Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 42
Tveir tímar mættust á Stóra
sviði Þjóðleikhússins á dög-
unum. Leikhópur Skilaboða-
skjóðunnar, sem frumsýnd
verður í nóvember, átti
stefnumót við fyrirrennara
sína. Skilaboðaskjóðan var
síðast sett upp í Þjóðleik-
húsinu árið 1994, þegar
Kolbrún Halldórsdóttir
þingmaður leikstýrði
hópnum. Í ár er það Gunnar
Helgason sem leikstýrir
nýjum hópi leikara, sem tók
stefnumótinu við forvera
sína fagnandi.
„Okkur hefur alltaf tekist mjög vel
að starfa saman frá því við vorum
í Purrki Pillnikk. Það er líka kjörið
að innsigla okkar gamla samstarf
með þessum hætti,“ segir rithöf-
undurinn Bragi Ólafsson, sem
hefur gefið út bókina „Mátunar-
klefinn og aðrar myndir“ með
félaga sínum úr Smekkleysu,
Einari Erni Benediktssyni.
Trjávöxtur og kirkjugarðar eru
áberandi í nýju bókinni, sem hefur
að geyma hinar ýmsu teikningar
og orðmyndir. Þótt bókin sé sú
fyrsta sem þeir félagar gefa út
saman hafa þeir lengi starfað
saman í bókaútgáfu því Einar Örn
hefur myndskreytt margar af bók-
arkápum Braga. „Við settum
saman eins konar
bók árið 1984 með
teikningum og textum sem við
hættum við að gefa út. Síðan höfum
við alltaf orðað það af og til að búa
til eitthvað saman. Við byrjuðum
með seríu hjá Smekkleysu með
litlum bókum og hugmyndin okkar
passaði í það. Ég hef lengi verið
aðdáandi Einars sem teiknara
þannig að ég spurði hvort hann
væri ekki til í þetta,“ segir Bragi.
Þrátt fyrir að plötuútgáfa hafi
alla tíð verið í aðalhlutverki hjá
Smekkleysu hefur bókaútgáfa
einnig komið við sögu í rekstrinum
og er bók Braga og Einars hluti af
smáritaútgáfu fyrirtækisins. Á
sama tíma kemur út
bókin Sjónvilla
með textum eftir
ljóðskáldið og
þýðandann
Óskar
Árna.
Innsigla samstarfið