Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 6
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Gólfþvottavélar
á rekstrarleigu
TASKI Swingo 1250 B
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV
TASKI swingo XP
TASKI swingo 3500 B
TASKI swingo 1250 B
TASKI swingo 750 B
TASKI swingogólfþvottavélar
Einfaldar í notkun - liprar og
leika í höndunum á þér
Bjarnþór Þorláksson,
bílstjóri hjá RV
Tugir tyrkneskra brynvagna
stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á
fjölmennum mótmælafundum í borgum
landsins var þess krafist að tekið væri af hörku
á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í
fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát. Árásin
hefur aukið enn líkurnar á að Tyrkir sendi
herlið inn fyrir landamæri Íraks til að elta uppi
skæruliða þar sem þeir annars eru að mestu í
skjóli fyrir refsivendi tyrkneska hersins.
Bandaríkjastjórn beitir sér nú af afli til að
telja Tyrkja ofan af því að ráðast inn í Írak.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hringdi í tyrkneska forsætisráðherrann
Recep Tayyip Erdogan og leiðtoga heima-
stjórnar Kúrdahéraðanna í Norður-Írak,
Massoud Barzani, á sunnudag til að knýja á um
að varkárni yrði höfð að leiðarljósi í baráttunni
gegn hinni bönnuðu hreyfingu aðskilnaðarsinn-
aðra Kúrda í Tyrklandi, hinum svonefnda
Verkamannaflokki Kúrdistans, PKK. Hann
hefur bækistöðvar handan landamæranna á
yfirráðasvæði íraskra Kúrda.
„Við teljum ekki að einhliða hernaðaraðgerðir
yfir landamæri séu besta leiðin til að fást við
þetta vandamál,“ sagði Sean McCormack,
talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington.
Ali Babacan, utanríkisráðherra Tyrklands,
sagði í heimsókn í Kúvæt í gær að Tyrklands-
stjórn myndi leita pólitískrar lausnar á
vandanum áður en hún brygði á það ráð að
senda her inn í Írak á eftir skæruliðum.
„En þegar allt kemur til alls, náist engin
niðurstaða, höfum við aðrar aðferðir sem við
kunnum að neyðast til að beita,“ tjáði Babacan
fréttamönnum.
Brynvagnar stefna að landamærunum
Eiga prestar þjóðkirkjunnar
að fá heimild til að staðfesta
samvist?
Ætlar þú í leikhús í vetur?
Fyrrverandi forseti
Mósambík, Joaquim Chissano,
hlaut Mo
Ibrahim-
verðlaunin í
gær fyrir starf
sitt við að leiða
þjóð sína út úr
borgarastyrjöld.
Þetta er í
fyrsta skipti
sem verðlaunin
eru veitt en þau
voru stofnuð í fyrra af súdanska
milljarðamæringnum Ibrahim í
þeim tilgangi að stuðla að betri
stjórnarháttum í Afríku.
Sem forseti kom Chissano á friði
í Mósambík eftir sextán ára
borgarastyrjöld og stýrði umbreyt-
ingu samfélagsins frá marxisma
til frjáls markaðshagkerfis.
Verðlaun fyrir
að koma á friði
Atvinnuleysi í Færeyj-
um er í sögulegu lágmarki og
mælist aðeins 1,3 prósent
samkvæmt færeysku hagstof-
unnni. Fréttavefur færeyska
ríkisútvarpsins greinir frá
þessu.
Atvinnuleysi er meira meðal
kvenna en karla, eða 1,8
prósent á móti 0,9 prósentum
hjá körlum. Í öllum sýslum í
Færeyjum er atvinnuleysi
meira meðal kvenna en karla.
Mest mælist atvinnuleysið
meðal kvenna á aldrinum 55
ára til 66 ára.
Atvinnuleysi er hvergi hærra
en í Suðurey, þar sem það
mælist 2,3 prósent. Minnst
atvinnuleysi er í Sandey, eða
0,3 prósent.
Atvinnuleysi í
Færeyjum lítið
Í drögum að samningi
milli Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) og Reykjavík Energy
Invest (REI) frá 17. september
var gert ráð fyrir einkarétti REI
á hugviti og þjónustu OR til tíu
ára en ekki tuttugu eins og nið-
urstaðan varð. Eftir að samn-
ingstíminn lengdist í tuttugu ár
hækkaði virði hlutar Orkuveit-
unnar í REI um tíu milljarða.
Lögmannsstofan LEX vann að
samningsgerðinni með stjórnum
REI og OR.
Sérstaklega er tekið fram í
samningsdrögunum, sem kynnt
voru sem umræðuskjöl á stjórnar-
fundum REI, að áhætta Orku-
veitunnar í þessum samningum
sé fólgin í því að fyrirtækið
missi stjórnina á REI, auk þess
sem hann takmarkar möguleika
fyrirtækisins til þess að taka
þátt í verkefnum erlendis.
Í drögunum frá 23. ágúst, sem
voru til umræðu á stjórnarfundi
REI þann sama dag, kemur fram
að þau byggist á þeirri breyt-
ingu, frá því sem áður hafði
verið rætt um, að setja inn fyrsta
rétt (first right of refusal) REI á
hugverki og þjónustu í stað
einkaréttar.
Björn Ársæll Pétursson, sem
var stjórnarformaður REI á
þessum tíma, sagði í viðtali við
Ríkisútvarpið fyrir viku að
einkaréttur hefði ekki verið til
umræðu meðan hann var í stjórn,
og þaðan af síður til tuttugu ára
eins og reyndin varð. Samkvæmt
drögunum virðist einkaréttur
REI á hugverki og þjónustu OR
hafa komið til umræðu þegar
Björn Ársæll var stjórnar-
formaður en hann lét af störfum
hinn 3. september.
LEX vann að samningsgerð
milli REI og Orkuveitunnar á
grundvelli draga sem voru rædd
á stjórnarfundi REI 17. septem-
ber. Þá var talað um tíu ára
samning líkt og fyrr. Stjórn og
forstjóri REI, Guðmundur Þór-
oddsson, funduðu með Hannesi
Smárasyni, forstjóra FL Group
og stjórnarformanni Geysis
Green Energy (GGE), og Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnar-
formanni FL Group, hinn 20.
september, þar sem ákveðið var
að láta reyna á sameiningu GGE
og REI undir merkjum REI.
Bjarni Ármannsson, stjórnar-
formaður REI, og Hannes hitt-
ust á fundi hinn 22. september
og útbjuggu minnisblað sem
Haukur Leósson, stjórnarfor-
maður OR, og Bjarni kynntu
fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni,
þáverandi borgarstjóra, daginn
eftir. Þá var talað fyrir því að
samningurinn skyldi vera til
tuttugu ára.
Drög gerðu ráð fyrir
samningi til tíu ára
Drög að samningi Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest, sem kynnt
voru sem umræðuskjöl, gerðu ráð fyrir tíu ára samningi. Eftir fund REI með
Geysi Green Energy og FL Group var ákveðið var að lengja samningstímann.