Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 23.10.2007, Síða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Af svona mat til að grípa með sér standa Bæjarins bestu og Grænn kostur alltaf fyrir sínu, eins ólíkt og það nú er. En ef ég ætti allan pening í heiminum myndi ég fara á Sjávarkjallar- ann og fá mér seðilinn sem kokkurinn velur.“ Íslendingar ætla að gefa stærri og flottari demantshringa en áður fyrir þessi jól. Íslenska þjóðin virðist gripin demantsæði og ekki er lengur óalgengt að gefa dem- antshring í morgungjöf á tylli- dögum eða jafnvel bara sem tækifærisgjöf. Demantar eru enda ágætis fjárfesting. „Við gullsmiðir höfum puttann á púlsinum og erum þeir fyrstu sem finna fyrir því ef það harðnar á dalnum og svo öfugt,“ segir Sig- urður Steinþórsson hjá Gulli & silfri á Laugaveginum. Hann hyggst panta meira af demöntum fyrir þessi jól en oft áður enda sé mjög mikil sala á þessu eftirsóknar- verða djásni um þessar mundir og steinarnir sem fólk vill fá í hring- ana sína stækka og stækka. Sig- urður segist jafnframt nýlega hafa fengið fyrirspurnir og jafn- vel pöntun um að smíða demants- hring handa nýfæddum korna- börnum þannig að það eru ekki bara konurnar sem skreyta sig með gimsteininum. Helga Jónsdóttir í Gullkúnst tekur undir orð Sig- urðar og hún telur sig þurfa að vera betur undirbúna fyrir þessi jól. „Ég býst því að það verði meiri dem- antssala fyrir þessi jól en oft áður,“ segir Helga, sem nýlega fékk pönt- un upp á hálfrar milljónar króna giftingarhring. „Þetta er alls ekki algengt en vissu- lega hefur komið fyrir að ég hafi ekki átt nægilega stóra demanta og ég finn fyrir því að fólk vill stærri og stærri dem- anta,“ útskýrir Helga og bætir því við að þjóðin virðist jafnframt hafa miklu meira vit á þeim demöntum sem hún vilji. „Fólk virðist vera aðeins meira upplýst,“ segir Helga. Jón Sigurjónsson hjá Jóni & Óskari hefur verið að í demants- bransanum í þrjátíu ár og segir að þótt hann finni kannski ekki fyrir því að meira seljist af demöntum þá finni hann mikið fyrir því að fólk vilji meiri íburð en áður. „Fólk vill hafa hringana stærri og glæsilegri,“ segir Jón og sannast þar kannski hið forn- kveðna sem Lorel- ei Lee færði í söng að demanturinn væri besti vinur konunnar. „Ég er bara með nokkuð stífa dagskrá fram að jólum,“ segir Þorgrímur Þráinsson en óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir bókinni hans, Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: Skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi. Fjölmörg félagasamtök hafa haft samband við Þorgrím síðan Fréttablaðið birti frétt um að hann væri að skrifa umrædda bók og hafa beðið rithöfundinn um að lesa upp úr bókinni og miðla af reynslu sinni. Þorgrímur var staddur á Akureyri þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar var hann að fara að lesa upp á kvennakvöldi fyrir norðankonur. „Þetta hafa verið ýmsir hópar; foreldrafélög og rótarýhópar og allt þar á milli. Og það hefur yfirleitt verið mikil stemning, gleði og fjör.“ Þorgrímur segir að þessi athygli sem bókin og hann hafi fengið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Og þó. „Þetta sýnir bara svart á hvítu hversu mikil þörf var fyrir opna umræðu um samskipti kynjanna,“ segir rithöfundurinn og bætir því við að kynbræður hans hafi ekki verið alveg jafn opnir fyrir upplestrinum og konurnar. „Nei, þeir virðast vera eitthvað aðeins við- kvæmari og maður þarf að fara aðeins aðrar leiðir að þeim,“ segir Þorgrímur, sem fær fyrsta eintakið af bókinni í hendurnar um miðja næsta viku. „Ég er kominn með eintök og það er óneitanlega dálítið sérstakt að sjá nafn sitt í fyrsta skipti á bóka- titli,“ segir Bárður Ragnar Jóns- son en í dag kemur út bókin Breiðavíkurdrengur: Brotasaga Páls Elísonar. Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta minningar Páls frá tíma hans á Breiðavík og ein- skorðast hún nánast eingöngu við dvölina á betrunarheimilinu sem stóð yfir í rúm þrjú ár. „Hún hefst í flugvél þegar Páll er á leiðinni og henni lýkur í flug- vél þegar Páll er að koma heim,“ segir Bárður, sem vill þó ekki kalla sig höfund bókarinnar held- ur sé hann miklu meira skrásetj- ari. „Páll var búinn að skrifa megnið af þessu en við ákváðum í samstarfi við forlagið að ég myndi raða brotunum niður,“ útskýrir Bárður, sem var sjálfur á Breiðavík á sama tíma og Páll dvaldist þar og kemur eilítið við sögu í bókinni. „Menn muna ævi sína á mismunandi hátt og og ég hugsa að ef ég hefði farið í að skrá æviminningar mínar þá væru þær öðruvísi,“ segir Bárður. „En það er hvert orð satt, eins og Páll segir sjálfur.“ Varla hefur það farið framhjá neinum að heimildarmyndin um Breiðavík, Syndir feðranna, var frumsýnd í síðustu viku og Bárður var viðstaddur forsýninguna. Hann segir að það hafi verið erf- itt að horfa á myndina en hann sé ákaflega sáttur við hvernig leik- stjórunum Ara Alexander og Bergsteini Björgúlfssyni tókst til. „Ég byrjaði að tala við þá í kringum árið 2004 þannig að þetta var ákveðinn hátindur,“ segir Bárður en bætir því síðan við að það hafi reynt ansi mikið á hann þegar málið komst í hámæli og allir vildu fá að ræða um þetta. „Þeir sem þarna voru höfðu ekki haft neinn sérstakan áhuga á því áður,“ segir Bárður. Hvert orð satt í Breiðavíkurbók Toggi bókaður fram að jólum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.