Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 38
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Söngleikurinn Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson verður frumsýndur í Seúl í Suður-Kóreu í desember á næsta ári. „Þeir ætla að fá kóreskar sjónvarpsstjörnur til að syngja þetta allt saman. Þetta er mjög ánægjulegt og mjög framandi,“ segir Gísli Örn. „Það verður mjög fyndið að sjá þetta á kóresku.“ Fyrirtækið Acom International í Seúl hefur keypt réttinn að verkinu af Vesturporti og Art- box. Starfsmaður á vegum Acom kom hingað til lands í vor og upp úr því hófust viðræður um að verkið yrði sett upp í Seúl. Gísli ætlar að fara til Seúl og vera nýjum leikstjóra innan handar með uppsetninguna. „Ég fer út og kíki á þetta. Það verður gaman að sjá hvernig einhver annar fer með þetta,“ segir Gísli, sem áttar sig ekki á þessum mikla áhuga Suður-Kóreubúa á verkinu. „Ég hef heyrt að fólk í Asíu sé mjög sólgið í karókí. Það er mjög mikið um lög sem eru vinsæl í karókí í söng- leiknum og kannski finnst þeim þetta bara hressandi.“ Gísli segir að söngleikurinn eigi fullt erindi í hinum vestræna heimi þótt söguþráðurinn sé nokkuð óvenjulegur. „Leikurinn gerist á elli- heimili þar sem allir eru yfir sextugu og syngja lög unga fólksins. Þetta fjallar um gamalt fólk í dag og hvað við erum dálítið að gleyma því og skella því inn á stofnanir. Hann fjallar líka um mismunandi viðhorf fólks til þess að fara á elli- heimili.“ Verkið hefur gengið fyrir fullu húsi í Borg- arleikhúsinu í eitt og hálft leikár. Með helstu hlutverk fara Theódór Júlíusson, Pétur Einars- son, Hanna María Karlsdóttir, Charlotte Böv- ing, Kristbjörg Kjeld, Ómar Ragnarsson og Magnús Ólafsson. Söngleikurinn Ást til Suður-Kóreu „Ég var að klára hérna smá atburð með þýska heil- brigðisráðherranum, við vorum að hleypa af stokkun- um átaki sem heitir Five a Day eða fimm ávext- ir á dag,“ segir Magnús Scheving, forstjóri og skapari Latabæjar, sem var staddur í Þýska- landi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Svo eftir hádegi fer ég og þjálfa þýska Sport- acus,“ bætir Magnús við. LazyTown hefur verið í góðum gír að und- anförnu en úti um allan heim er nú verið að setja upp leiksýningar sem byggðar eru á sjónvarpsþáttunum. Magnús var einmitt viðstaddur frumsýningu slíkr- ar sýningar á Englandi þar sem Lati- bær er orðið mikið æði. Áður hafði hann verið að hlaupa maraþon með krökkum í Ósló og gengið frá sjón- varpsréttarsamningnum í Cannes. Magnús mun jafnframt ávarpa afar stóra heilsuráð- stefnu í London sem nefnist National Obesity Forum á þriðjudaginn en yfirskriftin verður Obesity: The Public Health Time Bomb. Þar verður sjónum beint að þeim gríðarlega heilbrigðisvanda sem offita er en ráðstefn- una sækir aðallega starfsfólk úr heilbrigðisgeiranum, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar. Meðal þeirra sem verða á ráðstefnunni er heil- brigðisráðherra Bretlands en offita er orðið mjög stórt vandamál í Bretlandi. Magnús herjar á Þýskaland „Ég var með viðtalsþætti í Sjón- varpinu á laugardagskvöldum á þessum tíma, þar sem ég fékk til mín skemmtilegt fólk, grásleppu- karla jafnvel. Vala í Spaks- mannsspjörum gerði stundum á mig kjóla, en ég þori ekki að sverja að þessi sé frá henni.“ Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur úrv sk, kinnar, gellur signa grásleppu, reykt ýsa og mar eira „Við höfum hist á nokkrum stefnu- mótum en að öðru leyti vil ég ekk- ert tjá mig um þetta og hún vill heldur ekki koma fram opinber- lega,“ segir Aron Pálmi Ágústsson sem hefur sést með stúlku upp á arminn að undanförnu á götum Reykjavíkur. Aron vildi ekki ganga svo langt að kalla stúlk- una kærustuna sína en viðurkenndi að hún væri góð vinkona sín og örlögin ein réðu því hvað verða myndi hjá þeim. Aron Pálmi Ágústson hefur smám saman verið að koma sér fyrir í íslensku þjóðfélagi eftir erfið ár í Texas-ríki en hann kom heim í lok ágúst á þessu ári eftir að hafa afplánað tíu ára fangelsis- dóm fyrir kynferðisbrot sem hann framdi aðeins ellefu ára gamall. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum voru aðstæður í Banda- ríkjunum vægast sagt skelfilegar. Í hinu svokallaða stofufangelsi var Aroni meðal annars gert að bera GPS-ökklaband sem skráði niður hverja hreyfingu og láta vita af sér með reglulegu milli- bili. En nú er Aron frjáls maður og hann er þessa dagana að leita sér að vinnu. Aron hefur lagt inn umsóknir á tveimur stöðum, þar á meðal á bensínstöð Shell við Smáralind. Honum líkar lífið hér á landi vel og segir Íslendinga hafa tekið sér opnum örmum. Aron brá sér á tónleika Magna Ásgeirssonar á Players fyrir skemmstu og bauð stórstjarnan úr Rock Star honum baksviðs eftir tónleikana. „Það var alveg frá- bært og þetta voru virkilega skemmtilegir tónleikar hjá honum,“ útskýrir Aron. Hugurinn stefnir samt í nám og hyggst Aron taka námskeið í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands. Í kjölfarið ætlar hann svo að klára nám sitt í atferl- issálfræði við sömu stofnun. Um miðjan nóvember er síðan reiknað með að ævisaga Arons Pálma komi út en það er ritstjóri tímaritsins Ísafoldar, Jón Trausti Reynisson, sem skrifar hana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.