Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 34

Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 34
Uppreisn í Ungverjalandi „Ef það er til Guð þá held ég að hans helsta ósk sé að við séum góð við hvert annað. Það er okkar helsta skylda.“ Heilsubankinn, sem er upplýsinga- og gagnabanki um flest allt er lýtur að heilsu og lífsstíl, fagnaði árs afmæli á dögunum. Heilsubankinn er ein fyrsta vefsíða sinnar tegundar á Íslandi og er ætlað að vera mótvægi við skyndi- lausnir varðandi heilsufar. „Fólk er alltaf að leita að skyndilausnum, en þær duga skammt. Í Heilsubankanum má finna ráð og leiðbeiningar um hvað fólk getur gert til að axla ábyrgð á sjálfu sér gagn- vart heilsu og lífsstíl til að öðlast meiri og verðmætari gildi í lífinu,“ segir Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri, sem hefur sjálf farið í gegnum sjálfskoðun af þessu tagi. „Framan af ævinni var ég fremur heilsulaus en þegar ég fór til Helga Valdimarssonar læknis sem var nýfarinn að tala um fæðuóþol og Candida-sveppasýkingar breyttist líf mitt. Ég losnaði við allt sem hafði hrjáð mig á örfáum mán- uðum, með breyttu mataræði og í tíu ár var ég hraust þar til ég lenti í slæmu bílslysi. Þá varð ég að endurskoða lífið enn á ný,“ segir Hildur, sem flutti í kjölfarið norður í land í afdal uppi við jökulrætur. Hún telur að það hafi hjálpað sér gríðarlega við að ná heilsu á ný að flytja úr hraðanum. Síðasta ár hefur Heilsubankinn lagt mikla áherslu á mataræði, hreyfingu og heildræna nálgun. Í tilefni afmæl- isins voru einnig opnaðir tveir nýir flokkar: heimili og um- hverfi. „Heimili og umhverfi skipta miklu máli og nú erum við í raun komin með alla þá þætti sem hafa áhrif á líðan einstaklings,“ útskýrir Hildur. „Vefurinn er orðinn mjög öflugur þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst okkur. Í tilefni tímamótanna ætlum við hins- vegar að kynna hann og bjóða auglýsendum að koma inn á vefinn þannig að þetta verði stærra,“ segir Hildur, sem segir sérfræðinga af ýmsu taka á móti fyrirspurnum. „Umfjöllunin á síðunni vil ég heldur kalla heildræna heldur en óhefðbundna. Enda má í raun segja að þetta sé meira hefðbundið en nútíma læknavísindi þar sem þetta er miklu eldri fræði og hefur þróast í allar áttir. Eins er allt sem kemur fram á síðunni viðurkennt samkvæmt íslensk- um lögum,“ útskýrir Hildur, sem vill að unnið sé með huga, líkama og sál í senn. „Heilsubankinn kemur á frábærum tíma af því það er svo mikil vakning í samfélaginu og margir sem þjást af óhollu neyslumynstri, hreyfingarleysi og öðrum lífsháttasjúk- dómum,“ segir Hildur. „Þegar ég breytti mínum neysluvenjum voru engar heilsubúðir á borð við Maður lifandi en nú er mun einfald- ara að nálgast hráefni og upplýsingar,“ segir Hildur. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.heilsubankinn.is. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur, tengdadóttur og mágkonu, Þuríðar Lindu Alfreðsdóttur, Hjöllum 7, Patreksfirði. Ragnar B. Fjeldsted Stella Björk Fjeldsted Elmar Már Einarsson Kristinn Fjeldsted Alfreð Már Fjeldsted Rakel G. Magnúsdóttir Kristinn Fjeldsted og aðrir aðstandendur. Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Hauks Þorvaldssonar. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heimahlynningar, Karitasar og líknardeildar Kópavogs fyrir frábæra umönnun. Björg Jóhannsdóttir Björgvin Margeir Hauksson Agnes Björk Hauksdóttir Hermann Haukur Hauksson Auður Jónsdóttir Þorvaldur Hauksson Jóhanna Clara Jónsdóttir Jón Knútur Jónsson Eva Hillerz og barnabörnin. 60 ára afmæli Sextugur er í dag, 23. október, Reynir Ólafsson, rafvirkjameistari í Kefl avík. Reynir hefur verið sjálfstætt starfandi rafvirki í tæp fjörutíu ár og oft kenndur við búð sína, R.Ó., sem var starfrækt í 26 ár á Hafnargötunni. Reynir mun eyða afmælisdegi sínum í faðmi fjölskyldunnar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Jónsdóttir frá Húsagarði í Landsveit, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 16. október, verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 24. október kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Jón Garðar Ágústsson Ingimunda Loftsdóttir Sigrún Ágústsdóttir Bessi Aðalsteinsson Svava Ágústsdóttir Kristinn Gunnarsson Hörður Gunnar Ágústsson Hanna Larsen Steingerður Ágústsdóttir Þórður St. Guðmundsson Áslaug Ágústsdóttir Svanur Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Steinunn Sigríður Jónsdóttir (Sissa), Eikjuvogi 28, lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 15. októ- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. október kl. 13.00 Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigríður Helga Einarsdóttir, Kjartan H. Einarsson, Guðjón P. Einarsson, Aníta Knútsdóttir, Helen Knútsdóttir og fjölskyldur. Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristjönu Sigurðardóttur, áður til heimilis að Arahólum 4. Starfsfólk Grundar fær bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Elísabet Kristinsdóttir Guðmundur Sveinsson Sigríður Sigurðardóttir Jóhann Vilbergsson Reynir Sigurðsson Sigríður Bragadóttir Hlín Sigurðardóttir Gísli Jónsson Júlíana Sigurðardóttir Hannes Pétursson barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Elínar Tómasdóttur, Kársnesbraut 99, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Skúli Sigurgrímsson Bergþór Skúlason Ragnhildur Björg Konráðsdóttir Sigurgrímur Skúlason Freydís J. Freysteinsdóttir Skúli Skúlason Borgar Ólafsson Bryndís Skúladóttir Haukur Þór Haraldsson og barnabörn. Faðir okkar og fósturfaðir, Óskar B. Bjarnason, Hörðalandi 6, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund, föstudaginn 12. okt- óber. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 25. október kl. 15.00. Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Höskuldur Harri Gylfason. AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.