Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 44
44 1. desember 2007 LAUGARDAGUR S agan segir frá systrunum Krýsu og Herdísi, dætrum Þóris nokk- urs haustmyrkurs, fjandskapur ríkti á milli systranna og fór svo að þær lögðu ill álög á jarðir hvor annarrar. Þegar ekið er um Krýsuvík á Suðurnesjum, sem á að hafa til- heyrt þjóðsagnapersónunni Krýsu, er ekki laust við að mann gruni að álög hvíli enn á staðnum. Fáir staðir eru jafn hrjóstrugir, óvíða blása vindar jafn kröftuglega og á fáum stöðum er landið jafn örfoka. Það er eins og ekkert geti almennilega þrifist á þessum stað. Meðferðarheimili Krýsuvíkursamtak- anna var byggt sem skóli en var aldrei notað eins og upphaflega var ætlast til og stóð því autt í hálfan annan áratug. Við blasa ryðgaðar grindur gróðurhúsa, ummerki eru um hitaveituna í Seltúni og hrímaðir pollar á planinu gera aðkomuna enn kuldalegri. Lengst af hefur staðurinn hýst fólk sem ekki hefur þrifist í samfélaginu. Fólk sem jafnan er sagt að hafi ekki náð að blómstra. Staður fyrir fólk sem á litla von Önnur upplifun tekur þó við þegar inn er komið. Í eldhúsinu er notaleg stemning, vistmenn ganga frá diskum sínum eftir hádegisverðinn, fá sér kaffibolla og halda svo flestir inn á setustofu eða í reykher- bergið. Það kemur blaðamanni á óvart að yfir fólkinu á þessari stofnun hvílir ekki sá drungi, sem oft má finna fyrir á svipuðum stöðum. Flestir taka heimsókninni vel, bjóða blaðamann og ljósmyndara velkomna að sitja byrjun á svokölluðum grúppufundi og eftir smá spjall er litla feimni að finna meðal mannskapsins þó að ekki treysti sér allir til að sjást á mynd og koma fram. Ungur hraustlegur maður í íþróttatreyju hvetur aðra til að koma fram. Telur að með- ferðarstofnanir snúist um fólk og ekki gangi alltaf að í umfjallanir um þær séu aðeins prýddar myndum af húsnæði og andliti for- stöðumanna. Það verði einungis til þess að fólk haldi að þeir sem þar leita þjónustu eigi að skammast sín. Hann kynnir sig því næst sem Guðmund Pál Andrésson og sest niður meðal annarra vistmanna í reykherberginu en opnar glugga um leið þar sem hann segist ekki reykja sjálfur. Hann er 26 ára, segist hafa stundað íþróttir alla tíð og ekki byrjað að drekka fyrr en hann var átján ára gamall. „Það virkaði samt illa á mig og fljótlega missti ég tök á öllu,“ segir Guðmundur. Hann er einn af fáum sem koma í Krýsuvík í sína fyrstu meðferð. „Ég vil gera þetta almennilega fyrst ég er að þessu.“ Löngu hættur að telja meðferðirnar Tölfræði samtakanna sem reka staðinn sýnir að þorri þess fólks sem þar dvelur hefur farið í fleiri en fimm meðferðir áður en það kemur í Krýsuvík enda er staðurinn hugsaður fyrir það fólk sem er allra lengst leitt af fíkn og talið er eiga litla von á bata. Sævar Már Indriðason 31 árs, sem situr næst blaðamanni, er einn þeirra. Hann tekur sér tíma til að ákveða hvort hann eigi að tala við blaðamann, segist hafa lent á síðum blað- anna í gegnum tíðina fyrir misjafna hluti. Eftir smá stund ákveður hann að láta á það reyna að koma sjálfviljugur í fjölmiðla enda segist hann vongóður um að ná bata í Krýsuvík. Þegar blaðamaður spyr Sævar hve oft hann hefur farið í meðferð skellir hann upp úr: „Ég er löngu hættur að telja,“ segir hann og útskýrir að hann hafi tólf ára byrjað í neyslu. SÁÁ vilji ekki lengur taka við honum nema hann noti lyfið methadon sem ætlað er sprautufíklum sem neytt hafa heróíns eða morfínlyfja í langan tíma. Hann segist ekki vilja nota lyf til að sigrast á lyfjafíkn. Segir því næst hafa sprautað sig daglega í 11 til 12 ár, eða þar til nú. Þessar upplýsingar koma blaðamanni á óvart því Sævar lítur hreint og beint vel út, annar vistmaður hvíslar því þó glettnislega að hann hafi litið töluvert verr út fyrir fimm mánuðum þegar hann mætti fyrst. Sævar er nokkuð feimnislegur í fasi en það er alltaf stutt í glens í frásögn hans. Hann er augljóslega mjög vanur orðræðu AA-samtakanna, sem starfið í Krýsuvík byggir, á og skellir nokkrum sinnum upp úr þegar þekktar klisjur ber á góma í samræðunum. Enda kemur á daginn að hann hefur langa reynslu af vist á stofnunum. „Ég átti tvítugsafmæli á Skóla- vörðustíg og varð þrítugur á Hrauninu,“ segir hann og brosir þótt hann núi saman höndunum við frásögnina. „Það er ekki fyrr en hér sem mér finnst ég eiga von á að geta hætt,“ segir hann og kyngir. „Þetta er ekki geymsla eins og ég upplifði hinar stofnanirnar sem ég hef verið á.“ Við þau ummæli hafa allir við einhverju að bæta. Mikið er talað um að styrkur, jákvæðni og samheldni einkenni starfið í Krýsuvík. Að öðrum meðferðarstöðum ólöstuðum sé þessi staður sá líklegasti til að skila því árangri. Tíminn, sem fólki í Krýsu- vík er ætlaður til að vinna á fíkninni segir fólkið skipta sköpum, en lágmarksmeðferð- artími þar er hálft ár. Einn þriðji vistmanna nær þó að halda sér á staðnum þann tíma Ekki halda að veran hér sé auðveld Meðferðarheimilið í Krýsuvík tekur við fólki sem er mjög langt leitt í fíkn og á flest fjölda meðferða að baki. Flest er þetta fólk sem hefur upplifað mikinn sársauka og þarf aðstoð við að fóta sig í samfélaginu. Þriðjungur hópsins dvelur í Krýsuvík í hálft ár og þykir það góður árangur. Karen Kjartansdóttir heimsótti Krýsuvík og kynnti sér mannlífið á staðnum og öfluga starfsemi. EFTIR MIKLA BARÁTTU Ingimar, Guðmundur og Sævar eru misjafnlega langt leiddir eftir áralanga misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Allir glíma þeir þó við sama sjúkdóm og alla dreymir þá um að ná bata. Þeir líta vel út enda láta þeir vel af vistinni. Þær hremmingar sem þeir hafa gengið í gegnum skyldi þó ekki vanmeta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég átti tvítugsafmæli á Skólavörðustíg og varð þrítugur á Hrauninu. SÆVAR MÁR INDRIÐASON STEFNAN TEKIN Á BETRA LÍF Una Jóhannesdóttir og Ásta Huld Iðunnardóttir láta vel af Krýsuvík. Ásta segir að sér þyki þó afar erfitt að kveðja dóttur sína. Hún hlakki þó til að sjá hana eftir meðferð og vill veita henni örugga framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.