Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 38

Fréttablaðið - 23.10.2007, Page 38
Það gekk á ýmsu þegar Spice Girls komu saman um síðustu helgi til að taka upp kynningarmyndband við nýtt lag sitt, Headlines (Friendship Never Ends). Kryddstúlkurnar fimm, Emma Bunton, Mel B, Mel C, Geri Halli- well og Victoria Beckham, komu saman á ný í sumar og munu senda frá Greatest Hits-plötu á næstunni, en á henni verða tvö ný lög. Headlines er annað þeirra. Við tökurnar á kynningarmynd- bandinu gekk þó á ýmsu og segir heimildarmaður The Sun að tökur hafi dregist fram eftir öllu vegna hegðunar Geri Halliwell, sem fór fram á sérstaka tegund af flösku- vatni og lét tökur sitja á hakanum á meðan hún hugleiddi. „Geri hægði endalaust á öllu með því að hugleiða og standa í undarlegum trúarlegum athöfn- um,“ segir hann. „Hlutunum seinkaði mjög mikið. Leikstjórinn reif í hár sitt og hótaði því að fara. Stelpurnar voru svo þreyttar og Emma grét á meðan tökurnar drógust enn,“ segir hann, en tökur stóðu yfir til klukkan þrjú um nótt. Victoria Beckham hafði líka sérþarfir á staðnum og fékk aðstoðarmann til að elta sig um tökustað með ávaxtabakka og kampavín. Mel B ku hafa varið bróðurpartinum úr deginum í að „væla yfir flugþreytu“ eftir að hafa flogið frá Los Angeles, og Mel C var að því komin að bug- ast. Headlines kemur út 19. nóvem- ber næstkomandi en stúlkurnar leggja upp í tónleikaferð í desem- ber, ef allt gengur að óskum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.