Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 98
62 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Kærleikur Á degi íslenskrar tungu spurði blað eitt fólk um uppáhaldsorð, og einir þrír svöruðu kærleikur. Ég held að átt hafi verið við merkingu orðsins, fremur en hve orðið sjálft væri skemmtilegt. Í ritmálssafni Orðabókar háskólans kemur það fyrst fram í þýðingu Odds Gott- skálkssonar á Nýja testamentinu 1540. Ekki er ólíklegt að hann hafi smíðað þetta orð. En það er reynd- ar til í nágrannamálum: kärlek í sænsku og kærlighed í dönsku. Lýsingarorðið kær er hins vegar miklu eldra, er m.a. í Íslenskri hómilíubók, elstu bók okkar. Þar er hins vegar alltaf skrifað ást um það sem síðar verður kærleikur. Lo. kær er svokölluð tökuþýðing, upphaflega komið úr latínu carus en er smogin til okkar um frönsku cher sem að frummerkingu er dýrmætur. Því er einhver okkur kær af því að okkur finnst hann/ hún dýrmæti. Herra Steinunn Valdís Óskarsdóttir vill breyta titlinum ráðherra og hefur nokkuð til síns máls. Mörg starfs- heiti eru karlkyns, en það er mál- fræðilegt kyn eingöngu. Svo er hins vegar ekki um orðið herra, sem aðeins er notað um karlmenn. Ógerlegt er að nefna konu herra. Því er ráðherra óheppilegt emb- ættisheiti. Herra (einnig herri) merkir húsbóndi, yfirmaður. Orðið er skylt harri: konungur, höfðingi. Einnig er til so. herra: slá til ridd- ara, aðla. Athyglisvert er að í öðrum málum er haft orðið minist- er, sem merkir þjónn, dregið af lat. minus: minni. Hér er hins vegar vald ráðherra mikið og meira en í nágrannalöndum okkar. Því hefur mér dottið í hug að e.t.v. mætti mynda nýtt orð af vald með u-hljóðvarpi: völdur. Iðnaðarvöld- ur, félagsmálavöldur – hvernig lýst mönnum á það? Nema náttúr- lega við köllum forsætisráðherra alvald!! Fleirtölusýki? Ýmsir hafa bent mér á að æ oftar sjáist orð í fleirtölu sem annars eru eintöluorð. Dæmi um það er „verðin á söfn- unum hafa hækkað“, „komur flug- véla“, „margar snyrtingar á sama gangi“, „gerðar voru húsleitir í tveimur húsum“ o.s.frv. Meira að segja auglýsti einn bankinn: „Ertu á milli húsnæða?“ Þetta er heldur hvimleitt, og raunar óþarft. En íslenskudeild lögreglunnar hefur ekki þær gúmmíkylfur sem maður sem kallar sig dr. Gunna lýsir eftir hér í blaðinu 22. nóv. sl. Einungis heimild til áminninga. Sonur afa síns? Hér í Fbl. 23. nóv. er sagt í flenni- fyrirsögn: „Forsetinn eignast fyrsta afasoninn“ og hljómar ærið kynlega. Að vísu getur sami maður verið bæði faðir og afi, og það hefur því miður gerst. En sá maður hefur níðst herfilega á dóttur sinni. Forsetinn okkar eignaðist aftur á móti fyrsta dótturson sinn, og hann verður vonandi mikill afa- strákur, eins og síðar var sagt hér í blaðinu – sem betur fer. Braghenda Hestar slengja hófadyn um hálfan dalinn. Hann liggur þar í lofti falinn og lætur hljóma fjallasalinn. Vilji menn senda mér brag- hendu eða góðfúslegar ábending- ar: npn@vortex.is HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál HELGARKROSSGÁTAN Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Í vinning eru tveir miðar í bíó í Regnbogann, Borgarbíó eða Smárabíó? Góð vika fyrir ... ... besta land í heimi Íslendingar skutu Noregi ref fyrir rass og hirtu efsta sætið á lista þeirra þjóða sem bestra lífskjara njóta í Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á eftir Noregi koma Kanada, Ástralía og Írland. ... Jón Ólafsson Jóni Ólafssyni virðist ætla að tak- ast það sem margir hafa reynt en án árangurs: að gera íslenskt vatn að verðmætri útflutningsvöru. Hann hyggst reisa verksmiðju í Ölfusi og hefur gert samning við stærsta dreifingarfyrirtæki í Bandaríkjunum. Dagblaðið Fin- ancial Times ræddi við Jón í vik- unni og þar lýsir hann háleitri sýn sinni. ... miðborg Reykjavíkur Borgin fær í sínar hendur eignir við Lindargötureit. Listaháskólinn er kominn skrefi nær varanlegri lausn á húsnæðismálum sínum því hann fær úthlut- að lóð við Laugaveg. Samson fær eignir á Baróns- stígsreit og ætlar að reisa þar verslunarkjarna. Sýnir svo ekki verður um villst að miðbærinn er í uppsveiflu og þykir eftirsóknarverður staður. Vond vika fyrir ... ... bílaeigendur Eldsneytisverð er komið í enn eitt sögulega hámarkið. Margir íhuga alvarlega að leggja skrjóðnum og fjárfesta í þykkri úlpu og mannbroddum, sem hefur sjálfsagt aldrei verið jafnfljótt að borga sig upp og nú. ... rjúpnaskyttur Fáir fá rjúpu í matinn á aðfangadagskvöld í ár. Rjúpnaveiðitímabilinu lauk í gær og var eitt það lélegasta í manna minnum. Tímabilið var styttra en venjulega í ár og ólíklegt að það verði lengra að ári. Þrátt fyrir sölubann heyrast sögur af óprúttnum skotveiðimönnum sem veiða mikið og selja og er hermt að sumir borgi allt að því sjö þúsund krónur fyrir stykkið til að fá rjúpu í jólamat. ... forseta borgarstjórnar Margrét Sverrisdóttir hefur verið forseti borgarstjórnar í aðeins nokkrar vikur þegar þau tíðindi berast að Ólafur F. Magnússon ætli að setjast aftur í borgarstjórn eftir fjarveru vegna veikinda. Þótt það sé auðvitað gleði- efni í sjálfu sér missir Mar- grét klárlega spón úr aski sínum. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.