Fréttablaðið - 29.10.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 29.10.2007, Síða 4
Skattstjórinn í Reykjavík hefur sent nokkrum borgarbúum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um fasteignaviðskipti viðkomandi fyrir nokkrum árum. Spurt er hvort viðkomandi hafi greitt fasteigna- sala umsýslugjald og óskað eftir gögnum því til staðfestingar innan tíu daga. „Ég get ekki tjáð mig um þetta í sjálfu sér,“ segir Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík. Hann féllst á að afhenda Fréttablaðinu eintak af slíku bréfi þar sem persónulegar upplýsingar höfðu verið þurrkaðar út. Þar er spurt um fasteignaviðskipti frá árinu 2004. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er um innan við tug sambærilegra bréfa að ræða. Aðpurður hvort grunur væri um að skattur hafi ekki verið greiddur af umsýslugjaldi í einhverjum tilvikum, sagði Gestur að ekki þurfi að vera neinn grunur um eitthvað misjafnt til þess að embættið kanni málið. Starfsmenn embættisins kanni reglu- lega ýmsa þætti án þess að grunur sé um skattsvik. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir skattstjóra ekki hafa óskað eftir upplýsingum um umsýslugjaldið frá fasteignasölum. Hann segir það koma á óvart að fólk sem hafi keypt fasteign fyrir einhverjum árum síðan sé krafið um gögn, enda einstaklingar ekki skyldugir til að halda bókhald og geyma kvittanir. Því telji hann fólki ekki skylt að veita skattyfirvöldum upplýsingarnar. Í bréfi skattstjóra er vísað í lög um tekjuskatt, en þar segir að öllum aðilum sé skylt að láta skattayfir- völdum í té allar upplýsingar og gögn sem þau óska eftir og „unnt er að láta þeim í té“. Ekki kemur fram hvað gerist veiti viðtakandi ekki umbeðnar upplýsingar innan tímafrestsins. Grétar segir orðalagið í bréfinu hvasst og líklegt að einhverjum geti orðið mikið um að fá slíkt bréf frá skattyfirvöldum. Sérstaklega þar sem þar er krafist gagna og skýringa innan tíu daga vegna viðskipta sem hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að fasteignasalar fari öðruvísi með þetta gjald en aðrar tekjur,“ segir Grétar. Hann segir engan ágreining uppi um það hvernig greiða skuli skatta af umsýslugjaldinu, þetta sé talið fram eins og aðrar tekjur. Umsýslugjald er greiðsla sem flestir fasteignasal- ar innheimta af kaupendum fasteigna. Algengt er að þetta gjald sé á bilinu 25 til 40 þúsund krónur. Samtök móðurmáls- kennara styðja áform mennta- málaráðherra um að íslenska verði stjórnarskrárbundin sem þjóðtunga. Í ályktun frá samtökunum er bent á að miklar breytingar séu að verða á íslensku samfélagi og sumar þeirra ekki þjóðtungunni í hag. Því sé mikilvægt að styrkja og efla íslensku á alla lund og stuðla að því að hún verði notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölþjóðlegu umhverfi eru hvött til að missa aldrei sjónar á því að íslenska er þjóðtunga Íslendinga. Vilja að íslenska verði þjóðtunga Skatturinn spyr um gömul umsýslugjöld Skattyfirvöld í Reykjavík spyrja kaupendur fasteigna bréflega um greiðslu um- sýslugjalds til fasteignasala. Engin ástæða til að ætla að öðruvísi sé farið með þetta gjald en aðrar tekjur segir framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Ísraelsk yfirvöld byrjuðu í gær að sjá til þess að minna eldsneyti bærist inn á Gaza-svæðið. Aðgerðirnar eru liður í að efna loforð um að auka þrýsting á Hamas-liða, sem þar stjórna. Dor Alon, ísraelska orkufyrir- tækið sem selur eldsneyti til Gaza, staðfesti að það hefði fengið fyrirmæli frá ísraelska varnarmálaráðuneytinu um að draga úr eldsneytissendingum. Í fyrra mánuði lýsti Ísraelsþing Gaza „óvinasvæði“ og samþykkti áætlunina um að draga úr eldsneytissendingum sem svar við því að ekkert lát hefur orðið á sprengiflaugasendingum frá Gaza inn yfir ísraelska bæi. Minna eldsneyti flutt til Gaza „Þeir fengu besta manninn,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, en Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri samtak- anna, hefur verið ráðinn ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis. „Sigurgeir hefur unnið mjög gott starf fyrir Bændasamtökin í tólf ár, við getum ekki ætlast til meira af honum.“ Haraldur segir ekki búið að ákveða hvernig ráðningu eftirmanns Sigurgeirs verði hagað, en þau mál verði rædd innan stjórnarinnar á næstu dögum. Ánægður með ráðuneytisstjóra Alþjóðasamfélagið verður að bregðast hraðar við loftslagsbreytingum, vaxandi samkeppni um landnýtingu, fækkun dýrategunda, þverrandi fiskistofnum og ferskvatnsforða og öðrum ógnum við umhverfi hnattarins. Þetta er meðal þess sem varað er við í nýrri skýrslu Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Að skýrslunni standa 390 sérfræðingar hvaðanæva úr heiminum og í henni er lagt mat á framvinduna síðan síðasta hliðstæða skýrsla var gerð árið 1987, Brundtland-skýrslan sem svo var nefnd. Fleira en hlýn- un ógnar jörðu Farþegaþota rann út af flug- braut eftir lendingu á Keflavíkur- flugvelli í fyrrinótt. Vélin var að beygja inn á akstursbraut að flug- stöðinni þegar nefhjólið rann af brautinni. Engan sakaði í óhappinu, sem kom til vegna mikillar hálku á flugbrautinni. 188 íslenskir farþegar voru í þotunni ásamt tíu manna áhöfn. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737-800 og er á vegum flugfélags- ins JetX, var að koma frá Tyrk- landi þegar slysið varð. Farþegar þurftu að bíða í klukkustund eftir að yfirgefa vélina eftir lendingu. Bragi Baldursson hjá Rannsókn- arnefnd flugslysa segir bremsu- skilyrðin á brautinni við lendingu ekki hafa verið jafn góð og flug- menn hafi haldið. Þess vegna hafi vélin ekki hægt nógu vel á sér, og flugmenn þurft að beina henni inn á akbrautina að flugstöðinni. „Þetta er þekkt vandamál sem verður þegar hitastigið hangir við frostmarkið og hitinn við brautina er rétt undir frostmarki,“ segir hann. Vettvangsrannsókn rann- sóknarnefndarinnar lauk síðdegis í gær og verður flugriti vélarinnar sendur til greiningar í Bretlandi. Aðspurður hvort flugmennirnir hafi brugðist rétt við aðstæðunum segir Bragi allt líta út fyrir það. Í tilkynningu frá JetX eru óþægindi farþega vegna óhapps- ins hörmuð. Náðu ekki að hemla í hálku

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.