Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 30
30 1. desember 2007 LAUGARDAGUR KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Skelfing og lukka FÖSTUDAGUR, 23. NÓVEMBER. Í morgun fengum við símtalið sem allir óttast. Andri litli varð fyrir bíl á leið í skólann í morgun og var kominn á slysavarðstofuna. Til allrar hamingju var hann lítið meiddur. Bíllinn hlýtur að hafa verið á lítilli ferð. Drengurinn var að fara yfir götu á vandlega merkt- ri gangbraut. Í rigningarsudda og skammdegismyrkri eiga ökumenn erfitt með að koma auga á gang- andi vegfarendur, ekki síst þá sem eru fremur lágir í loftinu. Bókamælingar í vatna- vöxtum LAUGARDAGUR, 24. NÓVEMBER. Ég er staddur á Hótel Ísafirði. Mér var boðið að koma hingað til að lesa upp úr bókinni minni í gömlu og fallegu húsi sem heitir Edinborg og Ísfirðingar hafa haft skynsemi og menningu til að gera upp í staðinn fyrir að slíta það upp með rótum, drepa það og endur- byggja síðan á öðrum stað eins og tíðkaðist í Reykjavík meðan óvitar fengu að ráða. Þarna lásu líka Jón Kalman Stef- ánsson, Ólína Þorvarðardóttir, Einar Kárason og Vigdís Gríms- dóttir og svo flutti bókmennta- völva þjóðarinnar, Kolbrún Berg- þórsdóttir, inngangserindi um jólabókaflóðið. Ef einhver kann inn á þær vatnamælingar er það hún. Flugveður SUNNUDAGUR, 25. NÓVEMBER. Það var soldið snautlegt að verða ekki veðurtepptur á Ísafirði þannig að ég gat lítið skoðað mig um í þessum bæ þar sem Ólína amma mín og Sigurgeir afi minn bjuggu með barnahópinn sinn um þarsíðustu aldamót. Það var sem sagt skínandi flug- veður og notalegt að koma heim. Andri er stálsleginn og ætlar að halda áfram að ganga menntaveg- inn sem er vonandi betur upplýst- ur en gangbrautir í Reykjavík. Á þeim vegi eru altént engir bílar. Heimska eða dónaskapur MÁNUDAGUR, 26. NÓVEMBER. Alveg er Melabúðin sérstakt rarítet. Ekki veit ég hver á hana en það er algjört kraftaverk hvernig tekist hefur að koma fyrir svona fjölbreyttri og góðri matvöru í verslun sem er á stærð við þokkalega íbúð. Það er gaman að versla þarna því að fólkið í búðinni kann sitt fag og getur leiðbeint manni. Öll stærri innkaup geri ég í Bónus eða Krónunni til að reyna að spara peninga. Í Mela- búðinni versla ég hins vegar mér til skemmtunar. Í gærkvöldi varð ég þess áskynja að erlent tölvufyrirtæki sem ég keypti eitt sinn vírus- varnaforrit af á netinu hafði í heimildarleysi farið inn á kreditkortið mitt og framlengt einhverja áskrift – sem ég hef ekki nokkurn áhuga á að fram- lengja. Ég skrifaði þessu erlenda fyrir- tæki nokkur mergjuð bréf en fékk þau jafnharðan endursend því að rétt netfang var ekki gefið upp. Þess vegna sneri ég mér til Europay sem er kortafyrirtæki sem ég hef verið í viðskiptum við frá upphafi kreditkortanotkunar og bað um aðstoð. Seint og um síðir kom þetta svar: ----- Original Message ----- From: N.N. To: nyttlif@simnet.is Sent: Monday, November 26, 2007 5:29 PM Subject: Vegna fyrirspurnar á borg- un@borgun.is Sæll Þráinn Það er lang best ef þú getur komið til okkar og skrifað undir fyrirspurn. Þegar er um erlenda færslu ræða verðum við að fá undirskriftina þína. Bestu kveðjur, / Kind regards, N.N. Þjónustufulltrúi, Þjónustusvið / Serv- ice Assistant, Customer Service nn@borgun.is dir tel.: (+354) 560 15xx Hvers konar heimska eða dóna- skapur er það að svara auðskiljan- legri aðstoðarbeiðni með því að segja mér að mæta og fylla út eyðublöð og gefa eiginhandarárit- un? Eftir fimmtán eða tuttugu ára viðskipti við þetta fyrirtæki ætti að vera til nægilegt magn af eigin- handaráritunum mínum hjá Borg- un eða Europay eða hvað svo sem fyrirtækið kallar sig í augnablik- inu. Ég hef alltaf stundað mín við- skipti við þetta fyrirtæki undir sama nafni og er sannfærður um að þjónustan hjá flestum fyrir- tækjum versnar eftir því sem þau stækka og fer versnandi dag frá degi. Að standa í samskiptum við stórfyrirtæki er eins og að reyna að ræða við þroskaheft tröll. Að bera út fullorðna ÞRIÐJUDAGUR, 27. NÓVEMBER. Nú eru femínistar komnir í heilagt stríð við Egil Helgason og segjast ætla að sniðganga þáttinn hans af því að þeir (femínistarnir) hafi verið sniðgengnir í þættinum. Enn fremur hefur það komið til umræðu á Alþingi hvort forsvar- anlegt sé að sveinbörn og mey- börn á fæðingardeildum séu merkt með armböndum í mismunandi litum. Næst verður trú- lega stungið upp á því að til að bæta konum upp misrétti sem þær hafa verið beittar frá landnámstíð verði hægt að sækja um leyfi frá félagsmála- Þroskaheft tröll Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá skelfilegu símtali og farsælum endi. Einnig er fjallað um þroskaheft tröll, ferð til Ísafjarðar, flugveður, myrkar gangbrautir, menntaveginn, hættulegan bókmenntaáhuga, sviðakjamma og hálan veg milli Egilsstaða og Skriðuklausturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.