Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 92
56 1. desember 2007 LAUGARDAGUR
S
íðast þegar ég hitti
Ragnar Sólberg var
hann ellefu ára og nýbú-
inn að gefa út fyrstu
sólóplötuna sína, Upp-
lifun! Nú verður hann
tuttugu og eins árs á morgun og er
orðinn ansi rokkaðri í útliti en
þegar ég talaði síðast við hann.
Hvað er hann búinn að læra á
þessum tíu árum?
„Ég er búinn að læra rosalega
mikið,“ segir Ragnar. „Það er til
dæmis miklu verri lykt í þessu en
ég hélt. Hrein og klár skítafýla
stundum. Ég hugsaði ekkert út í
það hvað maður þyrfti að gera til
að meika það, enda ekkert skrýtið
verandi bara ellefu ára. Ég var
bara að semja músik og það var
bara nóg. Mér fannst rokkheimur-
inn mjög fjarlægur þá. Þegar ég
horfði á Skid Row-plaköt uppi á
vegg í herberginu mínu þá var það
bara allt önnur veröld. Mig hefði
aldrei grunað að ég ætti eftir að
stíga inn í plakatið, eins og gerðist
eiginlega núna á síðasta túr.“
Á fyrstu sólóplötunni þinni
varstu að fást við eins konar
nýbylgjurokk en svo hefurðu meira
og minna verið í glysrokkinu síðan
– hvað kom til?
„Kiss og Skid Row höfðu verið
uppáhaldshljómsveitirnar mínar
síðan ég var fjögurra ára, en á
þessu tímabili þegar ég gerði sóló-
plötuna hafði ég kúplað mig aðeins
út úr því. Var að hlusta á það sem
var í gangi í kringum mig þá. Svo
á unglingsárum datt ég bara aftur
í þessa músik sem hafði átt hug
minn sem barn.“
Taka ekki AC/DC pakkann
Sign-bræður eru þó ekkert alltof
hrifnir af því að þeim sé endalaust
líkt við glysrokk og amerísk hár-
metalbönd frá 1988. Finnst stimp-
illinn óverðskuldaður og grunn-
hygginn.
„Ég get svo sem alveg viður-
kennt að plötur númer tvö og þrjú
voru svolítið glysrokk, en ekki
þessi nýja,“ segir Ragnar.
„Mér finnst nýja platan ekki
klisjuleg sem glys eða glamrokk-
plata og hún hefði aldrei gengið
upp ef hún hefði komið út 1988,“
segir Egill. „Þá hefði fólki ekki
fundist neitt glysrokklegt við
hana.“
Eruð þið þá kannski búnir að
finna ykkar eigin hljóm núna?
„Við erum allavega búnir að finna
farveg sem okkur líður mjög vel
í,“ segir Egill.
„Ég held við höfum farið mjög
skrítnar og óhefðbundnar leiðir í
mörgum laganna á þessari plötu,“
segir Ragnar. „Í útsetningum,
kaflaskiptingum og slíku. Það var
mikil ævintýramennska í gangi
hjá okkur við gerð þessarar
plötu.“
„Við erum líka búnir að liggja
yfir þessu í rúmt ár og löngu búnir
að missa okkur,“ segir Egill.
„Ég er samt ekkert viss um að
þessi plata sé lýsandi fyrir það
sem kemur frá okkur síðar,“ segir
Ragnar. „Það er aldrei að vita
nema við gerum eitthvað allt
annað næst, enda finnst okkur
mikilvægt að þetta sé síbreytilegt.
Við ætlum ekki að taka AC/DC
pakkann.“
Hvernig er platan uppbyggð? Er
hægt að fara með hana í ræktina?
