum
misst þungavigtarleikmenn eins
og Birnu Valgarðsdóttur, Svövu
Stefánsdóttur og Maríu Ben
Erlingsdóttur,“ sagði Jón Halldór.
KR ver titilinn en Keflavík veltir Haukum af stalli
Sögusagnir hafa verið
uppi um að Viktor Bjarki
Arnarsson sé á leið heim en hann
hefur lítið spilað með Lilleström á
tímabilinu enda verið meira og
minna meiddur.
„Ég á tvö ár eftir af mínum
samningi og er ekkert á leið
heim,“ sagði Viktor Bjarki við
Fréttablaðið. „Ég er enn inni í
áætlunum þjálfarans og fæ
væntanlega tækifæri á næstu
leiktíð.“
Áfram í Noregi
Í fyrsta sinn síðan
byrjað var að spá fyrir tímabilið
1990 er hvorki Njarðvíkingum né
Keflvíkingum spáð meðal þriggja
efstu sætanna. Í sautján spám á
undan höfðu Reykjanesbæjarlið-
in verið bæði meðal þriggja efstu
í tólf skipti, þ.á m. í efstu tveimur
sætunum undanfarin þrjú ár.
Söguleg spá
Dregið var í riðlakeppni
Evrópukeppni félagsliða í gær en
nokkur Íslendingalið voru í
pottinum.
AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns
Steinssonar, er í A-riðli ásamt liði
Bjarna Þórs Viðarssonar,
Everton, Zenit St. Pétursborg,
Nürnberg og Larissa. Brann, sem
Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur
Örn Bjarnason og Ármann Smári
Björnsson spila með, er D-riðli
ásamt Hamborg, Rennes, Dinamo
Zagreb og Basel. Helsingborg, lið
Hjálmars Jónssonar og Ragnars
Sigurðssonar, er í H-riðli með
Galatasaray, Bordeaux, Austria
Vín og Panionios.
Fyrstu leikir liðanna fara fram
25. október næstkomandi.
Íslendingalið
saman í riðli
HK mætir danska
liðinu FCK Håndbold í 3. umferð
EHF-keppninnar en dregið var í
gær.
Með danska liðinu spilar Íslend-
ingurinn Arnór Atlason en liðið er
með fullt hús á toppi dönsku
deildarinnar og komst meðal
annars í fjórðungsúrslit í EHF-
keppni karla á síðasta tímabili.
Karlalið Fram dróst gegn
tyrkneska liðinu Ankara Il Özel
Idare SK í Áskorendakeppninni,
kvennalið Stjörnunnar dróst gegn
franska liðinu Mios Biganos í
EHF-keppni kvenna og kvennalið
Vals mætir Napredak Krusevac
frá Serbíu í Áskorendakeppninni.
Arnór og félag-
ar mæta HK