Fréttablaðið - 29.10.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 29.10.2007, Síða 20
Eignakjör ehf. á Akureyri hafa húsið til sölu. Skálafell á Vaðlaheiði stendur á 7.739 fermetra eignarlóð gegnt Akureyri og er húsið staðbyggt, norskt timburhús frá árinu 2005. Neðri hæð hússins er 109 fermetrar og ris er 55,6 fermetrar. Grunnflötur bílskúrs er 51,6 fermetrar auk millilofts og er því um 216 fermetra að ræða. Lýsing: Á neðri hæð er forstofa, þvottahús/geymsla, baðherbergi, hjónaherbergi, hol, stór stofa með vand- aðri JOTUL kamínu og rúmgott eldhús með vönduðum heimilistækjum og innréttingu. Hiti er í gólfum á neðri hæð og eru þau flísalögð. Veggir á baðherbergi og þvottahúsi eru flísalagðir upp í loft og í bað- herbergi á neðri hæð er sturta. Í risi eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Parket er á gólfi og útgengt úr holi á svalir. Flísar eru upp í loft og að hluta á gólfi í baðherbergi og er þar nuddbaðkar í gamaldags stíl. Hiti er í gólfi á neðri hæð bílskúrs og er hann einangraður en óinn- réttaður. Á millilofti skúrsins er gott rými og útsýni. Í húsinu er öryggiskerfi tengt bruna-, gas- og vatnsskynjurum og er það líka þjófavarnarkerfi. Einnig er loftskiptikerfi og varmaskipti á vatni og myndast því ekki kísill á krönum og hreinlætistækjum. Á Svalbarðseyri er góður leik- og grunnskóli og var vegur 828 allur byggður upp sumarið 2007 og sett á hann bundið slitlag. Frá Skálafelli er um tíu mínútna akstur til Akureyrar og því stutt í alla þjónustu. Norðurland: Rammgert og rómantískt norskt timburhús Skálafell á Vaðlaheiði: Tæplega 8.000 fermetra lóð gegnt Akureyri Danfoss ofnhitastillar Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.