„Fyrstu þrjú lögin eru hröð og
ganga í ræktinni en svo er restin
til að hvíla sig við, þú ferð bara í
jóga á meðan þau eru,“ segir Ragn-
ar og hlær. „Þau eru of epísk og
dramatísk fyrir hlaupabrettið. Það
er ekkert á þessari plötu sem hefði
getað verið lag með Mötley Crue,
það er alveg á hreinu.“
Stritið skilar árangri
Tilraunir til útflutnings á Sign
byrjuðu fyrir tveimur árum í kjöl-
far útkomu plötu númer þrjú,
Thank God for Silence. Síðan
hefur sveitin farið í ófáar ferðir
um Bretland og Evrópu og spilað
með böndum eins og Wednesday
13, The Answer og Wildhearts.
Síðasti túr var tveggja vikna, 12
borga túr með æskugoðunum í
Skid Row.
„Við höfum verið heppnir og
erum með gott teymi í kringum
okkur,“ segir Ragnar. „Þetta geng-
ur vel og ég held að stritið sé farið
að skila árangri. Við sjáum helling
af fólki í Sign-bolum, fólk eltir
okkur og er kannski að mæta á 3-5
tónleika í hverjum túr.“
Á Skid Row einhverja aðdáend-
ur lengur?
„Já, alveg fullt,“ fullyrða strák-
arnir.
En er þetta ekki svindl fyrst
söngvarinn Sebastian Bach er ekki
með?
„Það finnst mér ekki,“ segir Ragn-
ar. „Ég er búinn að vera aðdáandi
síðan ég var fjögurra ára og ég
varð ekki fyrir vonbrigðum.“
„Nýi söngvarinn, Johnny
Solinger, er búinn að vera með í
níu ár og bandið hefur gert tvær
plötur með honum svo hann ætti
að vera kominn ágætlega inn í
þetta,“ segir Egill.
Eru menn eitthvað fúlir út í
Sebastian – eitthvað að dissa hann
fyrir að leika í Mæðgunum (Gil-
more Girls í Sjónvarpinu)?
„Nei, þeir töluðu lítið um hann,
nema þeir sögðu okkur að þeir
hefðu rekið hann á Þorláksmessu
1997 til að það yrði sem þungbær-
ast fyrir hann,“ segir Ragnar.
„Það er ekki gott á milli þeirra,“
segir Egill. „Sebastian var víst að
segja í einhverju viðtali að honum
fyndist asnalegt að Skid Row væri
enn þá að spila. Að þeir fari illa með
nafnið. Miðað við Gilmore Girls
ætti hann þó ekki að segja mikið.“
„Skid Row er frábær á tónleik-
um enn þá, ég skil ekki hvernig
það á að vera slæmt fyrir nafnið,“
segir Ragnar.
Örugglega enn í rútu eftir tuttugu
ár
Hvernig komu svo Skid Row fram
við litlu strákana frá Íslandi?
„Þeir voru rosa almennilegir og
komu fram við okkur eins og bestu
vini,“ segir Egill.
Voruð þið saman í rútu?
„Nei, þetta var nú ekki alveg svo
náið,“ segir Ragnar. „Þeir eru nátt-
úrulega búnir að vera í rútu í 20 ár
og nenna ekkert að fara í rútu með
hverjum sem er. Eru komnir yfir
fertugt og vilja bara slappa af í
rútunni, held ég.“
Voru þeir með börnin sín með á
túrnum?
„Nei, enda held ég að þeir eigi engin
börn nema söngvarinn. Hann er
giftur, held ég. Hinir eru enn þá
bara í ruglinu, enn þá bara „youth
gone wild“. Þeir hegðuðu sér ekki
deginum eldri en tvítugir.“
Er þetta eftirsóknarverð fram-
tíðarsýn fyrir Sign? Þið fertugir í
góðu stuði í rútu í Bretlandi?
„Neeeei,“ segir Ragnar og dregur
seiminn hugsi. „Við verðum örugg-
lega í rútu einhvers staðar enn þá,
því það er alveg best sko að vera on
ðe ród og hitta nýtt fólk og upplifa
þennan klukkutíma á hverjum degi
þegar allt snýst um músíkina. En
eftir tuttugu ár verðum við eflaust
búnir að breyta um lífsstíl og
áherslupunkta. Kannski bara orðn-
ir rólegir og farnir að spila á
píanó.“
Engin öryggisbelti
Er það fúl tæm djobb að vera í
Sign?
