Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 8
Hverrar tegundar eru dýrin Gudjohnsen og Blíðfinnur sem halda til á Mývatnsheiði um þessar mundir? Hvar stendur nú yfir sýning á verkum Dagmarar Agnars- dóttur? Hver varð heimsmeistari í Formúlu 1 á sunnudaginn? Verði nýtt frumvarp fjármálaráðherra samþykkt munu verktakafyrirtæki sem nýta sér starfsmannaleigur bera ábyrgð á skattgreiðslum starfs- manna þeirra hér á landi. Þetta mun þó aðeins eiga við hafi starfsmannaleigan ekki starfsstöð hér á landi. Með þessu eru stjórnvöld að bregðast við dómi Hæstaréttar frá því í september. Þar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Impregilo bæri ekki ábyrgð á því að greiða skatta starfsmanna starfsmannaleigna. Verktakar beri ábyrð á leigum Gífurlegir skógar- eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógar- eldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað,“ sagði slökkvi- liðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag.“ Talsvert var um að slökkviliðs- menn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfir- manns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðan- ir eru í raun að hamla slökkviað- gerðum.“ Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna,“ sagði Scwharzenegger á blaðamanna- fundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynleg- asta.,“ sagði Joel þegar fjölskyld- an lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættu- svæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn.“ Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið.“ Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sig- hvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en síma- samband liggur víða niðri á svæðinu. Neyðarástand í Kaliforníu Búist er við að skógareldarnir sem geisa í Kaliforníu muni versna. Nú þegar hafa hundruð þúsunda manna flúið heimili sín, þar af að minnsta kosti tvær íslenskar fjölskyldur. Aðrar fjölskyldur bíða átekta.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.