Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 112
76 1. desember 2007 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Jóhanna Vala Jónsdóttir verður fulltrúi Íslands þegar fögur fljóð frá öllum heimshornum keppa um tit- ilinn Ungfrú heimur í dag. Jóhanna Vala setur sér ekki nein markmið um árangur og ætlar fyrst og fremst að njóta augnabliksins. „Ég er ekki að gera mér neinar væntingar um ákveðinn árangur í keppninni eða neitt svoleiðis. Ég er hérna fyrst og fremst til að njóta þess að taka þátt í svona stórum viðburði, kynnast nýju fólki og hafa gaman af,“ segir Ungfrú Ísland, Jóhanna Vala Jónsdóttir, en hún tekur í dag þátt í stærstu fegurðarsam- keppni ársins, Ungfrú heimi. Keppnin í ár fer fram í hinu stór- glæsilega Beauty Crown-leikhúsi í Sanya í Kína, en það var einmitt þar sem Unnur Birna Vilhjálms- dóttir hreppti titilinn fyrir tveim- ur árum. Jóhanna Vala hefur dvalið í Kína í tæpar fjórar vikur við undirbúning og segir hún langar og strangar æfingar hafa tekið sinn toll. „Fyrstu tvær vikurnar voru frekar þægilegar en síðustu tíu dagar hafa verið mjög strembnir. Stundum höfum við verið að vakna klukkan fimm á morgnana og ekki komið heim fyrr en undir miðnætti. Þetta er alls ekkert prinsessulíf, í raun- inni bara hörkupúl en um leið ofsalega gaman. Það hefur verið frábært að kynnast kínverskri menningu og svo skemmir nátt- úrulega ekki fyrir að hér er 25-30 stiga hiti og sól,“ segir hún og hlær við. Jóhanna Vala er búin að kynn- ast fullt af skemmtilegum stelp- um við undirbúninginn. Hún er í herbergi með Ungfrú Finnlandi en segist hafa kynnst stúlkunum frá Suður-Afríku, Bandaríkjun- um og Svíþjóð einna best. „Við höfum náð ofsalega vel saman og það er oft mikið stuð á okkur.“ Jóhanna Vala segir keppendur fegurðarsamkeppninnar fá mikla athygli á götum úti og að ágengni almennings geti á köflum orðið allt að því óþægileg. „Við höldum okkur að mestu leyti á hótelinu og það er ekki æskilegt að við séum mikið á flakki í bænum. En þegar við förum eitthvert út er passað mjög vel upp á okkur. Þá fylgja öryggisverðir okkur hvert fótmál.“ Keppnin í dag hefst klukkan 20 að staðartíma, eða um hádegið á íslenskum tíma. vignir@frettabladid.is Ekkert prinsessulíf í Miss World GÓÐ REYNSLA Jóhanna Vala kveðst hafa lært mikið á þeim tæpu fjórum vikum sem hún hefur dvalið í Kína við undir- búning Ungfrú heims. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Plötur Páls Óskars, Siggu Beinteins, Ragga Bjarna og Einars Ágústs eru allar komnar til landsins eftir að hafa tafist í framleiðslu í Danmörku og Austurríki eins og kom fram í Frétta- blaðinu á dögunum. „Það var mjög huggulegt að fá þau í hús þannig að það er ekkert meira föndur neitt,“ segir Páll Óskar sem þurfti að framleiða fyrstu 1700 eintökin af Allt fyrir ástina í höndunum. „Eftir sitja um tvö þúsund eintök sem eru á svamli sem eru handgerð persónulega af mér,“ segir hann og hlær. Platan hefur þegar selst í hátt í þrjú þúsund eintökum. „Fróðir menn segja að ef lætin verða svona fram á Þorláks- messu stefnir platan í tólf til fjórtán þúsund eintök. Ég átti ekki von á þessu í vor þegar við vorum að vinna plötuna en þegar lögin Allt fyrir ástina og International gerðu allt „tjúllað“ þá fór mig að gruna að eintakafjöldinn yrði mikill.“ Sigga Beinteins fékk sín eintök af Til eru fræ fyrir tæpum tveimur vikum og er hæstánægð með viðtökur almenn- ings. „Ég er alveg í skýjunum með viðtökurnar sem ég er að fá, ég á ekki orð,“ segir Sigga sem fór með plötuna á toppinn í Hagkaupsbúðunum. Síðustu eintökin af plötu Einars Ágústs, Það er ekkert víst að það klikki, komu út í byrjun síðustu viku. „Ég er virkilega ánægður. Þetta er allt að gerast,“ segir Einar Ágúst og Raggi Bjarna er einnig sáttur: „Platan er komin í búðir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann um plötu sína Gleðileg jól með Ragga Bjarna. - fb Plöturnar komnar til landsins SIGGA BEINTEINS Sigga Beinteins er mjög ánægð með viðtökurnar. > BERAR BUMBUNA Christina Aguilera fetar í fótspor Demi Moore og Britney Spears og fækkar fötum fyrir forsíðu tímarits- ins Marie Claire, en hún er nú komin langt á leið með fyrsta barn sitt. Demi reið á vaðið 1991 þegar hún sat fyrir hjá Vanity Fair, en Britney Spears fylgdi á eftir árið 2006, fyrir tímaritið Harper‘s Bazaar. „Fólk á ekkert von á þessari tónlist þegar það sér okkur í þessum múndering- um. Það er einmitt það skemmtilega við þetta því fólk á það til að dæma eftir útliti,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki hljómsveitarinnar Steini, sem hefur gefið út EP-plötuna Behold. „Fólk býst við djöflarokki þegar það sér okkur en ég kalla þetta „fiftís“-popp eða „shakespearean“ popp sem við spilum.“ Að sögn Þorsteins, eða Steina, er platan byggð á bókinni Dante´s Inferno. „Hún fjallar um hreinsunareldinn sem tekur við eftir sambandsslit. Lögin eru sjö eins og hjá Dante þegar hann fer í gegnum sjö helvíti.“ Hann bætir því við að hljómsveitin sé undir sterkum áhrifum frá bókmenntastefnunni Sturm und Drang auk hljómsveitanna Alice Cooper og Kiss. Með Steina spila á plötunni Kristján Árnason og Eric Qvick. Ætlar Eric að spila með Steina og bróður hans sem kallar sig Golden Boy á komandi misserum. Nokkur lög með sveitinni hafa þegar verið spiluð í útvarpi, þar á meðal Always Something sem hljómar í kvikmyndinni Astrópía. - fb Ekkert djöflarokk STEINI Þorsteinn Einarsson er forsprakki hljómsveitarinn- ar Steini. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árituð ljósmynd frá Björk Guðmundsdóttur var á meðal þess sem hægt var að kaupa á uppboði á vegum góðgerðasam- takanna Rock for Kids sem hófst í gær. Samtökin, sem starfa í Chicago, veita fátækum börnum í borginni ókeypis tónlistar- kennslu. Á meðal fleiri muna á uppboð- inu var áritaður gítar frá Ryan Adams og árituð plata frá hljómsveitinni Arcade Fire. Einnig voru boðnir upp munir frá stjörnum á borð við Paul McCartney, Bruce Springsteen, Lou Reed, Jack Nicholson, Scarlett Johansson og Beck. Árituð mynd á uppboði BJÖRK Árituð mynd frá Björk var til sölu á uppboði. PÁLL ÓSKAR Nýjasta plata Páls Óskars hefur selst mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.