Fréttablaðið - 23.10.2007, Side 36
Æska dagsins er
heppin. Kannski er
réttara að segja að
verslanir og vöru-
merki láta okkur
halda að krakkar
séu heppnari en við
hin sem eldri erum.
Í dag er smáfólkið
sprenglært á
netið, segir jafnvel
hinum fullorðnu til og fær síðan
að vafra um vefinn á hinum og
þessum leikjasíðum. Við sem telj-
um okkur enn vera ungar mann-
eskjur í blóma lífsins eldumst um
tugi ára þegar börnin á heimilinu
þylja upp hvers kyns tölvuorð og
enska frasa sem maður vissi ekki
einu sinni að væru til.
En það er ekki bara tölvan sem
hefur breytt börnunum, heldur
eru leikföng smáfólksins orðin
þróaðri og flottari og minna meira
á hátæknivopn úr framtíðarmynd
heldur en eitthvað til að leika sér
með. Uppi á hillu standa róbótar í
gervi risaeðlu sem hefur greind
og gáfur til að vera mislynd, eftir
því hvernig komið er fram við
hana. Og kostar ekki nema smá-
aura í þessu góðærisbruðli sem
ríkir hér á landi. Slíkar verur sáust
aðeins hjá Sigurði Richter undir
taktfastri tónlist Kraftwerk á
árum áður.
Í minningunni skiptust börn
nefnilega bara í tvo hópa. Annað-
hvort voru þau Playmo-leikarar
eða Lego-kubbarar. Og rökræð-
urnar um ágæti leikfanganna gátu
oft á tíðum verið ansi rætnar og
harðar. „Þú kannt bara ekkert að
leika þér,“ sögðu Playmo-leik-
mennirnir og fengu jafnharðan í
hausinn að gáfaða fólkið léki sér
með Lego en aumingjar með
Playmo. Sjálfur átti ég dágott safn
úr kúrekaplaymo-línunni, eyddi
yfirleitt öllum afmælispeningum
í að byggja mér upp gott safn og
fannst fátt jafn skemmtilegt og að
heyja byssubardaga milli einfar-
ans á hvíta hestinum og vonda
fógetans á miðju stofugólfinu
heima. Svo er ég líka með tíu
þumalputta þannig að þegar kom
að kubbum urðu yfirleitt til kúbísk
sköpunarverk en ekki einhver
tækniundur.
HÁSKÓLAFUNDARÖ‹
Ísland á alfljó›avettvangi
- erindi og ávinningur
Nánar á: www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod
Gu›ni Th. Jóhannesson, sérfræ›ingur í lagadeild Háskólans í Reykjavík
Skiptum vi› máli á›ur fyrr ?
Ísland hefur haft jákvæ› áhrif á svi›i alfljó›amála í fortí›inni. Án efa eru
tækifærin mikil, en fló er nau›synlegt a› gengi› sé fram af hógvær› og
a› vi› sní›um okkur stakk eftir vexti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisrá›herra
Skiptum vi› máli í dag?
Ljóst er a› Ísland tekur í dag virkari flátt og meiri ábyrg›. Me› setu og
formennsku í lykilstofnunum, svæ›isbundnum og alfljó›legum, gefst
tækifæri til a› hafa raunveruleg áhrif á alfljó›avettvangi.
Vera Knútsdóttir, háskólanemi og forma›ur ICEMUN, félags S.flj. á Íslandi
Skiptum vi› máli í framtí›inni?
Áhugi og flekking ungs fólks á alfljó›amálum og alfljó›avi›skiptum hefur
aldrei veri› meiri. fietta fólk lítur á heiminn allan sem sitt athafnasvæ›i.
fia› er ekki spurning hvort, heldur hvar og hvernig, vi› munum hafa áhrif.
Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, stjórnar umræ›um
Yfirskrift fundarins fellur vel a› grundvallarhlutverki HR sem er a› auka
samkeppnishæfni og lífsgæ›i me› áherslu á alfljó›lega færni á öllum
svi›um. Grunnurinn a› velgengni íslensks atvinnulífs er auki› sjálfstraust
til a› sækja fram á alfljó›legum vettvangi.