Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 12
Flokksforysta Borg-
aravettvangs í Póllandi sneri sér í
gær að því að undirbúa myndun
nýrrar ríkisstjórnar undir forystu
flokksleiðtogans, Donalds Tusk.
Flokkurinn vann sannfærandi
sigur á höfuðkeppinautnum, íhalds-
flokknum Lög og réttlæti sem
haldið hefur um stjórntaumana í
landinu frá síðustu þingkosning-
um fyrir tveimur árum.
Þegar 99 prósent atkvæða höfðu
verið talin í þingkosningum sunnu-
dagsins hafði Borgaravettvangur
fengið 41,4 prósent þeirra og útlit
var fyrir að það gæfi flokknum
209 þingsæti af alls 460 á pólska
þjóðþinginu, Sejm. Lög og réttlæti
fékk 32,2 prósent atkvæða og var
spáð 166 þingsætum. Borgaravett-
vangur hefur val um tvo sam-
starfsflokka í ríkisstjórn – Bænda-
flokkinn með 31 þingsæti og
Vinstri-lýðræðisflokkinn með 50.
Kjörsókn mældist 53,8 prósent
og hefur aldrei verið meiri frá því
í fyrstu lýðræðislegu kosningun-
um árið 1989, sem felldu kommún-
ista frá völdum í landinu. Í síðustu
þingkosningum haustið 2005 var
kjörsóknin aðeins 40,6 prósent.
Þessi tiltölulega mikla kjörsókn
endurspeglaði þá ástríðufullu
umræðu sem átti sér stað í aðdrag-
anda kosninganna nú og snerist að
miklu leyti um það hvert Pólland
almennt stefndi og hvernig tengsl-
um landsins innan Evrópusam-
bandsins skyldi háttað.
Tusk, tilvonandi arftaki Jaros-
laws Kaczynski á forsætisráð-
herrastólnum, vill stýra þjóðinni
frá því að leggja alla áherslu á að
uppræta fyrrverandi kommúnista
í stjórnkerfi landsins og vill þess í
stað leggja mesta áherslu á að Pól-
verjar nýti sem best þau efnahags-
legu tækifæri sem þeim bjóðast
með aðildinni að Evrópu-
sambandinu, sem Pólland gekk í
árið 2004. Fráfarandi stjórn hefur
með harðri framgöngu í nafni
pólskra þjóðarhagsmuna lent í
ýmsum árekstrum við ESB og
grannþjóðir.
Tusk vill líka kalla heim her-
mennina 900, sem Pólverjar hafa í
Írak. Hann sagði í gær að það ætti
að gerast strax upp úr komandi
áramótum. Hann vill líka að Pól-
verjar fái meira fyrir sinn snúð
fyrir að láta undan vilja Banda-
ríkjamanna að setja upp á pólsku
landi gagneldflaugastöð fyrir eld-
flaugavarnakerfi Bandaríkjanna.
Svo vill til að tvíburabróðir for-
sætisráðherrans fráfarandi, Lech
Kaczynski, hefur það hlutverk að
útnefna Tusk sem arftaka bróður
síns.
Tusk tekur við
af Kaczynski
Verðandi forsætisráðherra Póllands er Donald Tusk,
leiðtogi Borgaravettvangs. Hann stefnir að nánari
tengslum við önnur Evrópusambandsríki, jafnvægi í
ríkisfjármálum og minni undirgefni við Bandaríkin.
Hva› passar me› ? vinbud.is
Einar Guðfinns-
son landbúnaðarráðherra opnaði
á sunnudaginn hestamiðstöð í
Gultentorp sem er skammt frá
Álaborg á Jótlandi. Einar var
staddur sem sjávarútvegsráð-
herra á Norður-Jótlandi á ráð-
stefnu um sjávarútvegsmál í
Álaborg á laugardaginn og náði
að opna hestamiðstöðina á
sunnudag sem landbúnaðarráð-
herra áður en hann hélt heim til
Íslands.
Gultentorp-hestabúið er í eigu
Kjelds Dissings og fjölskyldu
hans. Þau eiga marga tugi
íslenskra hesta en land þeirra
nær yfir um 50 hektara.
Auk Einars ráðherra var Jens
Iversen, formaður FEIF, við-
staddur athöfnina. Þar var mik-
ill fjöldi fólks saman kominn,
þar á meðal varaborgarstjórinn í
Álaborg og sendiherrahjónin
Svavar Gestsson og Guðrún
Ágústsdóttir.
Til hátíðabrigða voru sýndir
fjórir þekktir stóðhestar; Númi
frá Þóroddsstöðum, Stefnir frá
Sandhólaferju, Gustur frá Kjarri
og Ögri frá Háholti. Var áhorf-
endum gefinn kostur á því að
kjósa þann hest sem þeir vildu
helst að yrði notaður í Gulten-
torp að ári á hryssur Kjelds
bónda. Sigraði Gustur frá Kjarri
með miklum yfirburðum að mati
brekkudómaranna í áhorfenda-
hópnum.
Ný hestamiðstöð á Jótlandi
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra
hefur verið gerð að heiðursfélaga
í Women’s Foreign Policy Group
(WFPG) í Washington, öflugu
tengslaneti bandarískra kvenna
sem starfa að alþjóðamálum.
Ingibjörg sat fund samtakanna
á föstudagskvöld þar sem hún
talaði um forsendur og mikilvægi
pólitískra áhrifa kvenna á
alþjóðavettvangi og lýsti því
hvernig það tryggði betri árangur
að flétta kynjapólitískri sýn inn í
alþjóðastjórnmálin.
Heiðursfélagi í
bandarískum
samtökum