„Já, þetta er 100 prósent vinna,“
segir Egill, „og svo verður maður
bara að vinna aukavinnu til að eiga
í sig og á.“
„Við værum ekki búnir að ná
þessum árangri ef við værum í ein-
hverri annarri vinnu sem við
þyrftum að hugsa um,“ segir Ragn-
ar.
Er eitthvert nám í bakhöndinni,
eitthvert plan B?
„Nei, ekkert. Það er bara keyrt
áfram og engin sætisbelti,“ segir
Ragnar.
„Með bundið fyrir augun,“ bætir
Egill við.
Hvað segja kærusturnar?
„Þær eru skilningsríkar og sýna
okkur fullan stuðning, sem betur
fer,“ segir Ragnar. „Ég dauðvor-
kenni þeim að þurfa að halda okkur
uppi. Ef við værum ekki svona
góðir strákar myndi þetta aldrei
ganga.“
Hvað er svo næsta skref hjá
Sign?
„Það er að kynna nýju plötuna
hérna á Íslandi. Hún fer ágætlega
af stað. Svo kemur platan út í Bret-
landi stuttu eftir áramót og þá þarf
að spila, plögga og láta sjá sig.“
Sem sé, bara áfram og meira
rokk?
„Já, það er engin pása. Það er ekk-
ert jólafrí í rokkinu. Við værum
ekkert að þessu nema við ætluð-
um að gera það almennilega,“
segir Ragnar og bróðir hans bætir
við: „Við erum búnir að leggja svo
mikinn tíma, hugsun og vinnu í
þetta að það væri út í hött að fara
að slappa eitthvað af núna.“
Tónleikar Sign og Skid Row eru
eins og áður segir á Nasa í kvöld.
Sign stígur á svið klukkan hálfníu
en Skid Row um klukkan tíu. Góða
skemmtun.
GÓÐAN DAGINN
Dr. Gunni tekur viðtal
Það er ekkert jólafrí í rokkinu
Ragnar Sólberg og Egill Rafnssynir skipa hljómsveitina Sign ásamt Arnari Grétarssyni og Heimi Hjartarsyni. Hljómsveitin er
meðal þeirra duglegustu í bransanum, er nýbúin að gefa út fjórðu plötuna sína, The Hope, er nýkomin úr tveggja vikna túr og
heldur í kvöld tónleika á Nasa með vinum sínum í Skid Row sem hún var að flækjast með um Bretland.
SIGN-BRÆÐURNIR RAGNAR OG EGILL RAFNSSYNIR „Það er bara keyrt áfram, engin sætisbelti og bundið fyrir augun.“
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eftirminnilegasta ferming-
argjöfin mín var … átta rása
upptökutæki (Ragnar). / Peningur-
inn (Egill).
Mesti lúxus sem ég hef veitt
mér var … að vera í Sign (báðir).
Ef ég ætti tímavél myndi ég
stilla hana á … 1. desember
2007 (Ragnar). / Ég myndi fara með
nýju plötuna og leyfa pabba að
heyra hana (Egill).
Á náttborðinu liggur … útprent-
að hjartalínurit frá því að það leið
yfir mig á alþjóðlega flugvellinum
í Toronto. Já, það var soldið rokk
(Ragnar). / Hvaða náttborði? (Egill).
Ef ég væri rekinn á eyðieyju
með plötuspilara og þrjár
plötur tæki ég … Slipknot – Slit-
knot, The Used – In love and death,
Crosby, Stills, Nash & Young – Déjà
vu (Ragnar). / Sign – The Hope,
Nine inch nails – Fragile, Filter – Title
of record (Egill).
Ef ég hitti George W. Bush
myndi ég … hunsa hann
(Ragnar). / Taka mynd af mér með
honum (Egill).
Ef ég væri síamstvíburi vildi
ég vera fastur við … sjálfan mig
(Ragnar). / Hann Ragnar bara. Við
rífumst aldrei (Egill).
➜
RAGNAR OG EGILL … fylla í eyðurnar