Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 19
Inga Lára Ingvarsdóttir komst
í hann krappan þegar hún
veiktist af háloftaveiki í Hima-
laya-fjöllum.
Inga Lára Ingvarsdóttir lækna-
nemi fór í tíu vikna ferðalag um
Asíu ásamt vinkonu sinni Sólveigu
Helgadóttur síðasta sumar. Þær
flugu til Katmandú í Nepal, höfðu
viðkomu í Tíbet, Kína og Taílandi
og enduðu í Hong Kong. Stöllurnar
lentu í ýmsum ævintýrum á leið-
inni og veiktust meðal annars af
háloftaveiki í Himalayafjöllum.
„Við skipulögðum ekkert áður
en við fórum af stað, heldur ákváð-
um að leyfa málunum að þróast.
Vorum samt ákveðnar í að fara í
gönguferð og völdum Himalaya-
fjöll þar sem bekkjarbróðir okkar
hafði farið þangað,“ segir Inga og
bætir við að náttúrufegurðin á
svæðinu sé engu lík, þar sem hvert
undrið reki annað.
„Við urðum okkur úti um leið-
sögumann og lögðum af stað í göng-
una, sem tók í það heila tvær
vikur,“ rifjar Inga upp og bætir við
að gengið hafi verið í rúma sjö tíma
á dag, frá klukkan sjö á morgnana
til tvö um daginn. Þær náðu þó að
hvíla lúin bein inni á milli, en auð-
velt er að verða sér úti um gistingu
á svæðinu.
Ferðin gekk eins og í sögu að
sögn Ingu eða þar til daginn sem
þær klifu hæst en þá dundi ógæfan
yfir. Sólveig fann fyrir ógleði, sem
er eitt einkenna háloftaveiki, og
þurfti að leita sér aðstoðar með
leiðsögumanninum á meðan Inga
gekk í humátt á eftir. Um leið og
þau voru komin úr hvarfi leið Ingu
allt í einu undarlega og féll í yfir-
lið.
„Ég rankaði aftur við mér rúll-
andi niður grjóthlíð og vissi hvorki
hvað sneri upp né niður,“ segir
Inga, sem lenti illa á grjótlagi fyrir
neðan. Hún náði með erfiðismun-
um að skríða aftur upp hlíðina og í
kofa þar sem Sólveig og leiðsögu-
maðurinn voru niðurkomin. Þar
var hlúð að henni.
„Við vorum svo heppin að þarna
voru tveir uxar sem við gátum leigt
til að bera okkur síðasta spölinn.
Annars veit ég ekki hvernig þetta
hefði endað,“ segir Inga, sem er
þrátt fyrir óhappið hæstánægð
með ferðina og hefði viljað skoða
Asíu frekar. „Ég hefði ekkert haft á
móti því að vera lengur,“ segir hún
hlæjandi.
Háskaför um Himalaya
Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig?
Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl,
3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband!
CAMO
frá
Premíum veiðigalli vatnsheldur með AIR-TEX öndun.
32500-
Innifalið:
Jakki og buxur,
"superdry"nærföt, flís
millilag, flónelskyrta,
húfa, axlabönd og
áhneppt flugnanet.
Camo jakki og buxur,
flíspeysa, "Superdry"
nærföt, húfa, áhneppt
flugnanet og axlabönd.
29500-„Micro Dry“ nærföt í felulitum
þægileg nærföt
www.ICEFIN.is
Icefin ehf. Nóatúni 17 105 Reykjavík. Sími: 534 3177
Nýjung 2008