Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 12
Þrítug listakona sem er ákærð fyrir að kyssa verð- mætt málverk og skilja eftir vara- litafar á hvítum fleti þess fór fyrir rétt í Frakklandi í gær. Verkið, sem er í einkaeigu en var á sýningu þegar Rindy Sam kyssti það, er eftir listamanninn Cy Twombly og metið á yfir 170 milljónir króna. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hefur ekki tekist að hreinsa varalitinn af málverkinu. Sam sagðist hafa „stjórnast af ást“ þegar hún kyssti málverkið. Sækjandi tekur þó ekki tillit til þess og vill að hún greiði tæpar 400.000 krónur í sekt auk þess að sækja námskeið í að vera góður borgari. Menningarmálaráðherra Frakklands hefur heitið því að beita sér fyrir hertu öryggi á söfnum og strangari viðurlögum gegn þeim sem vanvirða lista- verk. Kærð fyrir að kyssa verðmætt málverk Á annað hundrað grömm af ætluðum kannabisefn- um og smávægilegt magn af amfetamíni fundust við húsleit í Borgarfirði í gær. Leitin var gerð í kjölfar þess að ökumaður á sextugsaldri var tekinn fyrir fíkniefnaakstur. Þá fannst einnig ólöglegt skotvopn við leitina. Maðurinn játaði að kannabisefnin væru afrakstur eigin framleiðslu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi. Málið telst upplýst. Um síðastliðna helgi voru níu ökumenn teknir undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglu er yngra fólk í meirihluta og í þvagi nokkurra mældust allt að fimm tegundir fíkniefna. Sjötíu manns hafa verið teknir fyrir fíkniefna- akstur það sem af er ári í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Afrakstur síðastliðinnar viku telur lögregla að megi rekja til aukins eftirlits. Ármúla 23 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is Allt í drasli mælir með Allt í drasli mælir með 25% afs láttur af frábæ rum köss um til að skipulegg ja heimil ið SETTU ALLT Í KASSANA Hentugir geymslukassar af öllum stær›um og ger›um sem passa vel undir ýmislegt dót sem flarf a› geyma. E N N E M M /S ÍA /

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.